2.8.2007 | 05:22
Kona með stórt hjarta
Fyrir 110 árum þ.3 janúar fæddist stúlka í Brooklyn NY USA sem skýrð var Marion Cecilia Douras, Þetta stúlkubarn átti eftir að fá nafn sitt skrifað á spjöld sögunar sem: Marion Davies,Hún var yngst af 5 börnum dómara að nafni Bernhard J Douras.Hún gekk í rómversk katólskan skóla og byrjaði að æfa ballet 4ra ára.16 ára fékk smáhlutverk í einni af NY revíunum þar sem revíu og söngleikjakóngurinn Florrie Ziegfield"uppgötvaði"hana,
Árið er,1918.Primadonnan í Ziegfield Follies söngleiknum hafði sett aðeins meiri andlitsfarða á sig,klætt sig í mest kynæsandi búninginn og skipað þjónustustúlku sinni að hafa hafa flösku af Kampavíni og ís tilbúið eftir sýninguna.Það lá spenna í loftinu því orðrómur var á kreiki um að blaðakóngurinn William R Hearst yrði viðstaddur sýninguna og að hann myndi koma baksviðs að henni lokinni.Eftir að fagnaðarlátunum linnti og tjaldið hafði verið dregið fyrir í síðasta sinn var það ekki búningsklefi Primadonnunar sem blaðakóngurinn gekk til.Heldur gekk hann rakleitt til þrönga gangsins sem dansararnir héldu sig og beint til hinnar óþekktu dansstúlku Marion Davies.Þetta var upphaf að einni frægustu ástarsögu sögunnar á milli hinnar 22 ára gömlu"ljósku"og hins 55 ára blaðakóngs.Sem á þessum tíma var einn af áhrifamestu og ríkustu mönnum veraldar.Á þessum tíðspunti átti hann um 30 dagblöð og tímarit.Hann átti kvikmyndafélag,bókaútgáfu,nokkrar alheims fréttastofur,áhrifamiklar útvarpstöðvar.Hann átt meirihluta í stórum námafyrirtækjum bæði í S - og N.Ameríku,Hann var einn af stæstu fasteignaeigendum í NY og átti miklar landeignir í Mexicó.
Hearst - stórveldið gat með völdum sínum sett stríð af stað.Sett af forseta og komið forsetum til valda,Það hafði faktist komið stríði á milli USA og Spánar 1898 eftir byltingu á Kúbu,Og síðan haft afgerandi áhrif á stríðslokin.W:R Hearst var enginn kvennabósi sem notaði peninga sína og völd til að táldraga konur.Í15 ár hafði hann verið hamingusamlega giftur:Millicent Hearst(Millicent Veronicu Willson)sem hafði alið honum 5 syni .W:R:Hearst hafði verið konu sinni trúr og ekki þekktur fyrir nein hliðarspor.Hann hafði byggt hinn stórfenglega"Hearst Castle"utanfyrir San Simeon í Kaleforníu.Þar sem stórstirni og annað frægt fólk þess tíma eins og t.d.Gary Grant:Max Brothers Charlie Lindbergh .Joan Crawford Calvin Coolidge Chaplin.Mary Picford.og Winston Churchill voru tíðir gestir.Í Hearst Castel var engu tilsparað.Innanhússundlaug með gullklæddum veggjum.Útisundlaug í Rómverskum stíl.Marmaragólf,og dýr listaverk frá öllum heimshornum á veggjum.Margar sögur gengu un hvernig Hearst hitti M.Davies.Ein var sú að Millicent Hearst hafi sjálf bent maka sínu á hana eftir að hún hafi átt að hafa séö Davies í söngleik"þessa stúlka ætti að fá hlutverk í myndinni sem þú ert að láta framleiða"á hún að hafa sagt við mann sinn.
En trúverðugustu heimildirnar eru sagðar komnar frá hinni frægu"blaðurskjóðu"Heddu Hopper"sem sagðist hafa verið í leikhúsinu kvöldið fræga 1918.Davies átti að baki sér mislukkaðar tilraunir til frægðar og frama í kvikmyndum,en fyrsta mynd sem hún lék í fyrir atbeina Hearst var"Cecilia of the Pink Rose"Menn hafa brotið heilan yfir af hverju þessi valdamikli maður féll svona kylliflatur fyrir þessari,jú fögru en að mestu óreyndu stúlku.Menn hafa helst hallast að því að það hafi verið hvernig hún umgekkst hann með algeru ótta- og virðingarleysi,En slíku var hann ekki vanur.Hún hreinlega neitaði vera honum undirgefin og stofnaði oft til rifrildis við hann opinberlega og prívat. Hearst yfirgaf fjölskyldu sína fljótlega eftir þeirra fyrsta fund og byrjaði að búa með henni.Hann skildi þó aldrei að lögum við konu sína og við opinberar athafnir var hún yfirleitt við hlið hans.
Millicent viðurkenndi aldrei aðskilnað þeirra,Hann talaði við hana daglega og þau reyndu að skapa börnum sínu eins áhyggulaust líf og þeim var unnt,Hearst var Davies stundum frekar faðir en elskhugi.Hann kenndi henni tungumál og hvernig maður ber sig að í samkvæmislífinu.Margir af vinum Hearstfjölskyldunar reyndu að fá hann til að snúa til baka til konu sinnar en án árangus.Þó að Hearst og Davies væru saman á ferðalögum veitingastöðum og hótelum og öll þjóðin vissi um samband þeirra þá kom aldrei orð um samband þeirra í slúðurdálkum blaðanna.Davies var aðallega fræg fyrir leik í gaman-og söngvakvikmyndum.Hún léh m,a,á móti Leslie Howard. Clark Gable,Bing Crosby.Gary Cooper og fl.
Hún er talin hafa átt í stuttum ástarsamböndum við Charlie Chaplin og Dick Powel.Samband hennar við Chaplin átti eftir að draga stóran dilk á eftir sér.19 nóv 1924 voru Davies og Hearst um borð í lystisnekkju Hearst"The Oneida"ásamt nokkrum gestum þar á meðal Chaplin og kvikmyndaframleiðandanum Thomas Harper Ince(sem stundum var kallaður"faðir kúrekamyndanna)og fleiri.Tilefnið var 42 ára afmæli Ince.Hearst mun hafa verið óður úr afbrýðisemi út í Chaplin út af sambandi þeirra Davies.Eftir að hafa tekið feil á Chaplin og Ince í myrkrinu á Hearst að hafa skotið Ince í misgripum.(Hugsið ykkur af hve miklu við hefðum misst ef hann hefði ekki tekið feil ef sagan er sönn)Síðan á Hearst að hafa beitt áhrifum sínum svo að Ince var sagður hafa látist af hjartaáfalli.Sagan segir að Herman Mankiewiz,höfundur kvikmyndahandritsins að"Citizen Kane"kvikmynd sem Orson Welles gerði og sem á að hafa Hearst sem fyrirmynd að aðalpersónu.hafi skýrt Welles frá sannleikanum í málinu.Welles á svo að hafa sagt Peter Bogdanovich söguna í sambandi við útgáfu bókar um Welles:"This is Orson Welles"Leikrit um atburðin varð til,sem svo varð að kvikmynd sem Bogdanovich gerði 2001 sem heitir:"The Cat´s Meow"
Í myndinni leika m.a.Edward Herrmnn (Hearst) Eddie Izzard (Chaplin) og Kristen Dunst (Davies)
Sambandið við Povell stóð svo stutt yfir á fjórða áratugnum
Hún gaf svo kvikmyndaleik upp á bátinn,Bæði vegna þess að henni sjálfri fannst að henni skorti hæfileika til dramatískra hlutverka og einnig af því að elskhugi hennar vildi ekki sjá hana í fleiri hlutverkum sem hina"heimsku ljósku"Þeir sem grunuðu Davies um græsku um að táldraga og féfletta Hearst fengu sönnun um hið gagnstæða.Í verðhruninu 1929 missti Hearst mikil auðæfi.Og um 1938 átti Hearst í miklum fjárhagsvanda.Davies skilaði honum aftur öllum verðmætum sem hann hafði gefið henni í sambandi þeirra,En það voru skartgripir og listmunir fyrir miljóna dollara.Hún gaf honum einnig villu sem hún sjálf hafði keypt sér í Holywood,Hearst stóð af sér óveðrið og skilaði henni þá aftur öllu sem hún hafði afhent honum.En sett þó eitt skilyrði fyrir villunni.Að hann hefði rétt á að búa í henni til æfiloka.Þetta samþykkti Davies með mikilli ánægu.Lífið hafði leikið Hearst grátt og hafði hann eldst mikið á fáum árum.Hann var ekki eins valdamikill og áður.Stjórnmálamenn og fólkið í landinu hræddust hann ekki sem áður og fjölskyldan leit á hann sem fjarskyldan ættinga,En Davies stóð við hlið hans,Hún hjúkraði honum las fyrir hann og sá til að honum liði vel.1947 fékk hann hjartaáfall.Með hjálp Davies tókst læknunum að halda honum til lifs.En 1951 var það búið.Hearst kvartaði um vekjum í fótunum
.Læknarnir ákváðu að gefa honum blóð.Davies sat við hlið hans og strauk honum um ennið,Þarna sat hún og rifjaði upp fyrir honum hamingusamt samband þeirra sem hafði staðið í um 30 ár,Hann reyndi að kyssa hana og þá var það búið svo dó hann 88 ára,Davies var óhuggandi.þrátt fyrir að hún hafi verið viðbúinn þessu.Læknarnir gáfu henni róandi sprautu og hún sofnaði.Hún vaknaði svo einsömul með hjúkrunarkonu hjá sér.Þegar hún svaf höfðu forstjórar Hearts veldisins og ættingar sett allt á fullt.Líkið flutt með flugvél til San Fransisco án vitundar Davies,Plan sem hafði verið gert þegar menn sáu að hverju stefndi hafði verið sett í gang,Í blaðaviðtali sagðist hún hafa verið svikin"Ég fékk ekki að kveðja hann"sagði hún,Það var mikil spenna hjá ættingum er erfðarskráin var opnuð.Það létti svo yfir fólki þegar að það sem það óttaðist stóðst ekki.Það var ekki minnst á Marion Davies í erfðarskránni.En svo dimmdi yfir aftur.W,R,Hearst hafði einu ári fyrir dauða sinn stofnað sjóð henni til handa þar sem hann ánafnaði henni ábatan af 30.000 hlutabréfum í Hearst - veldinu til æfiloka.Og atkvæðisréttur þessa hlutar var meiri en 130.000 hlutabréfanna sem eftir stóðu.Hearst hafði gefið völdin yfir Veldinu til Davies.Erfingunum og stjórnendum fannst jörðin gliðna undir sér.Bestu lögfræðingar sem völ var á voru ráðnir til að fá þennan sjóð ógildan.En Davies yppti bara öxlum;"Mér líkar ekki hugsunin um réttarhöld.Ég veit ekki hvað ég á að gera,En ég vil helst ekki gera neitt sem væri á móti W,R,H vilja."Enginn veit svo hvað gerðist bak við tjöldin,En samkomulag var gert í góðu,Eina sem Davies lét hafa eftir sér var:"Ég seldi öll mín völd fyrir dollar,Kannske gerði ég mistök .En nú er þessu öllu lokið,"Tíu vikum eftir dauða Hearst gifti Davies sig skipherra í flotanum Horace Brown.Þeir sem sáu brúðkaupsmyndina fannst brúðguminn minna merkilega mikið á William R,Hearst,
1941 gerði leikarinn/leikstjórinn Georg Orson Welles(1915-1985)kvikmynd sem heitir Citizen Kane.sem að margra mati er nefnd besta kvikmynd allra tíma.Welles lék sjálfur aðalhlutverkið.En fyrirmynd að þeirri persónu er sagt að sé William R Hearst.Fyrir bragðið varð fullur fjandskapur á milli Welles og Hearst.1996 var svo gerð heimildarmynd um átökin milli Welles og Hearst,Sem keppti um"Óskarinn"en tapaði fyrir mynd um Önnu Frank
Davies fékk aðkenningu af heilablóðfalli 1956 og greindist með krabbamein sama ár sem hún fékk bót á eftir uppskurð.Hún lét mikið gott af sér leiða í allslags velferðarmálum sérstaklega í sambandi við börn..Davies dó svo af krabbameini 1961.Hún var jarðsett í"Hollywood Forever Cemetery" að viðstödu fjölmenni m,a.Mary Pickford og Herbert Hoover.Er hún dó lét hún eftir sig meira en 30 miljónir dala,Áður hafði hún gefið milljónir til góðgerðarstarfsemi.En saga Marion Cecilia Douras er stundum nefnd sem dæmi um konur með stórt hjarta.Þetta er ekki hugsað sem nein sagnfræði heldur er þetta afleiðingar af grúski gamalls karls sem ekkert þarfara hefur að gera.Um merka,en sennilega gleymda konu.Og sem kannske einhver annar hefði gaman að lesa um.Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:53 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 536297
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 55
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Meirháttar froðleikur vel skrifaður////'óska ykkur til hamingju með ykkar þjóðhátið/Kveðja Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 3.8.2007 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.