Ferðasaga 2

     

Andreas Krossá                    

Kafteinninn                                                      "Jólaskipið"laust úr klóakinu

 Mig langar tilað taka ykkur aftur í ferðalag.Það hefst eiginlega i Port Stanley á Falklandseyjum.Við höfðum losað jólavöruna í Port Stanley,Meðan við stöðum þar við hafði komið "telex"frá útgerðinni um að til stæði að"slutte"(danirnir kalla að skipið se "sluttet"þegar búið er að semja um næsta farm)til flutninga á"Imo Cargo"(sprengiefni og hættulegum farmi)frá Santos Brasilíu til nokkurra hafna í Carribean.,Svo nú var stefnan sett á Santos og fljótlega fengum við lestunnarlista og fyrirmæli um að skipuleggja lestunina í samræmi við IMO reglugerðir.Þetta kostar mikla vinnu vegna að sumt mátti ekki vera undir dekki og sumar tegundir verða vera í ákveðinni fjarlægð frá annari.Seinna á leiðinni kom svo staðfestingin á lestunni.

 

    

Marianne Danica                         og            "Gamli Landinn"                 

 Við komum svo eins og ég sagði frá til Santos þ 19 nov 2003.Við höfðum"Cargoplan"tilbúið við komuna til Santos.Ég var búinn að segja ykkur frá "gamla landanum"sem lá þarna í höfninni,lá þar lúinn með sína stb slagsíðu og upplitaða fána.Ég man nú ekki lengur fjöldan á gámunum sem við lestuðum.Ég hafði þetta allt í bókum sem ég hafði skrifað allar lestanir á öllum skipum sem ég sigldi á  hjá H.Folmer.Ég hafði fyrir vana að gera skissu af öllum lestunum í stílabækur sem ég geymdi og gat svo oft stuðst við þegar lestað var.Nú hef ég glatað þeim(sennilega í flutningum)og sakna þeirra því oft var gaman að fletta upp í þeim og rifja upp ýmislegt sem kom upp við hinar ýmsu lestanir

 

                                        Santos

Frá Santos

 Nú það tók ekki langan tíma að lesta í Santos og um morguninn 20 sigldum við þaðan.Ég verð að viðurkenna að ég einhvernveginn vorkenndi skipinu sem einusinni hét eftir bróðir fyrsta landnámsmannsins,að skilja svona við hann yfirgefinn af  íslendingum sem hann hafði þó þjónað vel og flutt mikil verðmæti að landi.Nú lá hann þarna hallaði undir flatt og svei mér þá ef hann stundi ekki þegar hann veifaði sínum upplitaða fána  kveðandi um leið og við sigldum framhjá honum á leið út úr höfninni..Ofurseldur útigangsmönnum og rottum.

 

Paramario     Surinam

Gömul mynd frá Paramario       Surinam

Fyrsta losunarhöfn var Paramario í Surinam.Ég hafði komið þar nokkrum sinnum áður og kunni vel við fólkið,þarna er mikil fátækt en allt hreinlegt og maður gat farið óáreyttur þarna í land.En í þetta sinn var stoppið stutt.Komum þangað kl 0300 þ.1sta des og fórum aftur kl 2000.Þaðan var ferðinni heitið Georgetown í Guyana..Við vorum varla komnir inn í landhelgina ar hraðbátur kom á móti okkur og vopnaðir verðir settir um borð.

 

Maður með mönnum                  Tveir verndarar

Sumir þykjast vera maður með mönnum.                   2 af "verndurunum 

 Á þessum slóðum eru "sjóræningar"oft athafnasamir.Þessir verðir voru svo um borð meðan við losuðum í Georgetown og Linden sem var næsta höfn og svo út úr landhelginni aftur,Eftir losun í Georgtown sem var í pramma úti á ytri höfninni var ferðinni heitið sem fyrr sagði  lengra upp með fljótinu Delemara til bæjar sem heitir Linden en þar er stór gullnáma Omani .Nú þessar losanir gengu átakalaust fyrir sig.

Omai gullnáman                      Linden

Losun í Linden

Verndararnir                       Delemara 1 

"Verndararnir"                                                   Við Delemarafljót

 Ég á eftir að víkja aftur að Georgetown en við áttum eftir að koma aftur þangað til lestunnar..Næsta  höfn var svo Port of Spain á Trinidad en þangað var sólarhrings sigling frá Georgetown.Við komum til P.S um 7 leitið um morguninn 8 des.Búnir að losa og farnir um 4  um daginn.Þetta var í fyrsta skifti sem ég kom til P.S.

Delemara 2       Delemara 3

Við Delemara 

En ég hafði nokkrum sinnum komið til annarar borgar á Trinidad Point Lisas.En ég hef verið allt í allt í um 2 ½  ár að þvælast um Carrabean á skipum félagsins..Eitt sinn "munstraði"ég á eitt skipið í Point Lisas.Ég hafði stóra upphæð að mig minnir 20.000 US $ meðferðis til skipstjórann frá útgerðinni.Ég var settur á hótel eftir flug Kastrup- London -Grenada-Trinidad.Ég bað agentinn sem keyrði mig til hótelsins að biðja um öryggishólf þegar við kæmum þangað.

Georgetown  Lóðsin upp Delemara River Georgetown

Losun                og lóðsinn upp Delemarafljótið

Því að glæpir eru mjög tíðir í þessari borg og ég þorði ekki fyrir minn litla líf að vera með svona mikla peninga í hótelherberginu.Þegar við komum í mótökuna og agentinn hafði talað við manninn í móttökunni opnaði sá síðarnefndi stóran læstan peningaskáp og tók út eina skúffu og rétti mér.Í skúffunni lá pappirsnepill sem ég í fávisku minni hélt að væri einskonar kvittering sem ég ætti að taka sem ég og gerði. og stakk síðan í vasann án þess að athuga hann neitt.Ég þurfti að bíða komu skipsins í 3 daga.

Porto Spain     Point Lisas  

Port of Spain                                  Point Lisas

Ég hafði ekki mikinn áhuga á að sjá mig um fannst"andrúmsloftið"ekki passa mér svo ég hélt mig bara á loftkældu herberginu drakk ferskan kaldan ávaxtasafa (var hættur í þjónustu Bakkusar er þetta var) og las eða horfði á sjónvarp.Það var svo á öðrum degi að ég var að ná í eitthvað í jakkanum.Dettur þá ekki þessi bréfsnepill á gólfið,Ég tek hann upp og brýt hann sundur.Það sem ég hafði í minni hreiræktaðri íslensku fávisku haldið að væri númer á skúffunni sem peningar útgerðarinnar væru geymdir var óvart ávísun uppá 280.000 Trinidad $.Ég flýtti mér í snatri og náði tali af Hótelstjóranum og sagí honum frá þessum mistökum.

 

CarrabeanTrinidad 

Ég skildi nú lítið af orðaflauminum (þarna var töluð svokölluð Trinidadian Creol English)í honum en hann ætlaði mig alveg að éta og faðmaði mig og kyssti(þó að kynvilla sé bönnuð  þarna með lögum)dansaði svo í kring um mig og klappaði saman lófunum.Þegar steppdansinum lauk sagði hann að héðan í frá væru þær veitingar sem ég þyrfti að borga sjálfur á reikningi hússins"On the house".

Trinidad       

Frá Trinidad 

Svo spurði hann mig að því hvort mig vantaði ekki einhvern til að horfa með mér á sjónvarpið.Ég skildi nú fyrr en skall í tönnum og þar sem ég var nú orðin eins og"gamli Ford"gamall og seinn í gang og á þesum tíma eyðni og alsæmis afþakkaði ég gott boð.Eftir þetta var mikið verið að koma með kaldan ávaxtasafa til mín.Og stundum"dvöldust"þeim svolítið dömunum svona við að "þurka af"eða"hagræða rúmfötunum"en ekki hrökk sá gamli í gang þó svo að hamast hafi verið á sveifinni.Kannske vantað meira "innsog".

 

Þjóðarblóm tr

Chaconia þjóðarblómið á Trinidad

Ég fékk það aldrei alveg á hreint þetta með ávísunina.En hún hafði verið talin týnd og tröllum gefinn þangað til að"gamli Fordinn"uppalinn á Íslandsmiðum kom henni til skila.Einnig vissi ég ekki um gengið á Trinidad $.En þetta var nú útúrdúr frá ferðasögunni  í des 2003.En ég ætla að láta þetta nægja í bili.Þetta er nú ekki skrifað til neinnar frægðar á neinn hátt heldur eru þetta  bara gamall kall að láta hugan reika til baka og ef einhver hefði gaman af að taka þátt í "reikinu"Kært kvödd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessar ferðasögur eru einhver sú besta lesning sem ég hef fengið lengi (ekki setja sjálfsálit mitt alveg niður í "kjallara" með því að segja að ég sé ekki nógu og menningarlega sinnaður).  Ég bíð spenntur eftir næsta hluta.  Þakka þér kærlega fyrir.

Jóhann Elíasson, 13.8.2007 kl. 10:09

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Enn ein kaflin komin /þetta er frábær lesning!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 15.8.2007 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 535995

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband