Enn og aftur

Enn og aftur dynur frjálshyggan á manni umbúðalaust.Lá í leti í morgun en fann svo upp á að horfa á sjóbnvarp frá Alþing.Hlustaði á nýorðin Velferðarráðherra Jóhönnu Sigurðardóttir mæla fyrir nýrri þingsáliktunartillögu um velferð barna og eyða biðlistum á Bugl m.a..Nokkrir stjórnarandstæðingar tóku til máls og lýstu yfir stuðningi sínum allavega í flestum atriðum.En viti menn rís ekki stjórnarþingmaðurinn Einar Oddur Kristjánsson upp og lýsir yfir úr ræðustól Alþingis að hann sé á móti þessari tillögu.Þessi svokallaði"bjargvættur" sagði það berum orðum að Ríkið hefði ekki efni á að setja peninga í það sem virtist vera að hans mati óþarfa.Ríkið hefur ekki efni á að kosta lækningu á börnum sem vegna ófyrirséðra ástæðna þurfa meðhöndlun sérfræðinga í bernsku svo að þau geti tekist á við lífið.Ríkið sem hefur ekki ráð á þessu er að hækka laun seðlabankastjóra um 200.000 á mánuði um þessar mundir.Ríki sem gefur efnafólki stórafslátt á sköttum sínum og skyldum fyrir þetta þjóðfélag,Ríki sem eyðir milljónum í ferðir fv alþingismanna með mökum sínum.....sumir  makanna með fortíð á gráu svæði svo ekki sé meira sagt.....Ríki sem aldrei virðist spara er að sendiráðum kemur.Ríki sem eyðir milljónum í að komast 1 já eitt ár í snoppklúbb sem kennir sig við öryggi,Klúbbur sem lætur sem ekkert sé í málum ýmsra þjóðarbrota í Afríku.Hversu legngi eigum við þessi svo kölluð alþýða þessa lands að þola óvirðingu,ruddaskap og yfirgang þessara manna sem kenna sig við sjálfstæði.Nei Íhaldsflokkur skal hann heita.Einar Oddur var kallaður"Bjargvætturinn frá Flateyri"einu sinni en"Óvætturinn frá Flateyri"væri réttnefni á hann í dag.Ég veit að ég er ekkert gáfnaljós og mun aldrei reyna að láta í það skína,en ég get ekki skilið hvað kom mér til að kjósa þennan flokk í áraraðir.Flokk sem inniheldur manneskjuhatara eins og Davíð Oddson, Einar Odd,Pétur Blöndal og fleiri slíka fégræðgismenn.En batnandi manni er best að lífa.Kært kvödd

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Leggðu við hlustirnar...Þá heyrirðu hversu ákaft ég klappa fyrir þér.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 7.6.2007 kl. 18:01

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svona garmar eru best geymdir þar sem þeir eru ávarpaðir "háttvirtur".

Árni Gunnarsson, 7.6.2007 kl. 22:50

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Snjall !!!en  kanski fast að orði komis/samt!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 8.6.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 536883

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband