Dumasarfélagið

 

Svona aðeins að taka sér frí frá því að vera rífa kjaft við allt og alla og halda sér í límingunum.Það eru kannske margir hissa á þessu límingar tali eftir því sem á eftir kemur,

 

Er ég held því fram að ég sé áhugamaður um íslenska tungu.En mér finnst þetta nýyrði bara svo skondið þegar menn eru að fara hamförum.í einhverjum t.d.skrifum.

 

En hvað um það,allir mega hafa sína skoðun á þessum máli svo sem og á öðru.A.Dumas yngri sagði eitt sinn Skoðanir eru eins og naglar því meir sem maður hamrar á þeim því fastara sitja þær

 

En ég ætlaði að skrifa um bók sem kom sennilega út fyrir nokkrum árum og heitir á íslensku Dumasarfélagið þó ég hafi ekki lesið hana fyrr en í fyrra.Sagan er um einhverskonar gamalla bóka spæjara.Sem er leigður til að finna blöð ú handriti Dumasar um Skytturnar þrjár.

 

Þýðing Kristins R Ólasonar á þessari sögu er hreint með fádæmum.Ég minnist ekki að hafa lesið bók sem ég hafði eins lítið gaman af söguþræðinum en lesa hana vegna hinnar góðu íslensku sem hún var þýdd á.

 

Ég er því miður búinn að týna þessari bók í augnablikinu(var að flytja)en hún á eftir að koma í leitirnar.Ef mér brestur ekki minni heitir/hét? höfundurinn:Arturo Perez-Reverte

 

Mér finnst að það ætti að hafa þessa bók til lestrar í efribekkjum grunnskóla vegna málsins á henni

  

!999 var gerð kvikmynd eftir þessari sögu sem hét;”Ninth Gate”Með hlutverk í myndini eru ekki ófrægari stjörnum en:Johnny Depp,Frank Langella og að ógleymdri hinni sænsku Lenu Olin.Leikstjórinn var svo ekki af verri endanum sjálfur Roman Polanski.

 

Þegar ég var að sigla “úti”þá fengum við alltaf nýjustu kvikmyndirnar á vídeóspólum frá”Velferðinni”Þar á meðal var þessi mynd og ég byrjaði að horfa á hana en hún fangaði ekki athygli mína.Nú er ág að leita hennar á vídeóleigum en ekki fundið.

  

Eftir lestur þessar bókar leiðir maður hugan að Dumasarfeðga.Alexandre Dumas eldri(1802-1870)Er sennilega frægastur fyrir“Skytturnar þrjár”og”Greifinn frá Monte Christo”Sá yngri kynnti hann oft með orðunum”Þetta er faðir minn,stórt barn sem ég fékk þegar ég var mjög ungur”

 

Dumas e hitti móðir Dumasar y þegar han var að byrja sinn feril sem rithöfundur.hún hét Catherine Labay.Hún var bláfátæk sumakona með geislandi kynþokka se Dumas e var ekki lengi að uppgötva.Hann bauð henni í”picnic”á sunnudögum í Meudonskóginum þar sem var dimmur hellir m.a.Það leið ekki á löngu uns Cathreine var kona ekki einsömul.

 

Þau fluttu saman og 1824 fæddist svo sonurinn A.Dumas y.En lífið með saumakonunni var ekki það sem Dumas e hafði óskað sér svo fljótlega yfirgaf hann kærustuna og soninn.En hann gleymdi aldrei syninum og náði með klækjum umráðaréttinum yfir drengnum.

 

Sá yngri lifði sennilega öllu litríkara lífi en sá eldri.Hann mun hafa sagt eitt sinn að klafar hjónabandsins væru það þungir að oft þyrfti 3 til að bera þá.Kona að nafni Marie Duplessis hafði mikil áhrif á A.Dumas yngri(1824-1895).Þessi kona sem hét raunar:”Alphonsine Plessis”og var fædd í litlu bóndaþorpi sama ár og Dumas y.Þessa konu átti Dumas y eftir að gera ódauðlega í Heimsbókmenntunum

 

Það var sagt um hana:”Hún varð fræg fyrir fegurð, þokka og siðfágun sem lyfti henni yfir”elstu atvinnugreinina”og aflaði henni virðingar í hópi heldra fólksin”Dumas varð algerlega töfraður af henni er hann sá hana fyrst í”Théatre des Varietés”í París.Marie varð brátt fræg sem “konan sem hataði rósir”,ilmurinn olli henni svima.Í staðin sendu aðdáendur hennar henni hvítar ilmlausar”Kamelíur”(terunnablóm)

 

Marie varð aðeins 23 ára.Rétt fyrir andlátið giftist hún einum af sínum elskendum og varð Perregaux greifaynja.Hún dó 3 febr.1847 og þeir sem fylgdu henni til grafar voru aðeins 2 menn,Makinn Edouard Perregaux og einn af vinum a.Dumasar y Edouard Delessert sem faktíst var vitni að þeirra fyrsta fundi

 

Hún er grafin í litlum grafreit í Montmartre kirkjugarðinum sem nú orðið er bara opin til heimsóknar á Allraheilagramessu 1sta nóv

  

Að Marie látinni skrifaði Dumas y skáldsöguna”Kamelíufrúin”sem varð hans stóra gegnumbrot sem rithöfundar og svo seinna leikrit með sama nafni.En Dumas er talin einn af upphafsmönnum “hugmyndaleikritsins”Fræg kvikmynd var gerð eftir sögunni þar sem Greta Garbo leikur Kamelíufrúnna.Einnig mun ópera Verdi,La Traviata byggð á fyrrgreindri skáldsögu

 Það sem átti að vera nokkurra orða skrif um velþýdda bók er orðin að langloku um þá frægu Dumasarfeðga,tekið ófrjálsi hendi úr ýmsum heimildum.Kært kvödd 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 536297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband