18.12.2007 | 20:40
Lýðræði og syndir á sunnudögum
Ekki dettur mér í hug að gefa mig út sem einhvern sérfræðing í málum Rússa eða lýðræð.En þar sem Pútin forseti Rússlands er mikið í umræðunni nú um stundir langar mig að velta orðinu lýðræði,aðeins fyrir mér frá mínu sjónarhorni.Er lýðræði bara lýðræði þegar stórveldum dettur það í hug?Það leiðir hugan að því sem skeði í Austurríki 1999 -2000.Þá var hægri stjórnmálamaður Jörg Haider eiginlega þvingaður til að segja af sér.vegna"þrýstings"frá þeim stóru.
Ég vil taka skýrt fram að ég er ekki hlynntur ofstæki hvorki til hægri eða vinstri eða ofstæki í trúarbrögðum af neinu tagi.Jörg Haider gerði sig fyrst markverðan þegar hann vann fyrirlestrarkeppni í menntaskóla í Innsbruck 1966.Á vettvangi stjórmála var það 1971 þegar hann var kosinn formaður fyrir ungliðahreyfingu FPÖ(Freiheitliche Partei Österreichs).1979 var Haider kosin á þing fyrir flokkinn og þá sem yngsti þingmaðurinn.FPÖ myndaði stjórn með SPÖ(Sozialdemokratische Partei Österreichs)1983,1986 varð Haider formaður,sem leiddi til stjórnarslita.og í kosningum á eftir tvöfaldaði fylgi flokksins.1989 varð Haider með stuðningi ÖVP(Österreichische Volkspartei) körin héraðsstjóri í Carinthia-héraði.Eftir vantraust 1991 varð Haider að segja af sér.1999 fékk FPÖ 42,09 % atkvæða í kosningunum í Carinthia og Haider gat tekið við héraðsstjóraembættinu á ný.
Sama ár varð FPÖ nærst stæðsti flokkur á þinginu sem svo 2000 myndaði stjórn með ÖVP.Þetta leiddi til aðgerða frá öðrum Evrópulöndum.Í febrúar 2000 sagði Haider svo óvænt af sér.Það er eins og orðið"lýðræði"sé mjög svo teyganlegt orð.Ef "stórþjóðunum"fellur ekki í geð úrslit svokallaðra"lýðræðislegra"kosninga þá útiloka þeir viðkomandi.Í kosningum í Palestínu 26 jan 2006 fékk Hamas hreyfingin 74 af 132 fulltrúum í þinginu.Fatah fékk 45 og 4(að mig minnir) smáflokkar 13.Hamas "Harakat al-Muqawamah-al-Islamiyya" sem var stofnað 1987 af þeim Ahmed Yassin og Mohammad Tahasent og kom í staðin fyrir"Bræðralag Múslima"Hamas hefur staðið fyrir umfangsmiklum félagslegum aðgerðum á Sjálfstjórnarsvæðum Palestínu en það oft kostað viðkomandi,þátttöku í hernaðarátökum t.d sjálfsmorðssprengum,Þeir viðurkenna ekki Ísrael og vilja stofna Islamska Palestínu
Þeir líta á Frímúrara sem leynilegt bræðralag Zionista.Í 32 grein stjórnskipnarlögum þeirra segir m.a:""The Zionist plan is limitless,After Palestine,the Zionist aspire to expand from the Nile to the Euphrates.When they will digested the region they overtook,they will aspire to further expansion and so on.Their plan is embodied in the"Protocols of the Elders of Zion"and their precent conduct is the best proof of what we are saying""Fatah var stofnað 1959 með það fyrir augum að fría Palestínu og afmá Ísrael(sama formál og Hamas)1967-68 sameinuðust þeir PLO og urðu strax 1969 leiðandi kraftur þar.Leiðtogum Fatah var vísað úr landi frá Jordan til Líbanon 1970 eftir átök við Jórdanskar hersveitir sem byrjuðu með"Svarta september"1970.Á árunum 1960-70 þjálfuðu Fatah,hópa skæruliða frá Evrópu.Miðausturlöndum,Asíu og Afríku. Og stóðu fyrir flugránum og pólitískum uppþotum í Evrópu
.Þegar Ísraelsmenn réðust inn í Líbanon 1982 dreyfðust Fatahmenn um Miðausturlönd.Þegar svo Arafat 1993 skrifaði undir friðarsamning við Ísrael fékk hann leyfi til að snúa til Palestínu frá útlegð sinni í Túnis.Fatah fékk vopn og þjálfun frá Rússsum og austantjaldslöndunum á sínum tíma einnig er haldið að Kínverjar og N-Kóreumenn hafi einnig séð þeim fyrir vopnum.Fatah hélt samt áfram með árásum á borgara í Ísrael og hélt uppi andspyrnu við Ísraelska herinn á "herteknu svæðunum"Fatah sem samtök viðurkenna Ísrael en samtökin starfa samt undir metóðum laga PLO.Nú segja margir þessu er ekki saman að líkja.Það er kannske satt en báðir aðilar voru rétt kjörnir fulltrúar síns fólks í lýðræðislegum kosningum.Svo fer það bara eftir hvoru megin maður stendur hvernig maður dæmir hvort dæmið sé sanngjarnara.Snúum okkur að Rússlandi.Ég hef siglt töluvert mikið til Rússlands borga við.Barentshaf.Austursjó,Svartahaf.
Það hefur vakið athygli mína hve Mikhail Gorbatsjov er virkilega hataður,allavega af hafnarverkamönnum á þeim stöðum sem ég hef komið til.Sérstaklega fólki við Svartahafið."Við viljum Stalin aftur"sagði það"þá fengum við að borða.Meira segja hafnarverkamennirnir í Georgíu kenna Gorbatsjov um ástandið þar.Einhvern veginn læðist að mér sá grunur að Pútin hafi komið meiri reglu á í landinu en fólk hér á vesturlöndum átti sig á.Við skulum líka hafa í huga að saga Rússlands er stráð"einræðisherrum"langt aftur í aldir.Það læðist einnig að mér sá grunur að vesturlönd hafi við fall komúnistans 1991 veðjað á rangan hest.Ég hlustaði á ræðu Gorbatsjov við afhendinguna á friðarverðlaununum í Stockhólmi 1990 þegar hann eiginlega"grátbað"vesturlönd um hjálp.Þegar hann var að útskýra hve marga djöfla hann hefði að draga.Fleiri hundruð"smákónga"og tugir af trúarbrögðum.Ef hann hefði komið þeim umbótum á sem hann vildi(að mínu mati,enginn staðreind) þá hefði farið öðruvísi.Ég held að maður breyti ekki einræðisríki til margra alda í lýðveldi á einni nóttu.
Hvernig er með "lýðræðið"í Lýðveldinu Ísland.Það tilheyrir víst lýðræðinu að t.d.forsætisráðherrafrúin fær vellaunað forstöðukonustarf í einni af nefndum ríkisins.Það tilheyrir víst lýðræðinu að fáir útvaldir fá að kaupa fasteignir á"Flugvallarsvæðinu"í Keflavík.En"óæskilegum"kaupendum vísað frá með að,sögn fölskum forsendum.Það tilheyrir lýðræðinu að stór hluti þjóðarinnar lepur"skít"úr skel.Að stór hluti þjóðarinnar kvíði jólunum.Það tilheyrir lýðræðinu sennilega að undirritaður sem í ár hefur staðið frekar höllum fæti félagslega var spurður í vor að,af manni (sem var kunnugt um hagi hans) er hann sat nokkra tíma á dag á kosningaskrifstofu FF:"hvernig þorir þú þessu"En það skal tekið skýrt fram að það hefur ekki skaðað undirritaðan á neinn hátt.En hversvegna þessi spurning?Það tilheyrir lýðræðinu að maður einn sagði á fyrrgreindri kosningaskrifstofu:"Ég styð ykkur en ekki opinberlega því ég hef fyrirtæki að reka"
Aftur að Rússlandi.Tökum t.d.vélstjóran á"Alex"hann vildi ekkert gera nema í samráði við"ráðningarskrifstofu"sem hann var ráðinn í gegn um.Annars skil ég alls ekki fréttaflutning af þessu strandi.Menn hefðu að mínu áliti átt að bíða eftir"sjóprófinu"áður en fréttir af þessu voru matreiddar af fréttamönnum og ekki í neinu samhengi við fréttir af sjóprófinu.En þessir menn eins og t.d þessi rússi er fyrir mér gott dæmi um menn sem hugsað var fyrir í mörg ár.En þetta eru nú bara hugleiðingar gamals karls(og enginn stórisannleikur )sem hættir til að misskilja mál eins og hann miskildi fyrirsögn í fréttablaðinu í dag undir mynd af fallegri stúlku"Syndir á sunnudögum" Honum lék hugur á hvaða syndir svona falleg stúlka fremdi á sunnudögum.En þetta var þá viðtal við sundkonu.Feministar og aðrir mega svo velta fyrir sér hvað kemur gömlum karli að hugsa um"syndir"á sunnudögum.Einhverjir kannast kannske við eitthvað í þessu bloggi en það skal viðurkennt að sum af þessu er tekið uppúr gömlu bloggi og athugasemdum frá mér.Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 536301
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða kvöldið Ólafur, það er skal ég nú segja þér margt sannleikskornið í þessum pistli hjá þér í kvöld, góð grein. hafðu það gott á aðventunni, kær kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 18.12.2007 kl. 21:00
Sæll Ólafur.Þetta er víðar í veröldinni sem er svolítið vafasamt með líðræðið.Þeir sem ekki vilja dansa með bandarískum stjórnvöldum eru hættulegir, þótt þeir seu kostnir með líðræðislegum hætti. Það má nefna Suður-ameríku og Íran.USA er að verða það máttfarin að þeir geta ekki ráðist á þessi ríki eða komið þessum leiðtogunum fyrir kattarnef,eins og þeir gerðu her á árum áður.Rússar eru meðvitaðir um þetta og eiga eftir að minna á sig í nánustu framtíð. kv Gísli Hjálmar Ólafsson
Gísli Hjálmar Ólafsson, 18.12.2007 kl. 22:30
Eins og ég hef sagt áður í athugasemd hjá þér, þá er lýðræði hvergi til eins og það er skilgreint. En þessi pistill er mjög góður hjá þér og minnir okkur á að það þarf að skoða hvert þjóðfélag og þjóðfélagsgerð fyrir sig áður en eitthvað er sagt og gert varðandi þá þjóð. Það er alveg stórhættulegt fyrir heimsbyggðina ef ein þjóð ætlar að koma fram sem einhver alheimslögga án þess að hafa getu eða burði til að valda því sjálfskipaða hlutverki.
Jóhann Elíasson, 19.12.2007 kl. 10:41
Sæll aftur. Er það líðræði að á Íslandi fara öll frumvörp frá stjórnarandstöðu í (rusla)nefnd! og eru aldrei rædd og koma ekki til atkvæðagreiðslu á Hinu Háa Alþingi Íslendinga. Eg spyr. Kv. Gísli Hjálmar Ólafsson
Gísli Hjálmar Ólafsson (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 21:35
Við erum sammála um það að íslenskt lýðræði er spagettívestri án Clint Eastwoods. Sharon var eftirlýstur stríðsglæpamaður og Arafat studdi morð á saklausu fólki enda höfðu palestínumenn engu eftir að tapa. Ekki það að ég sé að réttlæta þá. Þetta með vélstjórann á Alex fær mig til að hugsa til þess þegar bráðamóttakan, slökkviliðið, félagsþjónustan og allt hitt sem hægt er að einkavæða verður rekið af pólskum og lettneskum starfsmannaleigum hvort að við útkall verði tékkað á hvort viðkomandi neyð sé innan samnings? Ef ekki verður sett á fót nefnd undir forsæti eiginkonu ráðherra eða uppgjafar framsóknarmanns sem enn stjórnar borginni. Mörgum árum seinna án þess að nefndin hafi nokkrum sinnum skilað af sér er skipur ný nefnd. Með nýrri eiginkonu eða atvinnulausum pólitíkus sem fékk ekki sendiherra- eða seðlabankastjórastöðu. Segðu þetta bara sem oftast...
Ævar Rafn Kjartansson, 20.12.2007 kl. 22:58
Gleðilega hátíð Ólafur og kærar þakkir fyrir árið sem er að líða, vonandi færir nýtt ár þér gæfu og gott gengi.
Jóhann Elíasson, 22.12.2007 kl. 09:43
Innilega Gleðileg Jól, Ólafur með kærri þökk fyrir stórfróðlega pistla á árinu sem er að líða.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 24.12.2007 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.