7.7.2007 | 20:56
Dómsmálaráðherra,mistök og fl
Mér finnst alveg með einsdæmum hvað dómsmálaráðherra er sjálfsánægður og laus við öll mistök.
Manni sem Reykjavíkingar höfnuðu með eftirminnilegum hætti sem borgarstjóra.Síðan strikaður niður um sæti í síðustu kosningum.Að eigin sögn allt einhverju vondu fólki að kenna.
Og ég sem las í bernsku að vont fólk byggi bara á Snæfellsnesi.Allavega eftir æfiminningum séra Árna á Staðarhrauni
Ekkert með persónu Björns að gera.Mætti halda að persónan Björns Bjarnasonar sé ekki á bak við nafnið Björn Bjarnason.Eða öfugt,eða þannig
Síðasta útspil þessa mistakalausa manns sem er haldinn er einskonar"antihöfnunarkennd" er að það sé "ekki endilega álitshnekkir"fyrir Hæstarétti Íslands þótt Mannréttindadómsstóll Evrópu telji fyrrgreindan"rétt"hafa brotið 6 grein mannréttindasáttmála Evrópu á ungri stúlku.Nei og fussu svei ekkert að hjá dómsmálaráðuneyti,eða undirstofnunum þess.
Þó svo að flokksbróðir og sennilega vinur ráðherra Jón Steinar Gunnlaugsson hafi gert alvarlega athugasemd við dóminn á sínum tíma.
Við þessi"sauðsvörtu"sem getum gert mistök og viðurkennum þau oftast,skiljum oft ekki þessa mistakalausu menn.Þeir hafa sennilega verið á grúppufundi þegar guð úthlutaði viðurkenningarkendinni til okkar hinna.
Það er umhugsunarvert hve forstöðumenn hinna ýmsu stofnana virðast haldnir þessum viðurkenningarskorti.Þ.e.a.s. setningin"fyrirgefið hér hafa orðið mistök"virðist ekki vera til í þeirra orðabók.Í staðin er lopinn teygður út í eitt.
Í viðtali segir Fiskistofustjóri m.a:"Mér finnst að þarna(átt við fréttaskýringu Agnesar Bragadóttir í Mogganum,athugasemd mín)sé verið að gara alltof mikið úr þessu hugsanlegu kvótasvindli og eins brottkastinu.Þetta kemur ekki heim og saman við það sem við upplifum hér""Þá hlýtur maður að spyrja sig fiskast enginn undirmálsfiskur við Ísland lengur.Fæst heldur ekki lengur enginn svo stór fiskur að hann passar ekki í flökunnarvélar vinnsluskipanna.
Af hverju tala svo margir sjómenn um brottkast yfir kaffibollum í landi um leið og þeir gera stólpagrín að svokölluðu"togararallý"Af hverju ekki að hlusta á Grétar Mar þar sem hann stingur uppá að menn megi koma fram undir nafni án þess að eiga á hættu að vera lögsóttir,Fiskistofustjóri ætti að vera umhugað um að sannleikurinn komi í ljós og að þá sé þessum þráláta orð rómi gerð fullnægjandi skil.
Viðskiftaráðherra ætti ekki að verða skotaskuld úr að setja bráðabirgðarlög um uppgjöf sakar í þessu tilfelli eins og hann snaraði fram úr erminni bráðabirgðarlög um rafmagnið á"Vellinum"
Um kvótasvindlið segir Fiskistofustjóri m.a.""að auki séu eftirlitsmenn á þeirra snærum í Hull og Grimsby sem rannsaki gámana þegar þangað er komið.""Og þá spyr maður sig,hverrar þjóðar eru þessir menn og fyrir hverja starfa þeir þegar þeir eru ekki að"hnýsast"í gáma frá Íslandi.Kanna þeir hvern gám eða taka þeir"stikkprufu"og hver stjórnar hvaða gámar eru athugaðir.
Hvað með Þýskaland?Fiskistofustjóri talar bara um Hull og Grimsby.Erum við hættir að selja gámafisk til Þýskalands.Og/eða önnur Evrópulönd.Það er alveg með meiriháttar endemum hvað menn legga á borð fyrir fólkið í landinu og ætlast til að það trúi öllum fja.......
En það er alveg á hreinu að fólkið í landinu kemur til með að munda 06-07-07.Og guð hjálpi þeim mönnum sem bera ábyrgðina á því ef ekki rætist úr fiskistofnunum á næstu árum.Ég segi ekki annað.
Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 536297
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 55
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fiskistofa er með þarlenda menn við talningar á mörkuðunum í Hull og Grimsby, (reyndar hefur verið hálf íslendingur í Grimsby sem skipt var út fyrir skömmu, vonum seinna, alger liðleskja, tengdur umboðsmanni og vinnubrögðin eftir því). Þeir eru að sjálfsögðu mannlegir og þeim eru þar af leiðandi takmörk sett. Málið er að það á ekkert að þurfa að vera að veltast yfir einhverjum talningum á tittum í útlöndum, fiskinn á að vigta og helst verðleggja áður en þangað kemur, svo einfalt er það nú fyrir flestum, en það er verið að þjóna þarna einhverjum hagsmunum sem ekki er gott að átta sig á.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.7.2007 kl. 21:53
Kvitt afbragðs grein og sönn/Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 8.7.2007 kl. 00:14
Mjög góð grein. Las líka viðtalið við fiskistofustjóra og varð alveg orðlaus.
Jóhann Elíasson, 8.7.2007 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.