11.5.2007 | 21:15
St Petersbourg
Árið var 1990.Ég var yfirstm á 10.000 t skipi sem sigldi undir Maltaflaggi.Skipverjar voru af hinum ýmsu þjóernum.íslenskir,pólskir.rússneskir og maltabúar.Við tókum við skipinu í La Coruna á Spáni.En norskur eigandi hafði keypt það af spönskum.Eftir 1/2 mánaðar dvöl í dokk fórum við til La Pallice í Frakklandi til að lesta hveiti til St Petersbourg.Við fengum að vita að eigandi farmsins væri Rauði Krossin.Og væri farmurinn gjöf til Rússa.Lestunin í Frakklandi gekk vel.Vorum 3 daga að lesta fullfermi.Við komum til St Petersbourg þ.18 des.1990.Þar sem við vorum með gjafahveiti til fólksins í landinu bjuggumst við að fá skjóta afgreiðslu.En viti menn,við vorum settir til ankers.Við það lágum við til 1 jan.Meira lá nú ekki á,þrátt fyrir hungursneiðina sem svo sannarlega var þarna.Þegar að bryggju var komið var okkur tjáð að losuninn myndi taka 1 viku.Unnið yrði allan sólarhringinn á 2 vöktum með vaktaskifti kl 0100 og 1300.Við vorum 35 daga að losa.Orsökin var margvísleg,snjókoma,rigning,drykkjuskapur verkamannana og óstundvísi.Þessa daga upplifði maður ýmislegt.Við fengum 100 rúblur fyrir dollaran á þessum tíma.Til dæmi um verðgildið þá voru 6 konur trúlega einhverskonar meinatæknar sem tóku sýni úr farminum öðru hvoru þegar var verið að losa.Laun þessara kvenna voru 300 rúblur á mánuði.sem sagt 3 dollarar.Þær voru alltaf 3 saman og unnu með losunargengunum.Einu sinni gaf ég 3 af þeim 3 dollara hverri ég veit ekki hvað auminga konurnar ætluðu af gleði.Ég var að gefa þeim mánaðarlaun hverri.Ég man að ég fór á rakarastofu að láta klippa mig og tók búnt af rúblum úr vasanum til að borga,sama sagan þar, auminga stúlkan sem klippti mig vissi ekki hvaðan á sig veðrið stóð yfir þessu örlæti.Það var nákvæmlega sama hvað stevedorformenninir voru beðnir um að útvega,allt var fallt fyrir dollara.Ég keypti t.d.3 myndavélar af góðu merki,fyrir 30 dollara.Kvennloðhúfa af ekta bjarnarskinni 2 dollara.Svona voru prísarnir.Þarna keyptum við allir sjónvörp og vídíó í klefana.Sjónvarpsloftnet fyrir skip af,þá fullkomnustu gerð.Allt eftir þessu.Öllum þessum varningi var sennilega stolið úr fragt annara skipa.Alltaf voru hafnarverkamennirnir að koma með eitthvað til sölu fyrir dollara.Ég skrifaði í gær um útimarkaðinn sem seldi kjöt til neyslu.Já maður upplifir heiminn öðruvísi en ferðamennirnir þegar maður siglir í langfart.Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.