27.11.2007 | 20:12
Suðurhafseyjar í norðri
Eitt er það sem er ókeypis hér í heimi.Það eru dagdraumar.Það kostar ekkert að sitja og láta sig dreyma.Og það kostar ekkert að setja þá á blað.En maður tekur kannske þá áhættu ef maður gerir það,þá á maður á hættu að koma upp um hvað maður er heimskur.En ég læt slag standa með þann part af málinu.Ég bý í þeim fallega stað Vestmannaeyjum..Þar hef ég búið í bráðum 3 ár.
Ég kom hingað fyrst til einhverrar veru 1959.Var hér svo öðru hvoru mismunandi langan tíma í hvert skifti.Hér hefur mér alltaf fundið mig velkominn.Þegar ég lenti í veikindum fyrir fáum árum þá búsettur erlendis fór ég að hugsa hvar á Íslandi ég ætti að búseta mig í ellinni.Í Reykjavík gat ég ekki hugsað mér að búa.Ég hitti fermingarsystkini mín 2002 uppgötgvaði ég að bara 3 af þeim bjó á þeim stað við ólumst upp í.Svo fór ég að hugsa"þú átt miklu fleiri kunninga í Vestmannaeyjum en þar".Svo ég valdi Eyjarnar og sé ekki eftir því í dag.
En þetta átti nú ekki að vera neitt æfiágrip heldur um dagdrauma eða heldur um það sem ég vildi sjá að gerðist hérna í Eyjum.Hér eru við höfnina stór samliggandi hús sem eru að mínu mati að grotna niður.Einhver starfsemi mun þó vera í hluta af þeim.En mér finnst þessi hús eins og útlit þeirra í dag er vera til mikillar óprýði fyrir annars fallega höfn.Þetta eru hús er áður hýstu starfsemi Fiskiðju Vestmannaeyja og Ísfélags Vestmannaeyja
Þetta eru hús með merkilega sögu og eiga allt annað skilið en að verða rifin sem einhverskonar"niðurníddir húskofar"Þessi hús eiga það inni,að þeim sé sýndur sómi.Að eitthvað sé gert fyrir þau.Það kemur sennilega aldrei til að starfsemi lík þeirri sem í þeim var verði endurvakinn.En því ekki að byggja þau upp með aðra starfsemi í huga.Að gera hluta af þeim upp sem hótel t.d vestara Fiskiðjuhúsið hafa svo allslags líkamsrækt í því eystra.Það er til staðar samgangur á milli húsanna sem hótelgestir gætu notað til að komast í "ræktina"Þarna mætti hafa sundlaug allslags leirböð sauna og svo fl og fl í þeim dúr
Ísfélags húsið gæti húsað Sjóminjasafn sem komið yrði á stofn og reynt yrði að byggja upp með dugnaði.Safnið sem næði yfir allan skala sjávarútvegs og yrði rekið í sambandi við hótelið Hér í Vestmannaeyjum liggja nú að minnsta kosti 4 skip sem mætti athuga með einhverskonar verndun.Það er hafnarbáturinn"Léttir"sem mér finnst enginn spurning sé um að friða og vernda.Gera hann aðgengilegan fyrir ferðamenn og aðra áhugasama.Birta myndir um sögu hans,Spila brimhljóð og vélanið af"bandi um borð.Svo er það"Sigurður"sem er að vísu allbreittur frá sínum uppruna en íslenskir ráðamenn ættu að sjá sóma sinn í að byggja um og í upprunalegt horf."Sigurður"hefur það sögulega gildi að vera einn af síðustu"síðutogurum"sem byggðir voru í Þýskalandi ef ekki í Evrópu..En hann varð byggður 1960.Síðan er það"Valberg"nú VE 105.Sem upphaflega hét"Guðbjartur Kristján"ÍS280.En bar lengst af nafnið"Víkingur III"En þessi bátur er sá síðasti sem er óbreyttur af þeim síldar og vertíðarbátum sem byggðir voru í Noregi 1960-70.,
Síðast er það"Júpiter"sem einnig er breittur síðutogari byggður í Þýskalandi 1956."Sigurð"á tvímælalaust að endurbyggja en hvort hann á að tilheyra Sjóminjasafni í Vestmannaeyja eða Reykjavík það veit ég ekki en hann á að vera safn og útbúinn sem slíkur,innangengt um hann allan með vélarhljóð í vélarúmi og tölvustýrt Panoramaútsýni í brú."Léttir "á hvergi heima annarstaðar en hér í Eyjum.Hin skipin,Júpiter og Valberg ætti að koma í upprunalegt horf(þarf ekkert að gera við Valberg) Skipin mætti nota hér í Eyjum sem söfn á veturna en svo mætti nota skipin til skemmtisiglinga t.d.í sambandi við hótelið á sumrin.
Lagfæra skipin setja bekki á dekkin og sigla síðan í útsýnisferðir kring um Eyjarnar og austur að Portlandi.Svo eru hér í Eyjum margar fallegar gönguleiðir góður golfvöllur og kyrlátt bæjarlíf.Hér er margt sem sæmilega velstæðir útlendingar hafa áhuga á að nota sér.Friður,ró,fallegir útiverustaðir.Það verða vonandi stórbætur á samgöngumálum Eyjanna,hvort það heitir Bakkafjara,nýtt skip á núverandi leið Herjólfs,göng eða hvað það kemur til með að vera.En þá ætti þetta að vera orðið að veruleika.En þetta er nú bara hugrenningar gamals karlfausks sem hefur lítið sem ekkert annað að gera en láta sig dreym.Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er mjög góð hugmynd (dagdraumur) og ekki vafi á að ferðamannaiðnaðurinn kæmi til með að standa undir rekstrinum og þá er hið sögulegagildi í góðum málum.
Sævar Helgason, 27.11.2007 kl. 21:31
Ég hef tvisvar sinnum komið til Vestmannaeyja og í bæði skiptin fundið nig velkomna þar... Mannlífið er með einstökum ágætum og allir umfaðmaðir sem koma til þessara fallegu eyjar... Einstök gestrisni þar á heimsmælikvarða!
Guðrún Magnea Helgadóttir, 27.11.2007 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.