Fyrr og nú

Ekki ætla ég mér að blanda mér mikið í hin svokölluðu kódamál.Heldur rifja upp svolítið og bera saman við núið.Hugsum okkur sjávarbæ úti á landi.Hugsum okkur c.a.5000 íbúa.Bátafjöldinn segjum, milli 60-80 bátar flestir byggðir úr tré.Eigendur voru oftar en ekki skipstjórinn og vélstjórinn.Þetta gekk misjafnlega hjá mönnum og sumir urðu,sem kallað er á slæmri íslensku fallít.Þá gerðist það oft að ungir duglegir menn fengu sjéns eins og sagt er á enn verri íslensku.Í þorpinu voru 2 svokallaðir slippir.Trébátarnir þurftu ummönnum af fagmönnum svokölluðum skipasmiðum.Svo var að minnsta kosti 3 vélsmiðjur sem sáu um viðhald vélana,þar störfuðu einnig fagmenn þ.e.a.s.vélsmiðir.Í landi voru kannske 3-4 frystihús svo söltuðu margir eigin afla.Til þessa bæjar komu kannske 2000 manns til að vinna við fiskvinnslu í landi.Einnig komu 20-30 svokallaðir aðkomubátar sem réru frá þessum bæ á vertíðum.Trébátar slóu stundum úr sér og vélarnar gengu kannske á öllum og þá komu fyrr greindir fagmenn til sögunnar.Ég er að ímynda mér að hver bátur gæfi 30 störf að jafnaði.Með aðkomubátunum væri þetta kannske 3000 störf fyrir utan fiskvinsluna.Vélsmiðjurnar og einnig slippirnir þjónuðustu líka vinslustöðvarnar .Nú verslun og önnur þjónusta blómgaðist.Meira að segja læknaþjónustan var þannig að ef eitthvað amaði að þá gast þú sest inn á biðstofu hjá einum af kannske 3 læknum sem þarna störfuðu.Oftast bara 2.Þú fékkst alltaf úrlausn mála þinna samdægurs.Það var alltaf eittvað að gerast og fólkið sem bjó á staðnum og stundaði önnur störf en í sambandi við sjálfan sjávarútveginn fylgust vel með.Allir í bænum fylgdust t.d.með hvaða bátur var aflahæðstur og öllu þvílíku.Hvernig lítur það út í ímyndaða bænun okkar í dag.Tæknin hefur kallað á færri störf í fiskvinnslunni.Stór stálskip og litlir plastbátar hafa leyst gömlu trébátana af hólmi.Skipasmiðir eru ornir óþarfir í þeim mæli sem var og,eða hafa snúið sér að öðru.Ein af þessum stéttum sem er að blæða út eins og svo mörgum stéttum sem tengast sjávarútvegi.Það er engin slippur lengur í bænum okkar.Vélsmiðir farnir að leita annað.Þessum nýju tímum fylgdi svo kölluð gámavæðing.Þ.e.a.s.fiskinum er landað í gáma sem er svo fluttur út óunninn úr bænum okkar.Út af þessu færri störf per bát hvert sem litið er.Ungir dugandi menn eiga engan möguleika að komast í útgerð í dag.Ég hitti fyrir nokkrum árum mjög aflasælan skipstjóra sem hafði  oft verið aflahæðstur í sinni verstöð.Honum var sagt upp með bátinn sem hann var búinn að stýra með miklum ágætum í nokkur ár,vegna hagræðingar.Ég spurði hann hvort síminn hefði stoppað hjá honum eftir að hann hætti.Hvort menn væru ekki ólmir að fá hann til sín.Nei sagði hann það hefur ekkert lengur að gera með hvort maður fiskar eða ekki.Góður fiskimaður myndi bara klára kódan strax.Þessi maður snéri sér að öðru.Ég var einhvern tíma að hlusta á stjórnmálamann sem talaði fagurlega bæði um hagræðingu í útvegi og eitthvað sem hann kallaði Byggðarstefnu og hældi sínum flokki mikið af.Þessi maður dásamaði mikið hve hans flokkur myndi gera mikið fyrir landsbyggðina.Þar væru samgöngumálin framarlega á stefnuskrá.Það eru nokkur ár síðan ég heyrði þessa lofræðu.En hvernig er umhorfs í bænum okkar í dag.Mikið er nú gott að Byggðarstefnan og Sjávarútvegsmálin séu í öruggum farvegi.Hugsum málið og dæmi hver fyrir sig.Kært kvödd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband