Ferjur m.m

                   

Jæja nú stendur til að kaupa nýja ferju.Valið stendur til með að vera á milli þessara tveggja skipa hér að ofan.Hefur ráðherra samgöngumála kallað skipaverkfræðinga í Færeyjum til ráðgafar vegna þess að engum úr þeim geira er treystandi hér um slóðir til skipakaupa.Til að byrja með á hún að sigla til Grímseyjar eða þangað til ferjan sem keypt var til þeirra siglinga verður til.En gæti svo tekið við Bakkafjörusiglingum ef verktökum tekst að halda öllum grjótgörðum á sínum stað en þangað til eru ár og dagar að haldið er.En eins og kunnugt er voru sprenglærðir spekingar sendir út um allan heim til að finna nýjan farkost fyrir Grímseyinga.Eftir langa leit fundu þeir mjög ódýran farkost í Hong Kong

Eins og sést á meðfylgandi mynd þarfnast skipið"aðeins"smáviðgerðar.En aðstoðarmaður ráðherra samgangna segir það smáræði.Því að samið hafi verið við skipasmíðastöð í Thailandi sem stendur dálítið tæpt og verði bara borgaðar nokkrar"millur"á mánuði svo stöðin lafi,En eftir viðgerðir verði eiginlega komið nýtt skip sem verði mjög svo ódýrt í rekstri

En svona mun skipið líta út eftir þessar breytingar sem munu taka nokkur ár, það er að segja ef skipasmíðastöðin fer ekki"hausinn"á meðan.Afgangar og bútar munu svo notaðir til að laga 2 smáferjur sem keyptar hafa verið í Singapore til flutninga meðan þjóðvegakerfið er að jafna sig á síauknum þungaflutningum

                   

En fv og núverandi ráðherrar samgöngumála ásamt fv og nv aðstöðarmönnum munu vera á förum til Singapore til að verða viðstaddir mikla heimildakvikmyndahátíð en heimildarmynd um ferjukaup íslendinga sem tekin hefur verið mun hafa verið tilnefnd til æðstu verðlauna þar.Einnig hefur verið gerð tölvumynd um svokallaða Bakkafjöruhöfn

        

Eru hér nokkrar stillimyndir úr umræddri tölvumynd

                

                   

En þetta er nú bara fíflalæti í gömlum karli sem þykist vera sniðugur.En mig langar til að sýna ykkur myndir af alvöruferju sem siglir á milli hafna á annari en þó minni eyju í N-Atlantshafi .Þ.e.a.s M/S"Smyrill"í Færeyjum.Þeir eru sko ekki í vandræðum með ferjubransan þó þar búi ekki nema um 50,000"Sálir"

  

     

 

 Það er auðvelt að láta sig dreyma og láta sem þessar myndir séu teknar hér við Eyjarnar.Þótt þetta skip sé kannske aðeins of langt en það á ekki að vera neitt vandamál því við höfum mjög góða skipaverkfræðinga sem er í lófa lagið að stytta það um eina 10 metra.Nú svo höfum við góða stjórnmálamenn með æfingu í svoleiðis hlutum.Að lokum læt ég fylgja mynd sem tekin er af einum nýjasta"Fossinum""Stórafoss"sigla út úr höfninni í Ijmuiden

Myndirnar eru teknar ófrjálsri hendi úr"shipspotting.com".Kært kvödd

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef það á að fá kafbát í staðinn fyrir Herjólf til að sigla á Bakkafjöru, þá er best að segja mönnum það strax að enginn nógu og stór hefur verið smíðaður.  Hvað á að segja það oft að Bakkafjaran gengur ekki upp.

Jóhann Elíasson, 18.8.2007 kl. 20:15

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Þú ert sniðugur karl það verð ég að segja.. flott hjá þér.

Kolbrún Stefánsdóttir, 19.8.2007 kl. 13:41

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Fínar myndir óli, kv.

Georg Eiður Arnarson, 21.8.2007 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband