Bakkafjara

Þetta er að vísu endurvakin skrif sem ég setti á Bloggið fyrir nokkrum mán.síðan,En ég vil endurvekja umræðuna nú þegar Bakkafjör"dæmið" er aftur komið á kreik.Það skal strax viðurkennt að ég er ekki kunnugur aðstæðum akkúrat þarna.

 

En ég þekki þó nokkra skipstjórnarmenn héðan úr Eyjum sem ekki eru par hrifnir af þessari hugmynd.Engin af þeim sem ég þekki eru hlynntir henni.Hvernig á að verja stýri/skrúfur ef afturendinn tekur niðri á rifinu sem mér er sagt að sé þarna fyrir utan.Á kannske að vera hægt að hýfa heila klabbið upp(eins og þeytari er tekinn upp á hrærivél)ef svo bæri undir?Hvert á að sækja grjótið í garðana sem á að byggja?Ætla þeir kannske að fara að leyta að grjótinu sem þeir týndu í Grímsey og Bakkafirði?Eða á kannske að rífa Heimaklett niður?

 

Og spurningarnar verða fleiri og áleitnari .Jarðgöng til Eyja verða að veruleika þegar þar að kemur,það er á hreinu.Hvort það eru 10,20ár eða lengri tími veit enginn í dag,en tækninni fleygir fram.Það sem er óframkvæmanlegt í dag getur verið veruleiki á morgun.Það vitum við sem erum komin á svokölluð efri ár.Ég kannast svolítið við tilfinninguna sem maður getur fengið við að sigla inn í grunna höfn í miklum sjó.Ég myndi vorkenna þeim manni sem á að sigla þarna upp.Óvanur skipi og aðstæðum.Hættum að hugsa um þetta dæmi.Vestmanneyjingum vantar nýtt skip til Þorlákshafnarferða núna strax þangað til göngin koma

 

Og þó þau verði í augsýn eftir nokkur ár má alltaf selja nýlegar ferjur t.d.Grikklands og við megum ekki láta það viðgangast að misvitrir ráðherrar fái að vera með puttana í teikningunum t.d.stytta það til að skapa kosningaloforðsatvinnu.Annars er velmetin skipstjóri frá Vestmannaeyjum með frábæra hugmynd.Það á bara að gera Vestmannaeyjar að Fríhöfn(eins og borgin Ceuta sem er spönsk borg á  N-strönd Afríku)Þá heimta allir landsmenn göng til Eyja og það strax svo þeir geti náð sér í ódýrt sprútt.Kært kvödd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 536295

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband