"Það er með hreinum ólíkindum"

Það er með hreinum ólíkindum að svona getir skeð og það í þjóðfélagi sem telur sig vera siðmenntað. Það er ekki nóg að lög séu brotin á eldriborgurum heldur eru þeir troðnir ofan i drulluna og þrýst eins neðarlega og hægt er Á meðan hækkar svo þessi "skríll" sem telst til ráðamanna við sig kaupið og það með afturvirkum áhrifum. Er ekki til neinn vottur af samvisku í þessum andsk..... hræjum??

 

Af öllum hinum arðrændu í þjóðfélaginu, er enginn troðinn eins langt niður í allsleysið og eldriborgarar og öryrkjar  Verkafólkið í landinu hefir komið á ýmsum kjarabótum ásamt hækkandi kaupi,Það er líkast því, að ráðandi flokkar í landinu líti á fg hópa eins og stórveldin lítu á nýlendur, sem áttu að skila dýrmæturm hráefnum. En á eftir gátu íbúar þeirra étið bara skít eða lifað á andardrætti sínum Ráðamenn vita að eldriborgarar geta litlum vörnum beitt  eða fært fram neinar mótvægisaðgerðir Og því er ráðist á þá með algerri fúlmennsku

 

 

 

Hvað er það annað en hrein fúlmennska að hækka launin við þessa ídjóta Þegar eldrir borgarar og öryrkjar eru skildir eftir ?. Alveg eins og glæpamennirnir í arabalöndunum fara með flóttafólkið. Og ég held að konan í "ófarnaðarráðuneytinu" ætti að fara að hugsa sinn gang Kært kvödd


mbl.is Laun forseta hækka um tæp 200 þús.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bundið í lög hvernig og hvenær bætur eldri borgara skuli taka breytingum. Að gera annað en lögin bjóða er lögbrot. Það er ekki lögbrot að fara eftir lögunum þó aldraðir vilji að lög séu sniðgengin.

Kynslóðin sem nú eru eldri borgara setti þessi lög fyrir sína bótaþega og ætti því að geta búið sjálf við kjörin sem þeir buðu og töldu fullnægjandi. Laun vinnandi manna koma bótaþegum ekkert við og öfund þeirra út í laun vinnandi fólks er þeim til skammar.

Ufsi (IP-tala skráð) 22.11.2015 kl. 18:12

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessi framkoma ráðamanna er til skammar Ólafur.

Ufsi, eru lögin sem þú vitnar í eitthvert óbreytanlegt undur sem féll af himnum ofan? Voru þau lög ekki samin og sett af þeim sömu aðilum og sömdu lögin um Kjararáð sem færir þeim sömu aðilum tífalda hækkun á við öryrkja, afturvirka á meðan öryrkjarnir bíða? Víst koma laun vinnandi fólks öryrkjum við. Miðað er við að lágmarkslaun dugi fyrir framfærslu, það gerir hungurlúsin sem öryrkjum er skammtað ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.11.2015 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband