8.6.2007 | 18:01
Ríkir og fátækir
Hvernig í ósköpunum getur á því staðið á því að ef láglaunamaður fær nokkra % hækkun á laun sín þá hleypir hann af stað óstöðvandi verðbólgu.En ef forstjórar,bankastjórar fá sömu % á sín miljóna krónulaun þá skeður ekkert.Þó svo að hækkun þeirra síðarnefndu séu í krónum talið miklu hærri.Þær fjárhæðir virka ekkert á þessa svokölluðu þenslu.Þó svo að allur lúxusinn sem þessir menn láta eftir sér sé ekki í hálfkvisti við það sem hinn almenni launþegi lætur eftir sér.Hver skilur í þessari hringavitleysu.Einar"óvætturinn frá Flateyri"gerir engar atrhugasemdir við launahækkun fyrstgreindu hópana.En ef eitthvað á að fara að bæta hag þeirra verr settu í þjóðfélaginu þá kemur hann strax í beina útsendingu og segir þjóðina ekki hafa efni á því.Einar Oddur hefur ekkert við kaupin á aflógadalli til Grímseyjaferða að athuga.Hvaða gæðingum Íhaldsins skildi verið að hampa í því máli.Mér finnst fv Samgönguráðherra Sturla Böðvarsson skulda greiðendum reikningsins fyrir þessi kaup þ.e.a.s.almenningi í þessu landi skýringar.Almenningur á rétt á aö vita hver skoðaði ferjuna í fyrstu?.Var hún keypt af fyrri eigendu beint eða var einhver íslenskur milliliður?Er fótur fyrir þeim orðrómi að vissir aðilar hafi keypt hana fyrir 10 miljónir en selt svo ríkinu hana fyrir 90 miljónir.Sem sagt grætt 80 miljónir á dæminu.Ég vona bara fyrir Einars Odds og þessara frjálshygguíhaldsmanna að þetta séu bara sögusagnir.Ég vona að nýorðin Samgönguráðherra upplýsi af hverjum ríkið keypti þennan forngrip og hver skoðaði skipið og mælti með kaupunum við Vegagerðina.Ég er viss um að menn frá Vegagerðinni hljóta að hafa haft menn/mann með sér til ráðgafar.Við eigum heimtingu að vita hverjir voru ráðgafarnir.Það er oft skrýtið með hvernig peningum ríkisins er varið.Oft er sóað peningum í einhver gæluverkefni ráðamanna.Einnig eru nógir peningar í há laun til gæðinga innan ríkisgeirans.En ef það á að fara að bæta hag t.d.barna með geðvandamál þá er allt að fara til fjandans..Ég endurtek að það ætti að láta nokkra af þessum lúsablesum fara á götuna og láta á bjarga sér á lægstu launum sem greidd eru í dag.Við megum heldur ekki gleyma því að margir sem komnir eru á eftirlaun í dag súpa dauðan úr skel vegna ráðstafana ráða manna hér á árum árum.Gengisfellingar til að bjarga málunum og tvö 0 skorin af krónunni svo eitthvað sé nefnd.Ráðstafana manna eins og Einars Odds,Péturs Blöndals,Davíðs.Manna sem nú eru sennilega að hilma yfir eitthvað sem ekki þolir dagsins ljós í Grímseyjarferjumálinu.Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 536882
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega sammála þessu ,þetta verður að rannsaka ofani kjölinn og gef ekkert eftir/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 8.6.2007 kl. 22:50
Heyr.
Georg Eiður Arnarson, 8.6.2007 kl. 23:29
Ég hef mikinn áhuga á að sjá hvernig samgöngumálaráðherrann taki á Grímseyjarferjumálinu þegar hann er kominn með það á sitt borð eins og hann talaði mikið um það fyrir kosningar. Nú er ekki víst að hann megi gaspra mikið um það. Mér finnst hann nú ennþá eins og vængstýfður fugl í sambandi við þetta mál. Hvorki hrár né soðinn. Einar Oddur mun líklega benda á að ef lægstu laun hækka þá hækkar allt upp eftir launastiganum en þetta eru örfáir aðilar sem fá þessa hækkun þannig að það skipti minna máli fyrir efnahagslífið. Þetta er bara svo siðlaust og þessar fjárhæðir allfof háar. Ég i treysti mér til að sinna þessu starfi fyrir mun minni fjárhæðir :)...
Kolbrún Stefánsdóttir, 9.6.2007 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.