28.11.2007 | 21:07
Vax á skyrtunni
Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, velti þeirri spurningu upp á fundi Samtaka atvinnulífsins um komandi kjarasamninga og horfur í efnahagsmálum hvort hugsanlegt sé að hægt sé að bjóða upp á það fyrirkomulag að neytendur geti einfaldlega valið þá mynt sem þeir nota í sínum daglegu viðskiptum.
Ég er ekki,og verð aldrei neinn vitsmaður um peningamál (né annað) en ég spyr hvað liggur að baki þessum veltingi á spurningunni.Eru bankarnir ornir óþolinmóðir að klófesta peninga þess veslings fólks sem þeir eru að að ná í sínar helgreypar.með húsnæðislánasvikunum.Eru þessar hugleiðingar bankastjórans ekki bara byrjun á braski bankana með galdeyririnn.Svo fá þeir að ráða genginu og hagræða því að eigin vild.Mér er hugsað til myntbreytingarinnar þegar"grósseraliðið"velti sér í miljónaþjófnaði af almenningi þegar núllin 2 voru tekin af krónunni.Ég bara "velti" þessu upp.
Svo meiri veltingur.Þetta segir í frétt frá Samtökum Atvinnulífsins""Samtök atvinnulífsins telja að almennar launahækkanir séu ekki réttlætanlegar við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu. Heldur sé viðfangsefni kjarasamninga nú að hækka lágmarkslaun umtalsvert og koma á launaþróunartryggingu fyrir þá sem hafa setið eftir í launaskriðinu. Það sé gert með því að skoða hvern einstakling fyrir sig.Þetta kom fram í máli Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, á fundi um komandi kjarasamninga.""
Enn og aftur eiga launþegar að taka á sig afleiðingar af peningabruðli í fjárfestingum þeirra sem í dag,með svo fínu orði eru kallaðir"fjárfestar"En voru kallaðir "braskarar"þegar ég var ungur.En það er nú svo langt síðan.Það er með einsdæmum hve eftirlitslaus miljónaaustur úr ríkissjóði í sérstök"gæluverkefni"ráðherra.Milljónaaustur fyrrgreindra"festa"í munað og ósóma hefur engin áhrif á þessa svokallaða"verðbólgu"En ef þessi sauðsvarti rumpulýður,sem hinn almenni verkamaður er í hugum hinna stórhuga fjárfesta biður um ögn meira af salti í hafragrautinn sem hann verður að gera sér bragðlausan að góðu hvurnsdags þá hleypur andsk..... í spilið og allt fer heim til hans.Já svo er forsætisráðherran og sennilega allverulegt fylgdarlið með honum í Svíþjóð að kenna Svíum góðæri.
Hann ætti að dru..... heim og þora að taka í hnakkadrembið á fyrirrennara sínum og lærifaðir.Sem notabene ekki ómerkari maður fyrrgreindur Vilhjálmur vill kenna að hluta til,ásamt verkalýðnum um ástandið og ástæðuna til þess að ekki sé hægt að bæta kjör hins almenna verkamanns nema að hluta.Já svo toppum við listan hvað velmegun varðar.Höfundar skýrslunar hefðu átt að heimsækja "sjúkrahótel"Rauða Krossins og nokkur dvalarheimili aldraða og kynna sér ástandið á kjörum fólks sem þar býr.Hvernig þetta fólk var raunverulega féflett af stofnunum ríkisins.Hreinlega stolið af því innleggi þess í formi skatta og álaga fyrr á tímum.
Hitta fólk inni á Dvalarheimilum sem skammtaðar eru nokkrar kr á mánuði svo að það getir keypt"gott í poka"svo það geti boðið afkomendum barna sina ef þau skildu hafa nennu til að heimsækja það á sunnudögum.Þessum nú týnda hlekk milli torfkofanna og einbýlishallana sem þeir sem sto... hafa nógu miklu búa í dag."Passaðu að ekki slettist vax á skyrtuna þína" er þjónustupía látin segja við húsbónda sinn í nýbyrjuðum enskum þætti í RÚV þegar hann tekur slökkvistykuna úr hendi hennar til að slökkva kertaljósin svo hún geti hjálpa frú hans að hátta.Er þetta ekki táknrænt í dag"Passaðu að það komi ekki vax á skyrtuna þína" Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:14 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er í hæsta máta eðlilegt að stjórnendur landsins tjái sig um hagi fólksins sem þeir stjórna (þeir sem ráða lykilstarfsemi á borð við bankastarfsemi og matvælasölu í einu landi ráða í raun flestu sem máli skiptir og eru hinir raunverulegu stjórnendur hvað sem öllum málamyndakosningum um auglýsingar í mogganum líður).
Eins og þú hefur séð síðustu misserin þá hefur þetta málamyndalið sem auglýsingar í mogganum komu í æðstu stöður verið sett í vistun í stofnunum hvers trúverðugleika fjármagnsveldið þarf að gjöreyða til að efla sitt eigið vald og það er í rauninni bara tímaspursmál hvenær Geir fer sömu leiðina.
Baldur Fjölnisson, 28.11.2007 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.