26.7.2007 | 22:01
26 júlí
Í dag er dálítið merkilegur dagur fyrir Kúbu.því byltingin á móti Fulgenció Batista er talin byrja þennan dag með árás skæruliðahóps undir stjórn þeirra bræðra Fiedel og Raúl Castró.Þessi árás mistóks að vísu en þetta er talin upphaf byltingarinnar.Og kenndi byltingarhópurinn sem samanstóð af 82 útlögum var undir stjórn þeirra bræðra og argentínumannsins Ernesto Che Guevara sig við þennan dag og kölluðu sig 26 júlí hreyfinguna(Movimiento 26 de Julio)Hópurinn var svo endurskipulagður í Mexicó 1955.
2. janúar 1959 hertók flokkur uppreisnartmanna undir stjórn Ernesto "Che"Guevara Havana en Fidel og bróðirinn Raúl tóku Santiago de Cuba.Fljótlega varð Castro einræðisherra á Kúbu Ekki ætla ég mér að fella neinn dóm á stjórnarfar Castró.Ég hef komið til Kúbu 2svar.Annað skiftið til Havana en þá losuðum við bara nokkra gáma og stoppuðum í nokkra tíma.Í annað skiftið kom ég svo til smáhafnar á NA-ströndinni sem heitir Puero Padre.En þar lestuðum við járn til Portúgals.
Þar fékk maður tíma til að tala við þetta elskulega fólk sem mér virtist kúbubúar vera.Þeir sögðust vera vissir um að frjálsræði fengist en ekki víst hvenær.Þeir sögðu að Castro vildi byggja upp ferðamannaiðnaðinn í samvinnu við Evrópumenn enn ekki"Mafíuna"í Miami eins og þeir sögðu.Einu vandræðin sem þeir sáu var að Castro væri ekki búinn(um síðustu aldamót)að benda á neinn eftirmann sinn.
Og að það gæti valdið togstreitu um völd.Það er sama hvað menn segja um stjórnarfar Castró,börn á eyjunni eru öll læs en það er annað en hægt er að segja um margar eyjarnar í kring
Það er fleira merkilegt við daginn í dag.Þennan dag 1908 var FBI stofnað( Federal Bureau of Investigation) en þá undir nafninu: BOI,(Bureau of Investigation)
Og dálítið skondin(?) tilviljun því þá var erkióvinur Castró og félaga CIA(Central Intelligence Agency)sett á fót þennan dag 1947.Er því 70 ára í dag..Í janúar 1961 birtu 2 af stærstu blöðum USA Tme og New York Times úrdrætti úr leyniskýrslu um innrás á Kúbu.Allt í einu var áætlun CIA orðin opinber.Á börunum í Miami töluðu menn nú opinskátt um hugsanlegar innrás.Embættistaka J.F.Kennedy seinkaði aðgerðum á Kúbu.Fyrst eftir mikla þrýsting frá upplýsingaþjónustunni tóks að sannfæra hina nýju stjórn.Ákvörðunin var tekin 4 apríl 1961.Öryggisráð USA kom saman með J.F Kennedy í forsæti..Meðal meðlima ráðsins voru m.a yfirmaður CIA Allan Dulles(yngri bróðir Johns Foster Dulles)utanríkisráðherra Dean Rusk,Robert McNamara varnarmálaráðherra og röð af ráðgjöfum Kennedys m.a Arthur Schlesinger og formaður utanríkismálanefndar Öldungardeildarinnar William Fulbright
Plan CIA sem hafði áður verið góðkennt af yfirmönnum flug-land-og sjóhersins var samþykkt með öllum atkvæður öryggisráðsins utan eins - Fulbrights.Á þessu tímapunkti hafði CIA þegar séð um pólitíska þáttinn og 22 mars myndað skuggaráðuneyti fyrir Kúbu.Þetta ráðuneyti tók svo yfir pólitíska ábyrgð á fyrirhugaðri innrás og átti eftir aðgerðina fljúga til Zapataskaga á Suðurströnd Kúbu.Þann 17 fluttu svo fjögur 2400 tonna skip sem leigð höfðu verið (skipin hétu Houston,Rio Escondido,Caribe og Atlántico)fylgt af tundurspillum og flugmóðuskipum með 1,511 kúbanska útlaga.
Um 6 leitið um morguninn birtust svo flugher CIA á himninum yfir Kúbu sem svo gerðu árás á 4 mikilvægustu herflugvelli landsins Næstum helmingur af Kúbanska flughernum eyðilagður.Í dagrenningu þ.17 apríl rétt fyrir kl 02 gengu svo fyrstu froskmenn úr innrásarliðinu í land á Giron-Coast(Playa Girón.)í Bay of Pig til að koma fyrir leiðarljósum fyrir til að leiðbeina landgangsfarkostunum.En Castro hafði náð að skipa öllum sínum her viðbragðstöðu og tók hraustlega á móti.Á meðan á þessum tíma hélt"Skuggaráðuneytið"sem hafði pólitísku ábyrgðina á innrásinni sig í bragga á yfirgefnum herflugvelli í fenjasvæðum Flórida.
Eftir 3 sólarhringa var Giron Coast þakin af brunnum skriðdrekum og í flæðarmálinu láu sökkvandi landgangsfarkostir.Um miðnætti nóttina 19 apríl var síðasta tilraunin gerð til að bjarga innrásinni með beinni hernaðaríhlutun USA.CIA-agentinn Bissel,Lemnitzer hershöfðingi og Burke aðmíral,óskuðu eftir árásum orostuþotna sem stóðu reiðubúnar á dekki á einu flugmóðuskibi 50 sjómílur frá Giron.Kennedy neitaði.Næsta morgun tilkynnti Fidel:"árásinni hefur verið verið hrundið" Efter orustuna á Giron Coast stóðu byltingarherrarnir uppi sem sigurvegararsom Á 3 sólarhringum höfðu byltingarherrarnir upprætt her sem hafði tekið USA alríkisstjórnina marga mánuði að koma upp.26 apríl tók svo J.F Kennedy á sig fulla ábyrgð á innrásinni
Þennan dag 1952 setti Egyptalandsher Farouk kóng landsins af.Og lýst yfir lýðræðis 1953.1954 tók G.A.Naser völdin og kom á eins flokks kerfi
Þennan dag 1956 þjóðnýtir Nasser Suez-skurðinn og bannar ísraelsmönnum afnot af honum Þetta fær Breta og Frakka sem áttu stórra hagsmuna að gæta við skurðin til að gera samning við Ísraelsmenn um mótvægisaðgerðir.29 október hertaka svo Ísralsmenn Gazaræmuna og Sínaiskagan.Bretar og Frakkar bjóðast með skírskotun til samningana við Ísraelsmenn að taka við stjórn skurðarinns en Nasser neitar,sem um leið gefur þeim tilefni ti að ráðast á Egyptaland til að ná yfirráðum yfir skurðinum.
Breta og Frakkar draga sig svo til baka eftir þrýsting frá USA og fordæmingu frá Sameinuðu þjóðunum 1957.Í 6 daga stríðinu 1967 ná Ísraelsmenn Sinaiskaganum allt að austurbakka skurðsins.Egyptar lokuðu þá skurðinum og var hann ekki opnaður aftur fyrr en 1975.Með Camp Davidsamkomulaginu 1979 var svo Ísraelskum skipum svo leyft að sigla aftur um
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:46 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var mjög fróðleg lesning. Ég talaði við Kúbumann fyrir nokkru og var hann fullviss um að ekki yrðu neinar pólitískar breytingar á Kúbu fyrr en öll kynslóð þeirra stjórnarmanna sem nú er við völd væri fallin frá.
Jóhann Elíasson, 26.7.2007 kl. 22:16
Þetta er fræðsluerindi mikið og rifjar margt upp/Þakka fyrir /Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 27.7.2007 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.