Með"skítugum skónum"

 

Það endar nú með því að venjulegur íslenskur verka/sjómaður missir allan trúnað á íslenskt réttarfar.Eiga miljónaþjófar virkilega að komast upp með verknaðin.Það hlýtur að enda með því að menn missa allt álit á réttarfarinu og öllum þessum"augnabliksmönnum" sem stjórna þessu landi og láta nokkra"gullskeiðadrengi"sem sanka að sér miljarða komast upp með það,meðan stórhluti af þjóðinni lepur skít úr skel.

 

Ég hef svokallaðan"skertan grunnlífeyrir"vegna búsetu í Svíþjóð um 15 ára skeið.Fyrir bragðið fæ ég ekki afsláttarkort(gráa kortið)og verð að fara uppí 18000 kr með lækniskostnað,Ég er 69 ára og hef  verið sjómaður síðan ég var 14 ára  en varð að hætta 2004 vegna veikinda.Reyndi aftur að vinna en varð að hætta aftur vegna veikinda.Nú er svo komið að ég fæ útborgað frá TR:47.608.Lifeyrissj:48.524.Samtals á Íslandi:96.132 ísl kr per mán kr.Frá Svíþjóð. 2369.00 s kr per mán.Samt. tæp 119 þá mán.

 

                   

Ég er vel meðvitaður að mestur hluti af þessum rýra ellilífeyri er mér sjálfum að kenna.Og með peninga hef ég aldrei getað farið með.Og maður gæti þessvegna sagt "þeim svíður er undir mígur"og ég er ekki að leita eftir neinni samúð langt frá því.Á mínum  yngri árum var "Bakkus"konungur mér kær.Svo kær að ég mátti vart af honum sjá nema þegar ég var á sjó.Bakkus krafðist mikils skatts og þessvegna notaði maður alltaf tækifærið sem gafst til að taka út úr lífeyrissjóði.Þegar Lífeyrissjóður Sjómanna var stofnaður hét hann"Lífeyrissjóður togarasjómanna "Þá gat maður tekið út inneign sína þ.e.a.s.það sem maður sjálfur hafði borgað í sjóðinn ef maður var ekki á togara í 9 mánuði.Nú svona skemmtilegur maður eins og ég var,þegar við Bakkus vorum og hétum þoldi lítið að vera blankur.

 

                                 

Ég var svo svakalega skemmtilegur að ég hélt uppi heilu byggðarlögunum af skemmtilegheitum.Svo sagði fólk kannske,eftir að mínu mati vel heppnuð skemmtiatriði kvöldið áður"djöf... gast verið hundleiðinlegur í gær drengur"Ég held að stjúpa mín hafi aldrei fyrirgefið mér  að ég hrakti allar vinkonur hennar á braut á fertugsafmælinu hennar fyrir ca 47 árum síðan.Eftir að mínu mati óvenju vel heppnuð skemmtiatriði.En svo leið tíminn og við Bakkkus urðum óvinir og erum það enn.En þetta var nú útúrdúr.Aftur til verukeikans sem blasir við mér í dag.

 

Í síðustu viku þurfti ég suður á spítala.Réttara sagt á Borgarspítalan í svefnrannsóknir.Í farteskinu hafði ég beiðni frá lækni hér í Eyjum um "Sneiðmyndatöku"vegna gruns um að eitthvað sé að í meltingar færum og eða einhverjum öðrum"færum".Til að gera lengri sögu stutta þá kom ég upp í Mjódd með fyrrnefnda beiðni.Þar var mér sagt að ég yrði að greiða 11000 kr fyrir myndatökuna.Ég með mínar 15000 kr ínn á banka reikning þurfti að taka ákvörðun um hvort ég léti kíkja á ummrædd "færi"í mér og svelti svo að mestum hluta til næstu mánaðarmóta eða hvort ég léti eftir mér nokkrar "pylsur með öllu"á"skýlinu".Ég valdi pylsurnar.Jæja svo var það heimferðin.

                               

Ég kom á Umferðarmiðstöðina og bað um farseðil til Þorlákshafnar.Ég fékk farmiða á fullu verði 1000.kall(maður hefði nú ekki látið sér nægja rútu á skemmtilegheitaárunum)Ég sagðist vera ellilífeyrisþegi"þetta segið þið allir"sagði stúlkan."sýndu mér ellilífeyriskortið"sagði hún svo."Það hef ég ekki"sagði ég sannleikanum samkvæmt.Þarna sérðu sagði´ún þá.Að lokum féllst hún á að láta mig hafa afslátt eftir að ég hafði sýnt henni bankakort sem ég var með.Vegna þess að ég fluttist af landi til atvinnuleitar vegna þess að stjórnvöld eru eiginlega búinn að ganga af stétt þeirri sem ég tilheyri(skipstjórnarmenn á farskipum)dauðri er mér nú satt að segja refsað.

 

 

Ég fæ ekki svokallað"gráa kort"sem mér skilst að ellilífeyrisþegar fái við 67 ára aldur.Og ég verð að fara uppí 18.000 kr með lækniskostnað þegar aðrir"gamlingar"fá afslátt eftir 4500 kr.Ég endurtek ég veit vel að ég klúðraði lífeyrissjóðnum og fl og kom mér sjálfur í þessa stöðu og er ekki að biðja um neina samúð.En ég er ósáttur út af þessum 2 kortum sem ég fæ ekki vegna skitinna 20.000 króna sem ég fæ í Svíþjóð.Og mér finnst satt að segja ömurlegt að heyra þegar stórþjófar sleppa með feng sinn og fá kannske orðu frá forsetanum fyrir vel unnin störf.Hvað nú ef ég fengi kunninga minn til að stofna með mér hlutafélag og við keyptum t.d 3 skóflur.Þ.e.a.s skóflunar yrðu eign hlutafélagsins og svo myndi ég berja,segjum fv forstjóra fyrirtækis í hausinn með einni skóflunni.Nú ef málinu yrði ekki vísað frá þá hlýtur dæðið(ég sleppi óinu) að dæmast á skófluna.

 

Það er hvað eftir annað vaðið yfir almenning í landinu á koldrullugum skónum af þessum stórþjófum og allslags svikurum sem kenna sig við pólitík Hvernær kemur virkilega kornið sem fyllir mælirinn.Kært kvödd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þegar maður les þetta verður maður svo reiður út í "kerfið" ekki horfi ég til með mikilli tilhlökkun að "þurfa að eiga við þetta kerfi okkar".

Jóhann Elíasson, 19.9.2007 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband