Kótinn og Mogginn

Batnandi manni er best að lifa datt mér í hug er ég las forustugrein Moggans í dag.Þar stóð m.a

.......Þótt færa megi margvísleg rök fyrir kvótakerfinu að öðru leyti er ljóst að markmiðið með því var ekki að það skildi eftir sig sviðna jörð um land allt. En það er kvótakerfið að gera. Ef kvóti Vinnslustöðvarinnar hverfur frá Vestmannaeyjum má búast við að stór hluti íbúanna flytjist á brott. Viljum við það? Er það markmið sjávarútvegsstefnunnar að leggja Vestmannaeyjar í eyði? Er það markmið sjávarútvegsstefnunnar að byggðin leggist af á Flateyri við Önundarfjörð? Það má færa rök fyrir því að Bolvíkingar hafi náð sér á strik á trillubátum eftir að kvótinn hvarf frá Bolungarvík en hvaða sjómenn geta rekið fiskveiðar með því að leigja kvótann á 200 krónur kílóið og selja fiskinn aftur á innan við 300 krónur kílóið? Við Íslendingar viljum ekki að sjávarþorpin leggist í eyði. Við viljum ekki að þorri sjómanna verði leiguliðar hjá fáum, stórum kvótaeigendum. Við lítum ekki svo á að þetta hafi verið markmiðið með kvótakerfinu. Þess vegna er nú óhjákvæmilegt að taka þetta kerfi til endurskoðunar á nýjan leik. Það gengur ekki að örfáir einstaklingar geti lagt heilu byggðirnar í rúst með því að kaupa upp þann kvóta sem þar er að finna. Hvort sem Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra líkar betur eða verr verður hann að taka þetta mál allt upp til endurskoðunar. Og það þýða engin vettlingatök. Ekki er það betri kostur fyrir sjávarútvegsráðherra að Vestmannaeyingar og Flateyringar fjölmenni til Reykjavíkur og stormi borgarhliðin að sjávarútvegsráðuneytinu. Þolinmæði íbúanna í sjávarplássunum er augljóslega þrotin. Ráðherrarnir í ríkisstjórn Íslands eiga ekki að bíða eftir því að sú þolinmæði springi framan í þá með ógnarkrafti......

Skildi það loksins vera farið að síast inn í menn hvaða ógagn er að þessu kótakerfi fyrir landsbyggðina.Það skildi þó ekki fara svo að Morgunblaði yrði helsta málgagn þeirra sem vilja breytingar á þessu kerfi.Það verður alltaf meira spennandi að hlusta á Sjávarútvegsráðherra halda sína ræðu á morgun.Ef við skoðum sviðið í hans ranni í dag.Fégráðugir braskarar fara eins og stormsveipir yfir landið í leit að kóta til að braska með.Ógn vofir yfir sjávarbyggðum þessa lands ef ekkert verður að gert.Hvað gera t.d. erfingar þeirra manna sem í dag reyna að halda sínum kæru heimabyggðum í byggð þegar þeir síðarnefndu falla frá.Fiskiskipum fækkar og þar af leiðandi störfum sjómanna.Ef trúa má orðum formanns stéttarfélags þeirra á Akureyri þá er þrælahald aftur komið á suma íslenska togara allavega í eigu eins ónefnds manns.Og slysum fer fjölgandi í framhaldi af því.Farmannastéttinni að blæða út.Hafró með enn  eina af sínum svörtu skýrslum.Byggðri á einhverju arfavitlausu togararali sem enginn,sem vit hefur á veiðiskap dettur í hug að taka mark á,Mér skilds á mönnum sem hafa tekið þátt í þessari vitleysu sem Togararall heitir að það sé bara togað á sömu svæðum með útbúnað sem er síðan á árdögum skuttogara Maður hugsar með hryllingi til framtíðar ef þessi nefndur ráðherra lætur fljóta sofandi að feigðarósi.Við skulum bara vona að Mogginn komi vitinu fyrir þennan ráðherra sem stjórnar þessum,allavega fv undirstöðuatvinnuvegi okkar og taka undir með Steini Steinari er hann kveður:

.....Og eitt sinn skulu draumar vorir rætast

um þjóðfélag hins frjálsa,sterka manns,

sem engin ránshönd,drápshönd vofir yfir

og slegið fær.......

Það var slæmt að ekki skildi vera hreinsað út í margnefndu ráðuneyti og þessari samkundu sem kennir sig við Hafrannsóknir í leiðinni 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sæll Ólafur, það er ekki farið að síast inn í landann hversu óréttlátt fiskveiðistjórnunin er svokallað kvótakerfi. Ef svo væri þá hefðu menn og konur fylkt sér til mótmæla á pöllum Alþingis og mótmælt rányrkju stjórnmálamanna á auðlindinni er þeir úthlutuðu henni vinum sínum. Enginn sonur þrælanna sem réru víkingaskipunum í fyrndinni til landsins hefur haft þor eða áræði til að mótmæla ranglætinu. Þeir eru þrælar og verða það, það eru þeirra gen!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 2.6.2007 kl. 16:48

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Við væntum þessa að allir fari að sjá þetta óréttlæti,fyrst Moggi er komin í þetta og segir þar það sem við höfum alltaf sagt sem eru á móti þessu kvótakerfi/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 2.6.2007 kl. 18:04

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki gat ég betur séð en Jóhann í Hafró væri bara sæmilega brattur í sjónvarpinu í kvöld.

Ætli manninum sé fyrirmunað að skilja tilgang þessarar stofnunar sem hann hefur stýrt með þessum líka árangri?

Árni Gunnarsson, 2.6.2007 kl. 22:43

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Moggi kom á óvart í dag, kannski að það sé farið að ganga fram af einhverjum og þætti nú engum mikið.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.6.2007 kl. 00:39

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ólafur ég vil bara benda þér á að það er enginn að selja þorsk á tæpar 300 kr kílóið að jafnaði.því miður er staðreyndin sú að verðið fer vel niður fyrir 100 kall og upp í 270 kr algengast er 170 til 220 kr og síðan geta menn reiknað.

Hallgrímur Guðmundsson, 3.6.2007 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 536892

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband