3.10.2007 | 17:11
Í lífsins ólgusjó
Fyrir 83 árum eða 1924 hljóp nýr togari af stokkunum hjá Cook Welton & Gemmell skipasmíðastöðinni í Hull.Eigendur voru Hellyer Brothers Ldt í Hull.Togarinn hlaut nafnið:" Imperialist"H143.Skipið var svo tilbúið á veiðar í febrúar 1925.
Við skipstjórn á hinu nýja og glæsilega skipi tók ungur Íslendingur Tryggvi Ófeigsson aðeins 29 ára gamall.Það vakti mikla athygli er hinir íhaldssömu bræður tóku þennan unga íslenska skipstjóra fram fyrir marga af sínum bestu og aflasælustu manna.Í æfisögu sinni segir Tryggvi frá því er hann.þá sem stýrimaður á Valpole.Mætir hann þá Geir Zoega og Owen Hellyer(annar af 2 Hellyers bræðrum hinn var Orlando) en þeir munu hafa fylgst með honum við störf við að sjóbúa Valpole
Þetta var á vertiðinni 1924.Eftir því sem Tryggvi frétti seinna mun Owen hafa litist vel á hinn unga mann.Geir á að hafa sagt við Owen að þarna sé gott skipstjóraefni fyrir hann,Einum túr seinna er svo Tryggvi boðaður á fund Owens á skrifstofu hans í Hafnarfirði(En þeir Hellyers bræður ráku útgerð sína að hluta í Hafnarfirði á árunum 1924- 1929)Erindi Owens við Tryggva var að bjóða honum skipstjórastarf á einum af togurum félagsins eða"Kings Grey"Ekki var það nýlegt skip en ágætt.Meðal fv skipstjóra á skipinu var landi Tryggva,Jón Oddson..Ákveðið að Tryggvi tæki skipið á vertíð 1925.
Í millitíðinni var hann svo á síld sem skipstjóri á"Helga magra"fyrir Ásgeir Pétursson og síðan eftir síldveiðar aftur stýrimaður á Valpole.Það var svo í nóv þegar þeir á Valpole voru í höfn að hringt var til Tryggva og í símanum var Einar Þorgilson útgerðarmaður í Hafnarfirði sem bað Tryggva aðfara til Englands og sækja þangað skip sem hann var að kaupa af Hellyers bræðrum.Skipið fékk nafnið"Surprise"
Þegar Tryggvi kom til Hull að sækja "Præsan"gerði Owen Hellyers boð fyrir honum.Hann bað hann að koma með sér út í Beverley-smíða dokkina og líta þar á skip sem þeir bræður ættu í smíðum.Þegar Tryggvi hafði skoðað skipið ásamt Owen þá spurði sá síðarnefndi hvernig Tryggva litist á skipiðTryggvi svaraði að sér litist vel á skipið,"Þú átt að taka þetta skip"sagði hinn enski stórútgerðarmaður.Þetta gekk eftir og á þessu skipi skapaði Tryggvi Ófeigsson sér frægð sem farsæll og mikill aflamaður og síðar farsæll útgerðarmaður.
Tryggvi talaði um að "hann"hefði verið vænn við"Hraunið" Það var haft samband við mig og mér sagt að maðurinn á myndinni sem heldur á fiskinum sé sennilega hinn góðkunni togaraskipstjóri Þorsteinn Eyjólfsson.Sem lést 13 apríl í vor rúmlega 100 ára gamall(F:11 sept.1906)Ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það.
Tryggvi var svo með Imperislist til ársins 1929.En það ár hættu Hellyers bræður allri útgerð á Íslandi en Tryggvi gekk inní félag með Lofti Bjarnasyni og Þórarni Olgeirssyni sem1924 höfðu látið smíða skip fyrir sig í Englandi sem hét"Júpiter"
Tryggvi tók svo við skipstjórn á Júpiter af Þórarni Olgeirssyni 1929.Það er af Imperialist að segja að 1931 var hann einn af fleirum enskum togurum sem þátt tóku í björgun skipbrotsmanna sf enska togaranum Howe GY 177 sem strandaði á skerjum út af Bogevik við Bjarnarey þ.19 nóv.1931.Howe sem var á leið á miðin við Bjarnarey hafði lent í miklu óveðri og byl villtist af leið og srandaði sem fyrr segir snemma morguns.Mjög vont veður var á strandstað og hafðist öll skipshöfnin við í brúnni eftir að neyðarkall hafði verið sent.
Enskir togarakallar að láta úr höfn
Loftskeytastöð á eyjunni náði neyðarkallinu og kom því til nærliggandi skipa.Meðan beðið var hjálpar reyndi einn úr áhöfn Howe,George Harmer að komast með taug þá 50-60 metra sem voru í land en sjórinn skolaði honum aftur tilbaka,Þ 21 um morgunninn reynir svo skipstjórinn á Imperialist T.Worthington að koma skipi sínu sem næst hinu strandaða skipi en varð frá að hverfa eftir að hafa rekið sitt skip einusinni niður.
Strandaðu enskur togari(Sargon)
Annar Hulltogari"Tomas Hardy"skipstjóri E.Drinkal náði að komast aðeins nær án þess að taka niðri og tókst að ná 1 lífbát frá Howe með 2 mönnum í.2 menn Ernie Hunter af Tomas Hardy og George Smith af Imperalist reyndu að komast á lífbátnum aftur að hinu strandaða skipi en urðu frá að hverfa.Á meðan höfðu 3 togarar"King Elf"frá Grimsby,"Cape Spartivento"og "Pennine"báðir frá Hull getað sett menn í land á öðrum stað á Eyjunni.Eftir 7 klukkutíma í byl og frosti komust þessir menn á strandstaðinn landmeginn.Þeim tókst að bjarga mönnunum í land og svo voru hinir sjóhröktu menn að fara með þeim sömu leið til baka,
Mönnum bjargað af strönduðu skipi með björgunarstól
King Elf tók svo skipbrotsmennina til Tromsö.Enski konungurinn heiðraði svo marga úr áhöfnum fyrrgreindra skipa1938 er Imperialist svo seld til Frakklands og skírð:"Administrateur De Bournat"1940 er svo skipið hernumið af Enska flotanum.fær nafnið"HMT Bretwalda"og er notað til tundurduflaslæðinga,13 okt
Togarar við tundurduflaslæðingu
1944 lendir skipið í árekstri við hollenskan kafbát á Clyde fljóti.Gerður hafær á ný.1946 kemst svo skipið í eigu St.Andrews Steam Fishing Co Ltd í Hull og fær nafnið"White Nile"H39.Skipið er svo selt til Pollands og fær nafnið Jupiter.Einkennileg tilviljun,Skipið síðan rifið 1960.Þar lýkur sögu skips sem kom við sögu togaraútgerðar á Íslandi
Fylkir 1 hleypur af stokkunum 1947
22 árum seinna hleypur annar nýr togari af stokkunum hjá sömu skipasmíðastöð Skipið fær nafnið"Fylkir"og eigendi er Fylkir h/f í Reykjavík einn af aðaleigendum þess félags var Aðalsteinn Pálsson sem var 1sti skipstjóri á hinu nýja skipi.
Síðan tók ungur maður Auðunn Auðunsson við skipstjórn.Árla morgun 14 nóv.1956 var Fylkir að veiðum 25 sjm N af Straumnesi.Togarinn var búinn að vera á miðunum fyrir vestan í 8 daga en allan þann tíma hafði verið hið versta veður.Þennan morgunn var veður með besta móti,en þó um 10 vindstig og þungur sjór,Kl 0720 voru skipverjar að taka inn belginn á vörpunni.Varð þá skyndilega mjög mikil sprenging undir síðunni.Var hún svo kröftugt að allt færðist úr lagi um borð í togaranum:ljósavél hans stöðvaðist,loftnet slitnuðu niður,þungar hurðir í skipinu fóru af hjörum og þeir skipverjar sem voru í kojum sínum,köstuðust fram á gólf.Það leyndi sér ekki að það myndi hafa verið tundurdufl sem sprakk undir síðu skipsins Hafði það tætt stórt gat á fiskilest þess og fossaði sjórinn þar inn Í fyrstu gerðu skipverjar sér vonir um að unnt yrði að bjarga skipinu það með því að beita öllum dælum þess.
Strax eftir sprenginguna hafði Jörundur Sveinsson sent út neyðarkall en hann var ekki viss hvort nokkur hefði heyrt það vegna þess að loftnetin höfðu slitnað sem fyrr segir,Það var vitað af skipum ekki langt í burtu og því skotið upp neyðarflugeldum.Auðunn hafði eftir að menn höfðu komið björgunarbát og fleka skipað mönnum sínum að yfirgefa skipið.Flestir mannana komust í björgunarbátinn,en nokkrir á flekann.Þeir voru síðan teknir um borð í bátinn.Allir mennirnir,að tveim undanskildum að voru ómeiddir..Ólafur Halldórsson,háseti,sem hafði úr axlarlið og Gunnar Eiríksson sem hafði fallið í sjóinn er hann ætlaði að stökkva um borð í björgunarbátinn.Náðist Gunnar brátt,en þá hafði hann sopið nokkurn sjó og var orðinn þrekaður.Stuttu seinna hvarf happaskipið Fylkir í djúpið.b/v Hafliði undir stjórn Alfreðs Fimbogasonar bjargaði nokkru seinna skipsbrotsnönnum
Fylkir 2 fékk nafnið"Ian Flemming" H396
2 árum eftir þetta og 35 árum eftir að fyrstumtalaða skipið varð tilbúið hljóp nýtt skip af stokkunum hjá Cook Welton & Gemmell í Hull.Það hlaut nafnið"Fylkir"RE 171Eigendur hins nýja skips var Fylkir h/f í Reykjavík.Við skipstjórn á hinu nýja skipi tók fyrrgreindur Auðunn
Hann var svo með skipið í nokkur ár þar til Gunnar Auðunsson bróðir Auðuns tekur við stjórninni,Þ egar þarna er komið sögu var byrjunin á endi"Síðutogarana"að fara á stað1966 er skipið selt Newington Steam Trawling Co Ltd í Hull og fær nafnið:"Ian Flemin"(nafnið á höfundi bókanna um James Bond) H396.25 des 1973 strandar skipið á skeri inn á Havoysundfjord..Á annan dag jóla fóru skipverjar í björgunarbáta sem höfðu verið sjósettir strax eftir strandið.þ15 skipbrotsmenn fóru í annan en David Atkinson skipstjóri ásamt 5 öðrum fóru í hinn.Sá bátur hafði ekki"blásið"sig eðlilega út og hvolfdi og 3 menn druknuðu.David Atkinson (38 ára)missti sín skipstjórnarréttindi í 2 ár.Ian Flemming sökk svo við skerið 5 jan 1973.
Hér líkur sögu þriggja skipa sem áttu það sameyginlegt að hafa verið byggð á sama stað höfðu öll íslenska aflamenn sem sína fyrstu skipstjóra.Þessi upprifjun mín er mest ætluð mér sjálfum til að drepa tíman.Og einnig til að halda á lofti hve áríðandi er að við stöndum vörð um öryggi sjómannsins í dag. Einnig ef einhver hefur nennu til að lesa þetta,að halda á lofti minningunni um þá sem ekki snéru aftur.
Kannske er líka löngun hjá manni til að bæta fyrir áhugaleysi sem allavega ég var þátttakandi í varðani öryggismál..Löngun til að vara við:"ert þú ert sjóhræddu"farsanum.Og ef einhverjum af sjómönnum voguðu sér að skrifa um öryggismál. var hann jafnvel spurður"hver skrifaði þetta fyrir þig"Ég hef undanfarið verið að halda á lofti nauðsyn þess að afætugræðgismenn sem kenna sig við samheldni og heri.Og þeir sem "ríða um héruð"til niðurbrots á sæmilegum lífskjörum manna. fái ekki að svifta okkur þessum degi.sem heitir"Sjómannadagur"og EKKERT annað.Það eru til lög um Sjómannadaginn,þar segir m.a.:" Við tilhögun Sjómannadags skulu m.a. eftirfarandi markmið höfð að leiðarljósi:
"2. grein a) Sjómannadagsráð hefur með höndum hátíðahöld Sjómannadagsins ár hvert í samræmi við stofnskrá um Sjómannadag frá 1937 og lög um Sjómannadag, nr. 20, 26.mars 1987.
- Að stuðla að því að Sjómannadagurinn skipi verðugan sess í íslensku þjóðlífi.
- Að efla samhug meðal sjómanna, hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttarinnar og stuðla að nánu samstarfi þeirra.
- Að heiðra minningu látinna sjómanna, þá sérstaklega þeirra sem láta líf sitt vegna slysfara í starfi.
- Að heiðra fyrir björgun mannslífa og farsæl félags- og sjómannsstörf.
- Að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómanna og mikilvægi starfanna í þágu þjóðfélagsins. ""
Þeir forustu menn Sjómannasamtaka sem góðkenna einhverja:Dagur hafsins,Bryggjudag eru í reynd að brjóta lög.,Á sjómannadeginum á að vekja athygli á slysavörnum.Þar eru Sæbjargar menn í forustu.Björgunum manna úr sökkvandi,brennandi strönduðum skipu Þar eru starfsmenn Landhelgisgæslunnar fremstir meðal jafninga.Þeir hafa sýnt snilld sína dirfsku og karmennsku svo um munar.Megi þessir 2 aðilar vinna saman að öruggari heimi fyrir sjófarendur í dag.Þetta var sagt einusinni eftir eitt sjóslysið
""Þeir berjast við náttúruöflin fyrir björg og brauði.Sjórinn er örlátur og stórgöfull.þegar vasklega er eftir sótt,En hann er líka ósjaldan stórhöggur:"Mik hefir marr/miklu ræntan/grimt es fall/frænda að telja/ svo kvað Egill.Og ófáir eru þeir Íslendingar,sem eins hefðu mátt mæla öll þau ár,sem síðan eru liðin.Og íslenska þjóðin öll finnur:"opið ok ófullt standa sonarskarð"er særinn vann henni nú"".
Og þeir sem lifa í London í vellystingum af sínum parti af stæsta ráni allavega N Alpafjalla og hafa gert alla daga að"degi auðsins"geta haldið sín garden party og Bank Holyday með öðrum.Ég held að Brigg sé dauður en annars hefðu þeir getað þráttað við hann um hvort ránið var stærra hans rán eða þeirra Ef einhver hefur haft nennu til lesturs hingað,sértu kært kvaddur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.2.2018 kl. 19:17 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góóóóður Óli, það er ekki vandi að hafa gaman af þessum samantektum þínum, takk fyrir mig.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.10.2007 kl. 20:11
Frábær pistill Ólafur eins og svo margir aðrir frá þér .
stórkostleg samantekt.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.10.2007 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.