4.8.2007 | 23:49
Ferðasaga
Þar sem maður finnur ekkert sérstakt til að rífa kjaft yfir þá langar mig að segja ykkur smá ferðasögu.Enda er ekki gott að vera alltaf með einhverja déskotans neikvæðni,Það fer illa með sálina.Ég sigldi nokkur ár hjá danskri útgerð H.Folmer(Sömu útgerð og á"Danica White"skipið sem rænt var fyrir 2 mánuðum síðan)Þessi ferð minnti dálítið á stykkjagóssflutninga hér áður fyrr.Ég hafði komið um borð í M/S"Marianne Danica"30-09-2003 í Glasgow.Skipstjóri var góður vinur minn færeyjingur að nafni Andreas Krossá.Þaðan var svo ferðinni heitið til Shorehamn.En þar áttum við að lesta stykkjavöru (General Cargo) til Port Stanley á Falklandseyjum.Við komum svo til Shoreham þ 03-10 og komum þá beint í helgi Og byrjuðum að lesta þ.06.
Lestun í Shorehamn
Við vorum svo 5 daga að lesta,Í fyrstu var ég mjög ósáttur við aðferðina.En brettum var kasserad og troðið faktíst í hverja rifu.En svokallaður"Supercargo"(hleðslustjóri)fullvissaði mig um að þetta væri vaninn við lestun til Falklandseyja.Við losunina þar komst ég svo að raun um að það reyndist rétt,Daginn sem við komum kom "agentinn"að sjálfsögðu um borð.Hann sagði okkur að það væri vaninn að skipin sem færu þarna niðureftir tækju yfirleitt eitthvað af"gæludýrum"með t.d, hunda og ketti.Þetta kæmi í staðin fyrir einangrun á dýrunum er komið væri á áfangastað.En núna væri bara búið að panta fyrir eitt dýr og væri það hvolpur,sem myndi koma um borð á mánudag.,Nú á mánudag var svo komið með hvolpinn litla tík sem kölluð var"Arven"Skipperinn afgirti strax rými fyrir hana á sinn hvorum brúarvængnum,
Andreas og Arven
Við lestunina varð maður þess var að Bretunum var alls ekki um þessa flutninga sem eru mikið niðurgreiddir af breska ríkinu.En á Falklandseyjum búa um 2000 manns,fyrir utan um 2000 manna herliðs sem er á eyjunni.En herinn sér sjálfur um sína flutninga þangað.En vörur kosta það sama úr búð á eyjunum og í Englandi.En þetta var síðasta lestun í Englandi fyrir jól.Svo að við vorum kallaðir"Jólaskipið"Við lögðum svo af stað frá Shorehamn þ 10-10.áleiðis tl Cap Verde eyja en þar áttum við að taka olíu,
Marianne Danica og "Supercargoinn"í Shorehamn
Það var nú tíðinda lítið á leiðinni,Við fórum utan við Traffic separation zónana(aðskildar siglingarleiðir)við Ouessant og Finisterra svo við slippum við aðal traffikina,Littla Arven var hin sprækasta og vann strax hug og hjörtu áhafnarinnar.Besti leikurinn hjá henni var að elta svampbolta sem við hentum út á gólf,Hún kom svo með boltann horfði á mann og beið þar til maður tók hann af henni og henti svo út á gólf.En svo fór hún að sýna einhver merki um að eitthvað væri að.Hún hafði alltaf minni og minni lyst á matnum og héldum við fyrst að hún væri sjóveik.En A-kul var og veltingur töluverður.
M/V Maninha ex Esja á Cap Verde
Þ 19/10 um hádegi komum við til Cap Verde.Mér duttu nú flestar dauðar lýs úr höfði er ég uppgötvaði skipið sem lá fyrir framan okkur við bryggjuna.Var þar ekki kominn "gamall kunningi"eða M/V"Maninha"sem áður hét"Esja"og var byggð á sínum tíma hjá Slippstöðinni á Akureyri.Ég hafði einmit leyst af sem stm á því skipi um tíma en þá var það undir stjórn Boga Einarssonar þess merka skipstjóra sem nú er látinn fyrir nokkrum árum.Ég hitti einn af skipverjum/vaktmann en ekki urðu samræðurnar vegna tungumála erfiðleika."Cap Verdi verri god best shipp"sagði hann.Eftir vatn og olíutöku var lagt af stað aftur,Sama A kulið og sami veltingurinn var.Allt gekk að óskum nema okkur virtist alltaf draga af litlu Arven.Lystin virtist alltaf fara þverrandi.Andreas reyndi eins og hann gat til að fá hana til að borða en allt kom fyrir ekki..Og boltinn var ekkert skemmtilegur lengur.Svo var það um morguninn þ 27/10 að ég kom uppí brú um lá svartur plastpoki með einhverju í á gólfinu og þegar ég þreifaði á honum fékk ég grun minn staðfestan,Litla Arvin var dáin.Það er ótrúlegt að sjá glitta tár í augum sumra þessara drenga sem telja"very cool"yfir litlum hvolpi.En svona er það nú..Menn voru miklu hljóðari það sem eftir lifði ferðar.
Andreas að reyna að mata litlu Arven
Við komum svo til Port Stanley að snemma að morgni þ 4/11.Þá vildi ekki betur að þegar við vorum að leggja að bryggju bilaði"gírinn við aðalvélina svo að"Jólaskipið"kom eiginlega upp í sjálfa aðalgötuna.Og ekki nóg með það heldur strönduðum við,við aðalklóak bæjarinns(þar eru ekki neinar dælustöðar sem pumpa"skítnum"langt út á haf)Eftir að allur floti heimamanna var komin á vettfang og með að hífa í akkerið(sem hafði verið notað til að reyna að stoppa skipið)komumst við á flot aftur og að bryggju.Eyjaskeggar gerðu góðlátlegt grín að öllu saman og sögðust adrei hafa fengið"Jólaskipið"uppí aðalgötuna fyrr.
Ég minnist þess ekki að hafa komið í höfn þar sem maður hefur verið eins velkominn í eins og þarna,Eyjaskeggjar voru mjög vinalegt fólk sem virtust vera mikið blandaðir,.Landslag minnti á Ísland.Þegar við komum í nóv. var vor.Veturinn ekki alveg búinn.Þurftum að stoppa 3 eða 4um sinnum vegna að það byrjaði að snjóa.Eyjabúar lifa aðallega á landbúnaði.Eina frakt frá Eyjunum er ull og gærur.Mér skilst að allur fiskikvóti sé leigður til útlendinga,Ekki var nú losunargræjunum fyrir að fara.En losað var með skipsbómunum.Það var ein af ástæðunum fyrir að skipið fékk þessa flutninga að það var útbúið bómum.Það fór svo nokkrar ferðir en ég varð að hætta er heim var komið úr þessari ferð vegna veikinda.En það er önnur saga En farnar eru að mig minnir 5 ferðir á ári með vörur til eyjanna.En bara í örfáum ferðum er frakt til baka.Þannig að svo verður að finna fraktir eftir losun.
Meðan við vorum að losa fengum við skilaboð um að við ættum að lesta"IMO Cargo"(sprengiefni og þessháttar)í Santos í Brasilíu til nokkurra hafna í Caribbean.Við vorum svo 8 daga að losa,En mikill tími fór t.d,í að tína smáhluti sem bretarnir höfðu troðið í sem flestar glufur uppí svo til gerðar græjur.sem samanstóð af bretti og neti,Við vorum svo 7 daga upp til Santos þ 19/11 komum við þangað.Það er dálítið langur vegur upp fljót til Santos.Á leiðinni sá ég svo skip sem mér fannst ég kannast við.Ég fór nú að kíkja betur og sá þá mikið upplitaðan íslenska fánann í skut.
Mars Ak 100 í Santos
Skipið hallaðist nokkuð í stjórnborða.Er nær dró gat ég svo lesið nafnið"Mars"AK 100.Þarna var þá kominn Hjörleifur ex Freyja sem frændi minn Pétur Þorbjörnsson hinn kunni skipstjóri og uppoðshaldari var lengi skipstjóri á Hálf fannst mér hann umkomulaus þarna með sína stb slagsíðu og upplitaða fána.Lóðsin sagði mér að þetta skip væri til mikilla vandræða enginn vissi hver ætti það og þarna hefðu útigangsmenn og stórar rottur íverustað.Oft rekst maður á"gamla landa"í höfnum erlendis en sjaldan með eins stuttu millibili og þarna átti sér stað.Læt þetta nægja allavega í bili af ferðasögum.Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 536225
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtileg ferðasaga Ólafur og gaman að hafa þessar myndir með
kveðja SÞS
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.8.2007 kl. 00:38
Lestur þessarar ferðasögu er frábær skemmtan, fyrir mig allavega, ekkert minna en það. Mars þessi er okkur kunnur hér í Höfninni því Hannes stórmógúll á Hrauni hafði hond á honum um tíma og ég held að ég muni það rétt að hann hafi sett tvo "á hausinn" eftir það, en Hannes þoldi skellinn, þar var af nógu að taka.
Hafðu þökk fyrir pistilinn.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.8.2007 kl. 11:35
Það kom nyr kafli i bókina þina 'Ólafur ,þakka fyrir mig /Kveðja Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 5.8.2007 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.