28.7.2007 | 22:26
Brottkast og kvóti
Amandine O 129.Síðasti"Belginn"á leið út úr Landhelginni
Ég hef svolítið fylgst með deilum Fiskistofu og Morgunblaðsins að undanförnu.Ég ætla ekki að taka afstöðu.En leyfi mér samt að hafa skoðun á málinu.En ég þekki Þórhall Ottesen deildarstjóra Landeftirlits Fiskistofu persónulega og veit að þegar hann segir:"Hér eru menn að vinna störf sín af kostgæfni"þá er hann sjálfur fullviss um að svo sé.Ég hef bæði verið yfirmaður Þórhalls og samstarfsmaður og fullyrði að hann er gegnheiðarlegur og má ekki vamm sitt vita í sínum störfum.Þótt hann ástundum láti líta svo út að hann sé eitthvað kærulaus er það bara hans humor.Samviskusamari maður finnst vart,það er allavega min reynsla af honum.
Þrátt fyrir góð kynni mín af Þórhalli er ég kannske ekki alveg sáttur fyrir þátt Fiskistofu og/eða yfirmanns hennar.Agnes Bragadóttir skrifar miðopnugrein á sjálfan þjóðhátíðardegi USA 4 júlí.Þar eru reifuð ýmiss mál sem haldið er fram í sambandi við ýmsar tegundir af svindli..Talað um"glufur"í kvótakerfinu og ýmiss nöfn yfir svindlið . T.d "Vatnsaðferðin" "Brottkast" og fl.Af hverju þessi orðrómur?Ég hef heyrt á tal sjómanna bæði um Fiskistofu og Hafró.Þetta tal finnst mér renna stoðum undir að ekki sé allt í lagi í þessum stofnunum.Orðið í á kannske ekki alveg um Fiskistofu.Nú langar mig að setja Tollgæsluna í staðin fyrir Fiskistofu og sjómenn með lítil innfluttningsleyfi í staðin fyrir þá sem stunda þetta grunaða kvótasvindl,ef einhverjir eru.
Nú vita margir að oft er smyglvarningur á boðstólum hér á landi(var allavega áður en ég flutti af landinu 1990)Tollgæslan vinnur sín störf af kostgæfni(eins og fiskistofumenn)en samt voru fyrrnefndar vörur á markaði hér.Svokölluðu"svartagengi"varð stundum ágengt þegar þeir birtust.Setum okkur aðeins í spor sjómanna með lítil innflutningsleyfi.Áhöfn kannske 10 menn það gera 20 augu.Svartagengið með 5 menn gera 10 augu.Ég geri ráð fyrir að menn átti sig á hvað ég er að fara.
Mér kemur í hug að eitt sinn var ég staddur í Guinea Bissau á skipi að losa sement.Svo fórum við að verða varir við að"lestarribbarnir"(tréplankar sem hlífa farminum frá skemmdum af böndum skipsins)fóru að tína tölunni.En við sáum ekkert athugavert.Við settum annan háseta á vörð við lunninguna til viðbótar landgangsverðinum.En allt kom fyrir ekki.
Svo var ég staddur uppí brú og sá þá miklar "veifingar"og bendingar á bryggjunni sá ég þá að landgangsmaðurinn var að athuga passa hjá manni á leið um borð en borðstokksmaðurinn var að kveikja sér í síkarettu beygður undir lunninguna.Á eiginlega broti úr sekúndu"flugu"5-6 borð í land.Þarna fylgust mörg augu með mikið færri.Það er þekkt hjá"brella"erlendis við talningu t.d uppúr skipum að 1 eða 2 verkamenn halda talningsmanni skipsins oppá snakki meðan 1 bretti svífur í land framhjá talningu.Tallýmaðurinn uppveðraður af að að innfæddir sé að reyna að kenna honum mál sitt eða öfugt.
Í Hnotskurn í Mbl.7 júlí stendur m.a haft eftir Fiskistofustjóra."og að hún(grein A.B aths.mín)byggist á kjaftasögum."Mér finnst alltof mikið gert úr þessu hugsanlegu kvótasvindli og EINS BROTTKASTINU""(leturbr.mín) Þá spyr ég af hverju ættu sjómenn af sitt hvoru skipinu sem spjalla saman yfir kaffibolla að vera að ljúga hvor að öðrum.Ég á bágt með að trúa að þeir eigi eitthvað "um sárt að binda" í garð þessara stofnana.Af mínu litla viti myndi ég halda að Fiskistofustjóri myndi fagna"sakaruppgjafartillögu"Grétars Mar.Menn kæmu í dagsljósið og segðu sína sögu án þess að eiga á hættu að missa vinnuna og æruna.Málin rannsökuð fyrir opnum dyrum.Hræddur er ég um að fyrr fáist ekki botn í þetta mál.Mig minnir að til sé málsháttur sem segi" að þar sem reykur sé,þar sé líka glóð"
Þórhallur Ottesen segir m.a. í síðasta kafla samtals Hjartar Gíslasonar við hann þ.23 júlí:"Ég vil að það komi fram hér að ég er ekki að tala um að eftirlit Fiskistofu sé fullkomið og að það sé ekki um neitt svindl að ræða.Við höfum ekki gefið það út að eftirlit Fiskistofu sé 100% skothelt.Hér eru menn sem reyna að vinna erfitt starf og hér eru menn sem vilja fá það rétta fram.Ég fullyrði að allir okkar starfsmenn gera sitt ýtrasta til að sinna starfi sínu sem best"
Það vill svo til að ég þekki nokkra starfsmenn Fiskistofu og get tekið 100% undir þessi orð Þórhalls allavega um þá menn sem ég þekki.Sama með Tollverði þeir unnu líka sitt starf af kostgæfni(og gera sennilega enn)Mér finnst satt að segja viðbrögð við"Kompás"þætti fyrr í vetur vera lítil og eins og það sé verið að þagga eitthvað í hel.Ég vona að menn taki þetta ekki sem einhverja sleggjudóma heldur eru þetta bara hugleiðingar gamals frekar úrills fv sjómanns sem búinn er að draga skútuna í naust.Og sem fer kannske áður en langt um líður að "róa"á öðrum miðum.Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:13 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 536297
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 55
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið þörf grein og lesning,kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 29.7.2007 kl. 17:42
Mjög góð og tímabær grein um þessi mál, sannarlega.
góð kveðja.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 30.7.2007 kl. 02:52
Þetta er laukrétt Ólafur varðandi starfsmenn Fiskistofu, þeir eru upp til hópa að sinna sinni vinnu samkvæmt reglunum. Það eru kannski reglurnar og áherslurnar sem eru alveg galnar margar. Það væri hægt að týna til langt mál um margt af því tilgangslausa rugli sem verið er að elta af einhverjum sakleysingjum, sem virkar á venjulegt fólk ein og atvinnubótavinna og skilar nákvæmlega engu til að efla eftirlitið. Stundum er hreinlega eins og menn vilji ekkert vera að rugga bátnum eða búa til einhverjar sprengjur úr málum þarna, vegna þess að það muni veikja traust manna á kerfinu, sem þó hefur ekkert traust neinsstaðar.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.7.2007 kl. 11:09
Góð grein hjá þér og gaman að sjá þessar myndir sem fylgja með henni.
kveðja SÞS
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.7.2007 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.