Deyja út

 

Í kvöld hringdi í mig mjög góður vinur minn sem ekki er sammála mér í pólitík."Þið" eruð að deyja út í  Reykjavík sagði ´ann.Þar átti hann við FF.Hvað meinaru spurði ég.Hefur þú ekki séð Fréttablaðið í dag spurði ´ann,Já hvað með það.Nú "Þið"missið 7% atkvæða.Jú þetta er að vissuleiti rétt hjá manninum.3.1% ef kosið yrði nú fengi listinn sem kennir sig við Frjálslynda og óháða.En ég er nú svo vitlaus að halda að þessi könnun komi ekki FF við,í sjálfu sér.

 

Er það ekki Margrét Sverrisdóttir já og eða Íslandsheyfingin sem tapar þessum 7 %.Er fyrrgreind Margrét ekki varaformaður hennar.Hefur ekki títtnefnd Margrét taunglast á að hún hafi verið kosin persónulegri kosningu til setu í borgarstjórn.Er hún ekki búinn að margafneita FF.Er það þá ekki hún sem er að tapa þessum 7 %.Hún hefur allavega setið lungan af tímanum sem staðgengill Ólafs F.Ómar Ragnarsson á að hafa bent á"sterka"stöðu Margrétar einhverstaðar í viðtali.3,1 % getur varla þótt sterk staða af formanni flokks.

 

Er það þá Íslandshreyfingin sem er með 3,1 % fylgi í Reykjavík.Mér finnst þessi hringekja Margrétar með eða án Ólafs og með eða án Ómars alveg með einsdæmum. Svo kemur rúsínan í pylsuendanum þar sem haft er eftir Margréti á síðu 4 í Fréttablaðinu:""Það er mjög jákvætt að kjörfylgi flokkana hafi ekki minnkað.Hún segist ekki samsama sig sig fylgi Frjálslynda flokksins,en rúm þrjú prósent styðja Frjálslynda og óháða.Enda er ég farin úr þeim flokki.""Hvaða heilvita manneskja sem vill láta taka sig alvarlega lætur svona endemis bull útúr sér.

 

Eftir þessum orðum Margrétar er hún með 0% atkvæði í Reykjavík.Segi og skrifa Núll prósent atkvæða.Það hlýtur að vera eftir því sem hún sjálf segir""ekki samsama sig fylgi Frjálslynda,en rúm þrjú prósent styða og(takið nú eftir)Frjálslynda og ÓHÁÐA""

 

Á hvers vegum er persónan Margrét Sverrisdóttir í borgarstjórn í Reykjavík.Íslandshreyfingunnar,Hún kemst ekki á blað í þessari könnun.Ég hef dáðst að Svandísi Svavarsdóttir og fundist hún standa sig með slíkum ágætum að hún ætti borgarstjórastólinn mikið frekar skilinn er Dagur B.En ég get satt að segja ekki alveg áttað mig á að önnur eins baráttu kona eins og ég hélt hana vera að hún skuli treysta á aðra eins"skoparakringlu"og títtnefnd Margrét er.

 

Og ég get ekki  hvernig sem ég reyni að fá nokkurn botn í svona"úr og í,Út og suður"pólítík Einhvertíma hefði nú Ómar Ragnarsson gert grín að svona hringli.En það er von að hann tali um sterka stöðu Margrétar 0%.Núll prósent.Gott veganesti fyrir verðandi forseta borgarstjórnar.Það er lán að forseti borgarstjórnar fær að"renna"frítt fyrir laxinn í Elliðaánum.Ef hún endist svo lengi í embætti.Varla verður varafulltrúi kosinn í það embætti ef aðalfulltrúinn snýr aftur til starfa.

 Steinn Steinar kvað eitt sinn:

"Í fjaska,á bak við allt,sem er

býr andi þess,sem var

Og andi þess,sem enn er hér

er ekki þar"

Kært kvödd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Mergrét Sverrisdóttir persé hefur fylgi 0,9 prósent borgarbúa sem passar við það atriði að hún hefur yfirgefið Frjálslynda flokkinn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.10.2007 kl. 02:16

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sorry þetta átti nú víst að vera Margrét.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.10.2007 kl. 02:16

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mikið er ég sammála þér Ólafur. Þetta er þvílíkt rugl allt saman. Trúlega er aðal ruglið lögin sem að leifa þetta. Það þarf greinilega að breyta lögunum. Því fólk er siðblint af valdgræðgi.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 15.10.2007 kl. 12:58

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mig langaði að nefna að við FF í Reykjavík erum alls ekki að deyja út, síður en svo. Segði vini þínum það næst þegar þú heyrir í honum, hann er velkomin í góðan h´po ef hann vill.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 15.10.2007 kl. 12:59

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nei, það eru sko engin dauðamörk á grasrót Frjálslyndra hér í Reykjavík.

En af hverju fæ ég aldrei mynd af þér á bloggið mitt Guðrún Þóra?

Óli fékk tvær í einu!

Árni Gunnarsson, 15.10.2007 kl. 23:11

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Algerlega sammála Óli, Margrét er ekki á vetur setjandi og á trúlega eftir að valda vandræðum og það yrði sennilega enginn undrandi á því.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.10.2007 kl. 20:29

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Virkilega góð færsla hjá þér félagi. En meðal annara orða þá hefur aldrei verið annað eins líf í flokksstarfinu í Reykjavík. Þetta get ég fullyrt enda verið með frá upphafi.

Sigurður Þórðarson, 19.10.2007 kl. 00:29

8 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Snilldar færsla. Pistill þinn um eldri borgara er ekki síður góður. Hef sett hann upp á heimasíðu flokksins (vona mér fyrirgefist það). Hann er stilltur á að birtast eftir tvo daga, þann 24. október! Get ekki birt of marga í einu, því þá detta þeir sem fyrir eru svo fljótt niðrúr síðunni.

Magnús Þór Hafsteinsson, 22.10.2007 kl. 13:02

9 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Og heimasíða flokksins er www.xf.is

Magnús Þór Hafsteinsson, 22.10.2007 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 536304

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband