Er Sturla genginn í Frjálslyndaflokkinn

Ja batnandi manni er best að lifa.Eftir að hafa hlustað á kvöldfréttirnar þar sem Sturla Böðvarsson kom inn á kvótamálin kemur manni í hug þetta gamla orðtak.Og manni dettur helst í hug að hann sé genginn til liðs við Frjálslyndaflokkinn.Ég segi bara Guð láti gott á vita.Þó himin og haf skilji að ræður Forseta Alþingis og Forsætisráðherra um fiskveiðistefnuna þá er sá áfellisdómur sem Sturla kvað upp um hana í  ræðu sinni á Ísafirð allavega ánægjulegur.Og að maður tali ekki um að það skuli koma úr ranni Íhaldsins.Ég tek ofan fyrir Sturlu.Nú er kominn svo mikill þrýstingur á Sjávarútvegsráðherra að hann hlýtur að fara að hlusta og það vel á raddir manna sem hafa gagnrýnt hafa þetta kerfi.Radda manna úr röðum fræðimanna(sem ekki starfa hjá Hafró)sjómanna ,fiskverkenda,Guðjón Arnars,Grétars Mar.Magnúsar Þórs,Sigurjóns Þórðar,Jóns Kristjáns,og Kristins Péturssonar já og fl.Hann getur ekki þagað þessi mál í hel eins og virtist hafa verið hugsunin.Kannske verður þessi svarta skýrsla sem unnin er,að mér er sagt,uppúr eindæmavitlausri aðgerð sem kallast"togararall"til þess að eithhvað fer að gerast í málum sjávarútvegsins.Og að þessir menntahrokagikkir í Hafró fari að endurskoða málið frá grunni.Ég man ekki betur en að fyrir nokkrum árum hafi Canadamenn endurskoðað sínar rannsóknir eftir að það komst upp að til rannsóknanna hafi þeir notað úrelt skip og lönguúrelt veiðarfæri.Ég held að mig misminni ekki.En  mér skildst að það sé akkúrat það sem fram fari í þessu svokallaða"togararalli"Sömu veiðarfæri og sömu togslóðir.Einn skipstjóri í Eyjum sagðist einu sinni hafa verið nýbúinn að leggja eina trossu þegar einn af þessum"ralltogurum"kallaði hann uppi og spurði hvað hann væri að gera.Nú hann sagði sem var.Þá bað hinn hann að draga trossuna aftur því að hún væri í veginum fyrir að þeir gætu togað sína"rallslóð"Hinn hélt nú ekki og hrökklaðist þá"rallarinn" burtu.Þessi saga sem ég veit að er sönn lýsir nú ekki miklum vísindum.Það var sem sagt ekki hægt að beyja nokkrar gráður fyrir baujuna,það hefði  stefnd rannsóknunum í voða.Sennilega þurft að hætta þorskveiðum í eitt ár ef það hefði verið gert.Ég verð nú að segja að ég hef ekki svo mikið inngrip í þessi mál en ég hef í gegn um tíðina fylgst með hvað Guðjón Arnar hefur haft um málið að segja og ég veit að hann er greindur maður og veit vel hvað hann er að segja.Ég hef líka í gegn um tíðina lesið það sem Kristinn Pétursson hefur verið að skrifa og alltaf þótt hann hafa mikið til síns máls.Ég hreinlega hlakka til að hlusta á hann á þriðjudag en þá skilst mér að hann verði í viðtali hjá orðháknum Inga Hrafni.Því miður mistti ég af Guðjóni Arnari sem var víst hjá Imga um daginn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 536880

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband