6.10.2007 | 19:51
Eldri borgarar
Enn og aftur eru höfð fögur orð um gera eitthvað fyrir"gamlinga"þessa lands.Sjómenn,bændur og verkamenn sem eru komnir á eftirlaunaaldur.Þar á meðal fólk sem sleit út ungum líkömum sínum í allslags erfiðisvinni á "kreppuárunum"og gengur síðar á æfinni allt skakkt og bjagað vegna bakveiki.Ónýtra mjaðmaliða.ónýtra liða í öxl.o.sv.fr..o.sv.fr.Fólk sem er orðið það gamallt að því er skammtaður skítur úr hnefa.Að mínu mati skiftir það ekki máli hversvegna þetta fólk hefur ekki meiri bætur.
Flest allir af ef ekki allir í þessum hóp hefur lagt sitt af mörkum til þessa þjóðfélags sem við lifum við í dag.Yfir þessum hóp sveima svo starfsmenn TR eins og hrægammar yfir villtum mönnum í eyðimörk.Þeir voru svo uppteknir við að ná"svikurum"úr þessum hóp að þeir tóku ekkert eftir miljónaþjófnaði í eiginn ranni..Ég heyrði með öðru eyranu viðtal við forstjóra TR í gær að mig minnir.Þar var hann að tala um þetta verslings fólk sem kannske af hreinni vangá hefur yfirsést að gefa fram t.d 10-20 þúsund.
En svo var eins og hann væri hreykinn af þegar hann sagði eitthvað á þá leið að með þessu kerfi næðust"BÓFARNIR"Á sama tíma sem venjulegt gamalmenni sem hefur unnið við undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar á 40-50-60-starfsaldri er með miklum og nákvæmum rannsóknum úthlutað 80-90- þús kr á mánuði eru"gulldrengir"sem hafa unnið hjá sama fyrirtækinu 3 vikur verðlaunaðir með milljörðum úr sjóðum fyrirtækjum í almennings eigu.Það ætti að senda menn eins einn ónefndan mann sem eftir pólitískan feril fékk jobb við að skipulegga eina mestu vitleysu sem nú er á döfinni(að vísu búinn að missa jobbið en engin hætta á að hann hafi ekki fengið digran starfslokasamning) já og fl.sem hafa hreinlega baðað sig í peningum almennings á götuna og láta þá éta sk..eins og vissulega liggur í boðskap yfirvalda. nú um stundir.
Margir binda vonir við dóttir 1sta forstjóra TR sem nú situr stól ráðherra félagsmála.En hún sat nú í þessum stól hér á árum áður og ekki gerðist nú mikið þá nema kannske fleiri tilskipunum frá ráðuneytinu til að klóra eitthvað í einhverja bakka..Það eru svo þessar tilskipanir sem ráðherrar hafa gert,sem gera það að verkum að kerfið er í dag einn frumskógur sem enginn ekki einu sinni starfsmenn TR sjálfir,
Er nokkur von á öðru en mörgu gömlu fólki sem heyrir um allar þessar miljarða gafir og ofurlaun teljist sig svikið.Ég ef heldur aldrei skilið hvað orðið ábyrgð felur í sér í raun og veru.Þegar laun fyrir hana er ákvörðuð.Þegar ábyrgð byggir á mannslífum eru launin skorin við nögl.Liggi ábyrgðin í peningum er mönnum launað með óheyrilegum ofurlaunum.Eftir lestur á forustu grein Moggans í dag spyr maður sig,eru"eldri borgarar"séu að fá bandamann í honum.Þar stendur m.a:
""Í öðru tilvikinu voru launatekjur ellilífeyrisþega áætlaðar þrjár milljónir fjörutíu og níu þúsund. Í samræmi við það áttu greiðslur Tryggingastofnunar til hans að nema tæpum sex hundruð þúsund krónum. Raunverulegar tekjur reyndust vera tíu þúsund krónum hærri. Af þeim sökum á þessi ellilífeyrisþegi að endurgreiða Tryggingastofnun þessar tæpar sex hundruð þúsund krónur.
Í hinu tilvikinu voru launatekjur örorkulífeyrisþega áætlaðar þrjár milljónir tvö hundruð áttatíu og sjö þúsund krónur. Greiðslur frá Tryggingastofnun skyldu nema rúmlega níu hundruð og fimmtíu þúsund krónum. Raunverulegar tekjur reyndust vera tíu þúsund krónum hærri. Af þeim sökum skal örorkulífeyrisþeginn endurgreiða alla þá upphæð.
Kerfið er svo flókið og illskiljanlegt að það er nánast óhugsandi að venjulegt fólk sem á rétt á tryggingabótum frá Tryggingastofnun geti áttað sig á því hvaða áhrif þessar tíu þúsund króna viðbótartekjur geta haft á afkomu þess.
Þetta er í einu orði sagt fáránlegt og erfitt að skilja að svo vitlaust kerfi hafi getað lifað svo lengi sem raun ber vitni.
Það er augljóst að kerfið hvetur til skattsvika. Hvaða vit er í því að búa til slíkt tryggingakerfi?
Það er augljóst að kerfið er vinnuletjandi. Við búum við ótrúlega mikinn skort á vinnuafli. Hvers vegna ættum við með tryggingakerfi að draga úr vilja fólks til að vinna jafnvel þótt það sé komið á efri ár?
Það er áreiðanlega mikið verk að endurskoða þetta kerfi á þann veg að það verði skiljanlegt. En markmiðið hlýtur að vera að viðskiptavinir Tryggingastofnunar eigi auðvelt með að átta sig á hver réttur þeirra er og hvað getur haft áhrif á hann.
Velferðarkerfið er einn mikilvægasti þátturinn í þjóðfélagi okkar. Almannatryggingakerfið er einn veigamesti þáttur velferðarkerfisins. Það er augljóslega komið í öngstræti. Eins og á svo mörgum öðrum sviðum skapar fámennið okkur möguleika á að byggja upp velferðarkerfi sem getur verið öðrum þjóðum til fyrirmyndar.
Þess vegna eigum við að vanda okkur vel að þessu sinni við endurskoðun almannatryggingakerfisins og búa það þannig úr garði að það sé bæði gagnsætt og skiljanlegt.
Það er verkefni sem við hljótum að ráða við. Hér eru starfandi sérfræðingar á öllum sviðum sem eiga að auðvelda stjórnmálamönnum og embættismönnum verkið.""
Þetta var m.a. sem stóð í forustu greininni.Hvers vegna fá bara eldri borgara ekki leyfi til að vinna eins eins og þeim lystir en borga bara skatt af tekjunum.Ég geri ekki ráð fyrir að mikið af því fólki sem getur haldið áfram að vinna vinni sér inn neinar stórupphæðir,Svo spyr ég að lokum:Undan rifjum hverra rann þessi skrípaleikur sem nú er í lög komin.Að menn geti unnið að vild eftir 70 ára aldurinn.
Hverjum er það í vil að menn verði að hætta 67 ára en geti svo farið að vinna aftur 70.Það munar um hvert ár á þessum árum.Einnig þegar menn hafa ekkert gert í 3 ár er kannske erfiðara að komast í gang aftur.Einhverntíma kallaði ónefndur stjórnmálamaður samkunduna við Austurvöll "Gaggó West".Það mætti halda höfundar fyrrgreinda laga kæmi beint þaðan.Meinar fólk eins og Össur Skarphéðinsson.Jóhanna Sigurðardóttir þetta virkilega,Hefur þetta fólk aldrei séð gamlan verkamann?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ólafur þetta er góður pistill hjá þér og allt staðreyndir um meðferð á högum aldraðara, það er staðreynd að meirihluti Aþingis íslendinga hefur engan áhuga á að leiðrétta kjör aldraðara og öryrkja. Þessir þingmenn lofa öllu fögru fyrir kosningar en það eru bara svik og lýgi. Það sem mér finnst aftur á móti stórmerkilegt og í raun undarlegt, það er að fólk er að kjósa þetta lið yfir sig aftur og aftur þrátt fyrir að það sé að missa meiri og meiri réttindi, og þeir sem búa á landsbyggðini eru að tapa vinnuni sinni og einnig eignum.
Í næstsíðustu alþingiskosningum var rætt við fólk á förnum vegi og það spurt ertu ánæð/ ánæður með úrslit kosningana? Einn sem var ekki alveg ánæður með úrslitin svaraði á þessa leið: Er þetta ekki það sem meirihlutinn vill? verði því að andskotans góðu.
kv
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.10.2007 kl. 21:34
Mikið er ég sammála ykkur, hvar væri þjóðfélagið ef þetta fólk(aldraðir) hefði ekki slitið sig út hér áður fyrr á árum?
Helgi Þór Gunnarsson, 7.10.2007 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.