Um áramót

 

Ég missti af fyrstu mínútum af ræðu forsætisráðherra,Svo að til að fullvissa mig um að ég hafi ekki misst af því sem ég batt mestar vonir við að heyra varð ég mér úti um  ræðuna í heild.

 

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum.Ekki eitt einasta orð um öryrkja ellilífeyrisþega eða þá sem minna mega sín.Hann talaði fálega um 1sta sæti á"lífskjaralisti"SÞ.Þessi listi er samsettur m.a.af meðallaldri,menntun,og landsframleiðslu á mann.Ég held satt að segja að lyf,ekki velsæld (þó velsæld spili þar kannske einhverja"rullu")nái upp meðalaldrinum.Íslendingar hafa alltaf verið námfúsir svo að menntun hefur alltaf í dágóðu lagi þrátt fyrir kreppu.Margar sögur til af hvernig menn unnu baki brotnu til að mennta sig og eða sína á kreppuárunum.

 

Ekkert nýmæli.Íslendingar hafa alltaf vegna lágra launa þurft að leggja á sig mikla vinnu og hafa alltaf þótt duglegir og lá laun hjá þeim lægst launuðu sem skilja mikilli vinnu miðað við launin,hífa upp landsframleiðslu á mann.Ekkert nýtt þar,Og mér finnst hann ekki geta hælt sér af menntuninni það segir svokölluð PISA-rannsókn okkur.Hann nefndi þetta að vísu en sagði m.a. að menn myndu leggja mikla áherslu á að efla vísindi,rannsóknir.og tækniþróun.En þarf ekki fólk að vera sæmilega læst til að af þessu verði.Hverju er þetta ástand í menntamál um að kenna?

 

Er það ekki lág laun í þessum geira.Það er gömul sannindi að þangað sæki fólkið sem launin eru best.Forsætisráðherra nefndi ekki einu orði á hið slæma ástand sem er á vinnumarkaðinum hvað varðar erfiðleika með að ráða fólk í hin lægst launuðu ummönnunarstörf..Hann talaði að vísu um komandi kjarasamninga og um "hóflega"kjarasamninga sem gera þyrfti.Enn og aftur"hóflega"samninga sem þýðir á góðri íslensku óhóflegar kjaraskerðingar.Ég hef ekkert á móti erlendu vinnu afli og nýbúum.En það er ýmislegt að gerast í sambandi við það sem sæmir ekki okkur íslendingum.

 

Mér er andsk..... sama þótt ég sé kallaður "rassisti"fyrir að hafa þá skoðun á þessum málum sem ég hef,En hún er sú að við þurfum að taka miklu betur á móti nýbúum en við höfum gert.Við höfum satt að segja hlunnfarið stóran hóp af þeim.Boðið þeim upp á svik í launamálum og boðið þeim upp á húsnæði sem góður íslenskur hundaeigandi myndi aldrei bjóða hundinum sínum uppá.

 

Við þurfum líka einhvern veginn að koma í veg fyrir að vistfólk heimilinum fyrir aldraða þurfi ekki að fara að læra pólsku.tælensku,eða hvaða mál það er,sem meirihluti af starfsfólki stofnuninnar sem það dvelur á talar til að geta gert sig skiljanlega við það.Ég er með þessum orðum ekki að gera lítið úr fólki sem tala þessi mál síður en svo.En ef fólk ætlar virkilega að setjast að hér á landi á að leggja áherslu á að kenna því sem lýtalausasta íslensku.Ég tala af reynslu því ég vann meðal dana í tæp15 ár og komst upp með að nota mína "skandínavísku"og tala því enga eða litla virkilega dönsku.

 

Einnig bjó ég á sama tíma í Svíþjóð og notaði mína "skandínavísku"þar.Einu sinni rétt eftir að að ég búsetti mig þar ætlaði ég að senda pakka sem innihélt brothætta muni og hafði skrifað"Glass"á pakkan.Þá sagði stúlkan á póstkontornum"du kan inte sända glass med posten"Af þessu hlutust nokkrar orðahnipingar.En glass á sænsku þýðir ís t.d rjómaís en glas þýðir gler.Svona geta smámisskilingur í tungumálum orðið að nokkuð stóru máli í hinu daglega lífi.

 

Svo er það ekki gott að stórir hópar af einni þjóð vinni á sama stað og komist upp með að tala sitt eigið mál sín á milli og án virðingar við samstarfsfólkið og vistmenn.Það verður að vera nærgætni í nærveru þessa gamla fólks.Ég veit að nú segir einhver"fjan.... bull"er þetta í kallinum en þetta er bara hinn heilagi sannleikur.Slíkt skapar bara tortryggni milli starfsfólks innbyrðist og svo vistmanna.Ég átti samtal við góða vinkonu mína um daginn sem er útlærð sem sjúkraliði og er nýflutt til borgarinnar og fékk vinnu á einu af dvalarheimili aldraða þar.

 

En hún hafði unnið sem slík í sinni heimabyggð.Hún sagðist bara hafa gefist upp að vinna þarna aðallega út af því að stæðsti hluti starfsfólks þarna hefði verið af ónefndu þjóðerni og að gamla fólkið gat ekki skilið það"hrognamál"sem talað var á stofnunni.Ég hef fulla virðingu fyrir fólki af erlendu bergi brotnu og finnst það bara af hinu góða að við blöndum blóði við aðrar þjóðir en við verðum að gera betur við móttöku þess.

 

Og að aðlögun þess bitni ekki á gömlum,kannske einstæðingum sem dvelja á stofnunum fyrir aldraða.Fólk sem er jafnvel farið,eins talað var um í gamla daga að"kalka"og heldur jafnvel að það sé statt í öðru landi og langar heim til Ísland.Mér er andsk..... sama hvað allir fræðingar,mannvinir og hvað þeir kalla sig sem halda þessari "rassista"umræðu hátt á lofti þegar rætt er um þessi mál segja um þetta en þetta er bara hinn beinharði sannleikur.Hitt er bara "bullshit"

 

Svo aftur að ræðu forsætisráðherra.Hann minntis ekki einu orði á kjör öryrkja og eldri borgara,Ekki frekar en þessir hópar fyrirfinnist ekki hér á landi.Eins og allar fjand.... skýrslur SÞ haldi því fram að þessir hópar velti sér upp úr peningum og munaði.Hann hefði í framhaldi af skýrslu SÞ geta nefnd grein eftir hinn virta viðskiftafræðing Helga K Hjálmsson formann Landsambands eldri borgara um daginn.Þar sem hann gerir að umræðuefni fyrirhugaðar hækkanir á launum æðstu embættismanna.

 

Forsætisráðherra talaði um marga tugi milljarða afgang á ríkissjóði ár eftir ár.En Helgi segir í grein sinni""Það er staðreynd að þau kjör sem við búum við og skifta okkur mál, eru þau kjör sem við búum við á hverjum tíma.Við lifum ekki á tekjum eða á bótum,sem við fáum hugsanlega í framtíðinni.Það er núið sem skiftir okkur öllu máli.Það er líka með öllu óþolandi að þeir sem sem eru að fá greiðslur frá TR skuli stöðugt búa við ótta um að nokkrum mánuðum síðar komi krafa um endurgreiðslu á því sem kallað er ofgreiðsla bóta""

 

Síðan endar Helgi grein sína á þessum orðum"Það er okkar krafa að allir eldriborgarar megi njóta elliáranna í fjárhagslegu og ummönnunarlegu öryggi""Svo á Pétur Blöndal að fara að endurskoða bótagreiðslur TR.Guð hjálpi mér segi ég bara.Ég vona bara fyrir mitt viðkomandi að ég verði dauður er sú endurskoðun tekur gildi. Ég heyrði ávæning af svokölluðu"Silfri Egils"í gær.

 

Sem ég myndi kalla"Brotajárn Egils"út af hlutdrægni og lítilli stjórn sem stjórnandi virðist oft hafa á sínum viðmælendum.Orðhákar taka oft þáttinn í sínar hendur og fá að bulla að vild.En ég heyrði sem sagt ávæning af síðasta"Silfri"Þar fór ung kona úr Sjálfstæðisflokknum mikinn  og sagði eitthvað á þá leið að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki standa að því að afhenda nokkrum"auðjörfum"eigur almennings og myndi standa vörð um að slíkt kæmi ekki fyrir.Nú verður gaman að sjá varðstöðu þessa flokks í Keflavíkurflugvallarmálinu.Þar sem margt,vægast sagt í mínum huga minnir á þetta svokallaðu"REY"mál.Og það brenna fleiri spurningar um stjórn þessa flokks á eigum/peningum þess opinbera á vörum fólks.Verður öllum spurningum í "flugvallarmálinu"svarað?

 

Hvenær á að svara spurningunni hvað virkilega skeði í Grímseyjarferjumálinu(hverjum var hyglað þar?)Hvað skeði þegar flóabáturinn Baldur var seldur?(hverjum var hyglað þar og af hverju?) og af hverju mátti ekki athuga með að nota hann í Grímseyjarferðir.Forsætisráðherra lýkur á að vitna í þjóðsönginn okkar og segir"Íslands þúsund ár/voru morgunsins húmköldu,hrynjandi tár/sem hitna við skínandi sól/Og hann endar ávarp sitt á þessum orðum""Megi öll tár hitna við skínandi sól að morgni nýs dags"".Ég held að ég geti frætt forsætisráðherra þessa lands um nokkuð sem hann virðist ekki vita.Að tár fólksins sem vegna bágra kjara í þessu velferðarríki hans,sem geta hvorki hafa veitt sér eða börnum sínum gleðileg jól þurfa ekki sólina til að hitna.

 

Þau eru brennheit þegar þau hrynja niður kinnar þess.Vonandi verða öryrkjar og eldri borgarar og aðrir sem minna mega sín svo gæfusamir á næsta ári að eitthvað af þessum milljarðaágóða af ríkissjóði sem hann hældi sér svo mikið af verði"spanderað"á það.Ég veit að margir telja þetta helv.... þvætting úr mér en mér er andsk..... sama.Þetta eru mínar skoðanir og mér er heimilt að birta þær ef mér býður svo við.Það er jú ennþá allavega,málfrelsi í þessu svokallaða velferðraríki.Ég vil óska öllum,bæði þeim sem eru mér sammála, ef einhverjir eru,og þeim sem eru mér ósamála farsældar í lífi sínu og störfum hver sem þau eru,á komandi árum.Verið ávallt kært kvödd öllsömul og gleðilegt nýtt ár

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Gleðilegt ár Ólafur minn og þakka þér liðið ár. Hefi lítið verið á bloggmiðum undanfarna daga. Er núna fyrst að lesa þínar greinar, sem eru mjög góðar, fræðandi og gaman að lesa. Hafðu þökk fyrir og vonandi sjáumst við fljótlega á nýju ári.  Kveðja. 

Þorkell Sigurjónsson, 1.1.2008 kl. 11:50

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Gleðilegt ár Ólafur, þetta er sko ekkert bull í þér, þetta er heilagur sannleikur hjá þér kall.Kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 1.1.2008 kl. 16:08

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gleðilegt ár Ólafur og megi nýtt ár verða þér gott.  Þú misstir ekki af miklu þótt þú misstir af fyrstu mínútunum í ávarpi forsætisráðherra, reyndar hefðir þú ekki misst af miklu þótt þú hefðir ekki náð neinu af því.

Jóhann Elíasson, 1.1.2008 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 536228

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband