"Fyrsti Kvenforseti Bandaríkjanna"

   Edith Bolling Wilson

Varrnarmálaráðherran var eldrauður í andlitinu.Hann hamraði í borðið við hvert orð til að leggja áherslu á þau.:"þetta er algerlega óásættanlegt.Þessi kona hefur tekið völdin.Hver heldur hún eiginlega að  hún sé.Forseti Bandaríkjannn?"(fengið að láni úr bók Leo Bellett )Í meir en 6 vikur hafði forsetinn hreinlega verið einangraður frá þjóðinni.Nánustu samstarfsmenn,þjónar og aðrir sem reyndu að komast að sjúkrabeði forseta Bandaríkjanna Woodrow Wilson (28-12-1856-03-02-1924) var mætt af eiginkonu hans Edith (fædd Bolling) sem hleypti engum öðrum að sjúkrabeði hans en lílækni og hjúkrunarkonu.Væri erindið áríðandi varð viðkomandi að bíða við dyrnar en Edith fór inn með skilaboðin eða pappírana sem viðkomandi kom með kom til baka með undirskrifaða pappíra eða munnleg skilaboð frá forsetanum.Þeir voru til sem héldu því fram að Edith hreinlega falsaði nafn forsetans.

 

Máverk af Edith Bolling Wilson í Hvítahúsinu

Edith Bolling Galt var fædd í Wytheville Virginíu 15-11-1872.Hún var  sjötta í röðinni af 11 börnum Sally White og William Holcomble Bolling dómara.15 ára innritaðist hún í  Marta Washington sem nemandi í hljóðfæraleik og 2 árum  seinna í minni tónlistarskóla í Richmond Virginía.Í heimsókn hjá systur sinni í Washington D.C kynntist hún upprennadi gimsteinasala.Norman Galt sem hún giftist 1896.Þeim fæddist sonur 1903 sem lifði bara nokkra daga.Þessi erfiða fæðing gerði Edith að óbyrju.1908 missti hún mann sinn skyndilega,Hún lifði kyrrlátu lífi eftir lát manns síns og sennilega aldrei kynnst Wilson forseta ef læknir forsetans hefði ekki verið trúlofaður einni af bestu vinkonu Edith.Doktor Gary Grayson var áhyggufullur yfir heilsu forsetans.Hann hafði misst konu sína 1914 og tekið lát hennar mjög nærri sér.Hann lokaði sig meir og meir af, og var farinn að þjást af þunglyndi.

  Woodrow Wilson

Dr Grayson hafði hitt Edith Galt mokkrum sinnum og heillast af henni.Hún var fögur,vel að sér og heillandi.Kærasta Grayson skipulagði samkvæmi þar sem þau voru kynnt þunglyndi forsetinn og hin glæsilega ekkja.Frænka forsetans Helen Woodrow Bones hélt heimili fyrir frænda sinn.Hún og Edith urðu góðar vinkonur.Oft óku þær saman í bíl Edith.Hún átti rafknúinn bíl þann eina í Washington og vakti hann oft athygli fyrir utan Hvíta Húsið þegar hún kom að sækja vinkonu sína.Vitanlega hittust forsetinn og Edith  þegar hún var í heimsókn,Þar kom svo að því að hún var boðið í kvöldverð í einkaíbúð forsetans.Planið fór að virka.Meir og meir fór forsetinn að dragast að hinni fögru fertugu Edith.Og hann byrjaði að skrifa henni.Hann sendi henni bók með litlu korti:"Ég vona að bókin verði þér til ánægju.Þú hefur gefið mér svo mikið"Og í kjölfarið komu svo fleiri kvöldverðarboð,Og svo eftir einn kvöldverðinn kom svo bónorðið.Í minningum skrifar hún"Án þess að hugsa um að vinskapur okkar hafi tekið þessa og án þess að hugsa um að það gæti sært hann svaraði ég;"En það getur ekki verið að þér elskið mig.Þér þekkið mig ekki:Svo svo er minna en ár síðan kona þín dó""Wilson svaraði"Ég skil að þú lítur á samband okkar sem góða vináttu.

   Hvíta Húsið

En hér í Hvíta Húsinu mælir maður ekki tíman í vikum,mánuðum eða árum.Hér er það löng reynsla manna sem stýrir atburðarrásinni.Síðan kona mín dó hef ég verið einmana og lifað gleðilausu lífi.Ég var hræddur um að særa þig og kannske hneyksla.En það vel þekki ég þig að ég hefði aldrei fært þetta í tal við þig ef ég hefði ekki verið búinn að ráðfæra mig við dætur mínar og frænku.Viltu verða konan mín?"Og forsetinn útskýrði fyrir henni að þau gætu ekki haldið áfram að hittast án þess að trúlofa sig.Fjölmiðlarnir vöktu yfir hverju skrefi fosetans.Hann gæti aldrei koma í heimsókn til hennar án þess að það vekti umtal á einn eða annan hátt.Og að hún gæti heldur ekki komið í Hvíta Húsið nema við opinberar athafnir.Í langan tíma reyndi hann að sannfæra hana.Með tárin í augunum tjáði hann henni ást sína og að hann gæti ekki lifað án hennar."Ef þú neyðir mig til að gefa svar núna verður það að vera nei"sagði hún."Ég verð að fá tíma til að átta mig.síðan maður minn dó hef ég ekki hugsað mér að gifta mig aftur."Og forsetinn varð að láta sér það svar nægja.

 Máverk af Wilson í Hvíta Húsinu

Í fleiri mánuði hugsaði hún málið:Ætti hún að segja já,myndi hún gera hann hamingusaman.Myndi hún passa í hlutverkið sem forsetafrú.Spurningarmerkin voru mörg.Og ekki var það til að létta undir með henni að bæði frænka forsetans og læknir sögðu henni að forsetinn væri að falla aftur í gamla þunglyndið.Hún ferðaðist milli staða til að finna ró og hugsa yfir stöðu sinni.Þegar hún kom svo heim eftir 2ja mánaðar fjarveru beið hennar vöndur af gulum rósum ásamt boðskorti í kvöldverð í Hvíta Húsinu,"Hann kom út úr Bláa herberginu"skrifar hún seinna í minningum sínum"hann var virkilega myndarlegur í dökkum fötunum þegar hann kom til mín með opinn faðminn og faðmaði mig að sér um leið og hann heilsaði mér.Þegar ég faðmaði hann að mér og horfði beint í augu hans þá brast eitthvað innra með mér.Ég vissi þá að ég vildi ganga með honum til enda veraldar"Svo í ökuferð eftir kvöldverðinn fékk hann sitt já í áheyrn bílstjórans og öryggisvarða.Næsta dag 15 september 1915 opinberuðu þau svo trúlofun sína

Staðsetning"Bláa herbergisins"

En nú fór slúðrið á fulla ferð.Illkvittnar sögur komust á kreik,Sú illkvittnast var sú að Dr Grayson átti að hafa eitrað fyrir fyrri konu forsetans svo hann gæti giftst Edith.Og það varð verra Sama dag og trúlofunin átti sá sér stað kom kona að nafni Mary Allen Peck fram í dagsljósið.Hún uppástóð að Wilson hefði skrifað henni yfir 200 bréf og sent henni 7.500 dollarra.En Peck fannst hún auðmýkt og yfirgefin og hótaði að gera bréfin opinber ef Wilson giftist Edith Bolling.Það voru 2 af Wilson nánustu samstarfsmönnum er sögðu honum frá þessu.Honum brá mjög við frétirnar.Hann mundi eftir þessum bréfum,og hann þekkti til Peck.Hann hafði hjálpað henni í erfiðleikum sem hún hafði átt í.Peningana hafði Wilson lánað henni prívat og tekið veð í húsi hennar,Hann var klár á að þetta mál gæti skaðað hans pólitíska feril.En Wilson leit það alvarlegri augum ef Edith flæktist í málið.Hann kallaði á lækni sinn Dr Grayson og bað hann að fara undireins til Edith og segja henni sannleikan og að ég leysi hana undan trúlofunni og giftingarheitinu ef hún vill það.Dr Grayson gerði það sem fyrir hann var lagt.Hann sagði Edith hvað hafði skeð,Hún setti hljóðan og sendi Grayson með skilaboð um að hún myndi svara forsetanum skriflega.

Skopmynd af Wilson frá 1913

Eftir að hann var farinn,sat hún lengi og hugsaði sitt mál."Ég byrjaði að sjá hlutina í réttu ljósi,Það var okkar líf sem þetta snérist um.Stjórnmálin og hneykslin var allt annað.Ef mér þætti ekki svo vænt um þennan mann til að bera með honum hans byrðar þá er þetta ekki ást"skrifaði hún í minningum sínum.Hún settist við skrifborðið og skrifaði langt svar til hans þar sem hún vottaði honum ást sína og þá ákvörðun sína að standa við hlið hans á hverju sem dyndi:"Ég geri það ekki af skyldurækni eða meðaunkun eða af heiðrinum sem fylgir því að vara forsetafrú en ég geri þetta af ást",Síðan sendi hún sendiboða með svar sitt.En hún fékk ekki svar strax og ekki daginn eftir eða þar næsta dag.En 3 dögum seinna birtist Grayson.Hann bað hana að koma strax með sér í Hvíta Húsið"Er það hann sem biður um það?" spurði hún,Nei svaraði Glayson og hristi sorgmæddur höfuðið,

 

Hann er veikur og þegar ég talaðu um að sækja þig vildi hann það ekki,honum fannst það ekki réttlátt gagnvart þér,En þú verður að koma,ég óttast um líf hans.Hún fór með honum.Þegar hún kom inn í svefnherbergi hans brá henni.Þarna lá hann frekar dauður en lifandi.Andlitið hvítt og augun virtust líflaus.Hann sagði ekkert en rétti fram aðra hendina til að heilsa henni.Grayson skildi þau eftir ein.Þau sátu þögul um stund og hún hélt í hönd hans sem var ísköld."Fékstu bréfið frá mér"spurði hún.Hann kinnkaði kolli.En hann hafði ekki opnað það.Hann hafði ekki þorað að opna það af hræðslu um að hún hefði hafnað honum.Þann 18 des.giftu þau sig á heimili Edith þau höfðu lítið tíma fyrir sig sjálf. 2 árum seinna var Wilson neyddur tl að láta USA verða þátttakandi í 1stu Heimstyrjöldunni.

    World War 1  Wilson lætur þjóðþingið vita um slit á stjórnmálasambandi við Þjóðverja 3 febr.1917

 Árið þar á eftir og eftir vopnahléið var Wilson mikið upptekinn við að reyna að stofna Þjóðabandalagið og fór m.a. til Evrópu til að koma því á,Samhliða friðartilraunum hans átti hann áhrifamikla andstæðinga sem gerðu honum lífið leitt.Hin nýja frú hans stóð við hlið eins og klettur.Án hennar hefði hann sennilega ekki staðist álagið.Heilsa hans hafði verið léleg í forveg og undir friðarsamningum í París 1918 hafði hann fengið aðkenningu af slagi.

  Wilson kemur heim eftir Versalasamningana

Sennilega náði hann sér aldrei alveg af því.Hann fékk svo alvarlegt bakslag í  kosningaferðalagi sínu í USA haustið 1919.Sennilega gerðu menn mistök að reyna að leyna veikindum hans.Allslags slúðursögur fóru á fullt,Hann var orðin geðveikur,hann hafði smitast af sýfilis í París og fl í þessum dúr.Og af pólisískum andstæðingum því var haldið fram að honum væri haldið sem fanga í Hvíta Húsinu.En eina sem"lak"þaðan út var að hann hefði fengið taugaáfall og væri á góðum batavegi.

 Wilson á fundi með ráðherrum sínum

Nú rétt 1 öld seinna vita menn að forsetinn var milli heims og heljar,Hann hafði fengið heilablóðfall sem gerði það að verkum að hann varð mállaus og hann hafði hálflamast.Ástand hans var eiginlega þannig að eftir stjórnarskránni hefði hann átt að láta völdin í hendur varaforseta síns.En þrátt fyrir það þá hélt Edith maka sínum einangruðum á sjúkrabeði sínu og bannaði læknunum að segja sannleikann.Hún sjálf var þess full viss að hann mundi ná sér.Hún var þess fullviss að ef náttúran fengi að hafa sinn gang myndi það ske.Og kraftaverkið skeði.Eftir 17 mánuði hafði Wilson náð sér það vel að hann birtist opinberllega aftur,En allan þann tíma sem hann var frá stjórnaði Edith Bolling  Wilson eiginlega þessu máttugasta ríki heims.Þrátt fyrir að hann væri lamaður öðrumegin hélt hann áfram forsetastörfunum og vildi t.d fara fram á endurkosningu,En bæði Edith og hans nánustu samstarfsmenn töldu að nýr kosningaslagur yrði honum ofviða.

 Heimili Wilson hjóna að:"Embassy Row sem var gert að safni um hann 1994

 1921 eftirlét svo Wilson embættið til Warren Harding, og 3 árum seinna dó Wilson,,Edith Bolling Wilson dó 28 desember 1961 (á 105 ára afmælisdegi bónda síns)89 ára gömul Í 40 ár helgaði hún líf sitt til að heiðra minningu manns síns Woodrow Wilson. Forsetanum sem hafði helgað líf sitt friði Hún var ein af 4 langlífustu forsetakonum USA.Hinar voru Bess Wallace Truman,Lady Bird Johnsn. og Bety Ford.

 

   Woodrow Wilson's signature 

Þúsund dollara seðill með mynd af Wilson sem ekki mun vera í umferð lengur og"Signarur"hans,og grafreitur Woodrow Wilson í Washington National Cathedra.

Ég vil en og aftur minna menn ef einhverjir nenna að lesa hingað.Það má alls ekki taki taka þetta sem einhverja sagnfræði.Þessu er rænt og ruplað úr hinum ólíklegustu stöðum og er afrakstur af grúski gamals mann sem alltaf hefur haft áhuga á konum og viljað"grúska"í þeim.En aldur veikindi og fyrri hegðan hefur sett honum nokkuð stólinn fyrir dyrnar svo nú "grúskar" hann aðallega í þeim á þennan hátt.Þetta er bara sett fram ef einhverjir aðrir hefðu  gaman af að  lesa t,d, um þessa sennilega gleymdu konu.Sem stundum hefur verið nefns"Fyrsti Kvennforseti Bandaríkjanna"Kært kvödd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 535996

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband