15.12.2007 | 23:04
Ferðalok
Ég skildi við ykkur í höfninni í Willemstad.Ég ætla ekki að þreyta ykkur með neinum spegúlasjónum um"IMO"eða önnur siglingayfirvöld.Þegar lestunni var lokið voru lestaðir 5"repeatera"sem settir eru á kaplana með vissu millibili þegar verið er að leggja þá.Þessir "repeaterar"sem voru lestaðir aftast í lestina voru víst fokdýrir ef mig misminnir ekki uppað 1 miljón dk.kr.Sett voru 4 færanleg loftkælitæki í lestina hjá þeim til að halda réttu hitastigi.Skipper Olsen lánaði okkur 3 farsíma en okkar virkuðu ekki þarna.Maður keypti svo símakort sem maður stimplaði kortnúmerið inn,Hann lánaði einnig útgerðinni 1 færanlegt loftkælitæki í brúna.
Tv 2 af aðalmönnunum frá Alcatel við uppsetninguna á sílóinu og lestunun á kaplinum
Við höfðum loftkælingu í íbúðunum en til að fá enn betri kælingu í íbúðirnar lokuðum við fyrir brúna og eldhúsið.Kokkurinn var búinn með"tíman" og vildi ólmur heim.Hann hafði kynnst stúlku í Port Lisas og var yfir sig ástfanginn Hann flaug svo heim frá Curacao.Skipstjórafrúinn tók að sér"kokkaríið".Hjá þessari útgerð var nokkuð um að "kokkarnir"væru giftir skipstjórunum.Þær voru yfirleitt virkilega góðar kokkar.Á einu skipinu voru hjón sem voru búin að"sigla hjá"Folmer"í ein 20 ár á að mig minnir 3 skipum.Einusinni var ég samtíma þeim í Píreus,Ég var þá á"Danica Four" en þau á"Danica White"Á leið í land labbaði ég fram hjá skipinu þeirra.Það var dálítið óvanaleg sjón sem mætti manni,eða blóm í flestum brúargluggum.Flestir héldu því fram að kokkurinn væri nú bæði"bíll og bílsjóri"í því hjónabandinu.Þau hétu Anton og Pía.
T,v.Skildi"Eimu"hafa átt þennan.T.h frá höfninni Willemstad
En öll skeyti sem send voru frá skipi þeirra til útgerðarinnar voru undirrituð"Capt Anton/Pia.En þetta veit ég að er satt en ég kem að því seinna.Síðasta skip þeirra var"Hanne Danica"næst nýjasta skip útgerðarinnar.En þau fóru á pensjón áður en ég hætti hjá "Folmer" hann 67 ára en hún víst nokkrum árum yngri.Hún ku hafa verið stjórnsöm um borð.Seinna frétti ég það eftir ráðningarstýrunni að hún hefði aldrei þorað að senda mig til þeirra því að hún taldi víst að þá myndi andsk..... hitta ömmu sína.Ég hefði sennilega misst málið oft og vísa til fyrri skrifa minna um íslenska reiði og danska.En Pia mun hafa verið stjórnsöm í meira lagi,og gek undir nafninu"Capt,Pía"En hvað um það. Fyst lágum við inná athafnasvæði verftsins sem sá um byggingu á kapalsíóinu,en vorum svo fluttir að"ventekaj"á lokuðu svæði rétt hjá.þar rétt hjá okkur var athafnasvæði sem ferjur til Oranjestad(Appelssínubær) í Arúba og Kralendijk í Bonaire höfðu
t.v Oranjestad ferjan.Þar vantaði capt.T.h ferjan til Kralendijk Bonaire
Það vantaði capt.á Oranjestad ferjuna og bauðst Pieter Ottosen til að útvega mér jobbið.Þeir myndu vilja norðurlandabúa og borguðu þeim 5000 us dollars per mán.Viku um borð og viku í landi ódýrt húsnæði í Oranjestad.Ekki var vegalengdin löng eða c.a 70 sml.Hefði maður verið aðeins yngri hefði maður ekki hugsað sig 2svar um. Ottosen sagði að það væri nóg af jobbum þarna.Hann hefði t.d. verið beðinn að útvega capt á ro/ro dall sem átti að fara til Pakistan.Þessi dallur átti að fara þar í niðurrif og eigendurnir vildu evrópubúar sem capt,yfirstm og yfirvélstjóri en afgangurinn ætti að vera pakistanar.
Sá til v átti að fara til Pakistan í "skrot".Helst með evrópíska yfirmenn.Sá til h kom með sement frá fastalandinu(Venezuela)
Ekki litist mér á svoleiðis ferðalag. Ottosen átti svona"minibus"og var ólatur að keyra okkur.Náði t.d.alltaf í Gunnar og strákana í köfunarskólann.Hann hafði verið giftur danskri konu en var skilin við hana(að eigin sögn) og var nú giftur pólskri komu sem var þarna hjá honum í fyrstu.Þau áttu 3ja eða 4ra ára gamlan son en Ottosen átti 9 ára gamla dóttir með þeirri dönsku.Hann fór heim með þá pólsku en hún bjó í Póllandi og kom til baka með dóttir sína eftir að hafa verið með hana í"Disneyland"Stelpan var svo hjá honum í Willemstad í viku eða 10 daga,
Svo skellti hans sér heim með hana heim og kom til baka með pólsku frúna og drenginn.Hann var virkilega góður við krakkana og konuna sína og þau virtust dýrka hann öll.En einn ljótur ljóður var á ráði hans.Danska fv frúin og dóttirinn vissu ekki af pólsku konunni og littla drengnum.Allavega tók hann af okkur loforð að nefna um að nefna þau ekki við stelpuna,En þetta kom okkur lítið við
Kort ekki ósvipað því sem við höfðum af Bermuda
En maður hálfsaknaði hans meðan hann var í þessum skiftileiðangrum Þarna var mikið um "túrisma" en frekar fannst mér allslags minjagripir dýrir,En mér fannst yfithöfuð dýrt að versla þarna.En þarna er notað" Netherlands Antillean gulden (ANG)"Mig minnir nú að gjaldmiðillinn fylgdi ekki hollenska gulden.Við versluðum mest í "The Harbor Duty Free Zone"Ég fór frekar sjaldan til "down town"í Willemsrad.En þó nokkrum sinnum.Miðbærinn var litskrúðugur mjög.Hreinlegur og ekkert um bettlara eða"farandsala"sem sem svifta kannske frá sér frökkunum og sýndu manni raðir af armbandsúr og fl nælt innan á frakkaffóður.Það fór vel um okkur þarna,
Danska"Velferðin"sendi okkur alltaf 10 Vídeomyndir(oftast nýjustu myndirnar sem voru á markaðnum)i mánuði,Og svo"þvældust" nokkrum sinnum dönsk skip þarna inn,Og ef Pieter Ottosen var ekki til staðar skutlaði Steve(kafarakennarinn)okkur.þangað til að"bytte boger"Svo það var nóg að bíta og brenna í tómstundalífinu. Einvern veginn fékk ég það inn í höfuðið á Curacao sé frekar dýr ferðamannastaður.Við lágum þarna í rétt rúman mánuð.Svo var það að skeyti kom einn morguninn frá:" Alcatel Sumbmarine Networks Marine"um að leggja strax af stað til Recife í Brasilíu.Gerðum viið nú allt klárt Ottosen kom á minubussinum.
Og það var farið í stórt "moll"og handlaðar matvörur og of.Síðan var Ottosen skilað loftkælingatæki,farsímum og f.l sem hann hann hafði lánað okkru,2030 - landf Willemstad þ.21 okt,hef ég skrifað á Hempels spjaldið fræga.En nú kom babb í bátinn.Óska hleðsla á þessum skipum var 2,5 fet aftur en nú var hún ½ fet fram.Þetta stafaði af að að ekki hafði verið hægt sjóða sílóið aftar vegna olíutanka í botninum.Danica Red var eitt af eldri skipunum og millidekkið í henni breiðara en í flestum af yngri skipunum þannig að millidekkslúgurnar náðu engan veginn út í síðurnar þegar þeim var fýrað niður í botn,En í yngri skipunum var hægt að hafa millidekkið í 2 hæðum og svo að fýra lúgunum alveg niður í botn.
Og svo var hægt að sjóða þær fastar út í síðurnar og svo kapalsíló ofan á þær.En þarna urðum við að sjóða sílóið fyrir framan alla olíutanks.Þannig með fulla olíutanka og öftustu ballasttanka og hina 5 "repeaterar"aftast í lestinni höfðum við neikvæðan stafnhalla.Og svo var það gróðurinn sem sest hafði sest á skipið og þessi eilífi vesturstraumur þarna,Nema hvað samspil þess alls gaf okur 2-3 mílna gang.Ekki var þetta nú glæsilegt en ca 2500 mílur eru á milli Willemstad og Recife.Rúmlega mánaðar sigling að öllu óbreittu,En er við sigldum lengra og eftir að við komumst á suðlægari stefnur þá komnir A fyrir Trinidat fór þetta nú allt að ganga betur.Við hefðum geta stytt okkur mikið leið með að fara inn í "Gulf of Paria"sem er einskonar flói sem liggur milli Venezuela og Trinidad.En út úr honum að SA verðu er frekar þröngt og straumhart sund sem nefnist"Serpent´s mouth"Þetta lögðum við ekki í vegna hæpinnar stjórnhæfni skipsins.Við vorum rétt komnir á S-lægari stefnur er við fengum telex,frá"Alcatel Sumbmarine Networks Marine"um að halda til St.George Bermuda.
Stefni var nú snúið í N-átt.Ef mig misminnir ekki þá voru um 1700 mílur. þangað frá þeim stað sem við vorum á.Hálf gekk nú ferðin seint.Ekki batnaði það að þegar lengra dró N eftir fór að kula á okkur að N-an.En svo kommst nú mesta"babbið"í bátinn.Við áttum engin kort af Bermuda yfirhöfuð.Eina,einasta kortið sem við höfðum var úr "Admiralty Charts Catalogue"En þar eru númer sem á sjókortunum eru sýnd á ófullkomnu korti af eyjunni.En þegar við nálguðumst höfðum við samband við"Bermuda Coustguard"sem gáfu okkur upp Waypointa sem við settum inn í GPS-inn hjá okkur.Þegar við nálguðumst eyjuna fór N-áttin að aukast og datt ferðin niður.Sjálfur forstjóri útgerðarinnar(Jöern Folmer) var komin sjálfur til Bermuda og var hann að gera Gunnar vitlausann með allslags leiðbeiningum gegn um telexið hvernig hann skildi haga dælingum og siglingu.
Frá L.F.Wade International Airport á Bermuda
En hann(Jöern sem að vísu er skipstjórnarmaður sjálfur)vissi ekkert hverni skipið var hlaðið og Gunnar stóð ekkert í að kynna honum það.Svo fóru að berast skeyti ætluð forstjóranum til okkar.Þ.a.m frá fyrrgreindum hjónum.Forstjórinn hafði nefnilega látið þau boð út ganga til hinna skipana að senda öll telex ætluð honum til okkar eftir vissa dagsetningu.En svo seinkaði okkur og sú dagsetning orðin gild.Svo fengum við lóðs nokkuð lengra út en ef við hefðum haft einhver kort.En allt gekk þetta vel og kl.1300 þ 13 nóvember + landf St George stendur á spjaldinu fræga..Jöern hældi okkur á hvert reypi eftir að hafa fengið ástæðu fyrir hinum neikvæða stafnhalla(eða að skipið lá ½ fet fram)og að við skildum sigla síðasta hlutann kortalausir.Ég var komin 1 mánuð fram yfir umsamin tíma og nú spurði hann mig hvenær ég vildi fara heim.Strax og hægt er svaraði ég.Þú ferð í kvöld sagði hann.Gefðu mér nú tíma til að pakka sagði ég.En svo komumst við að því að léttasta flugið Bermuda-Heathrow-Kastrup var ekki hægt að fá fyrr en þ 17 en þá það gekk eftir.Kom heim um morgun þ 18 nóv 2000.Af"Danica Red" og kaplinum er það að sega að skipið lá með hann í 1.1/2 mánuð í höfninni í St George uns 3 eða 4 kapalskip höfðu lestað úr því.Ég átti afturkvæmt aftur um borð í skipið en þá með öðrum skipstjóra,á öðrum slóðum,með aðra farma.
Komin heim til Sverige(þar sem ég bjó þá) og farinn að grilla í góða veðrinu í nóv, 2000
Ég læt nú þessu tibakahugrenningum mínum lokið.Þakka öllum sem hafa haft nennu til að lesa þær.Ávallt kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 536301
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er mjög gaman að lesa þessar sögur Óli
haltu áfram
Magnús Smith (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 01:00
ÞAÐ ER AFBRAGÐ AÐ LESA ÞETTTA ÓLAFUR/KVEÐJA OG /ENN VIÐ AUÐVITAÐ VILJUM HELST MEIRA!!!!!!.ÞÖKK,/HALLI GAMLI
Haraldur Haraldsson, 16.12.2007 kl. 01:59
Góðan daginn Ólafur, góð saga og hafðu það gott í dag.
Helgi Þór Gunnarsson, 16.12.2007 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.