En og aftur

En og aftur verður maður vitni að því að ráðamenn í þessu landi koma í fjölmiðla og leika einhverja sakleysinga og reyna að spila á greind almúgans.Dettur nokkrum lifandi manni í hug,í ekki stærra þjóðfélagi en hér er og á ekki stærri samkundu og Alþingi,er að engin í Samgöngunefnd hafi vitað af tengslum ráðherra við þessa stúlku sem greint var frá í gær.Halló halló hún var búinn að vera 15 mánuði í landinu.Hvort hún var búin að vera unnusta sonar ráðherra allan tíman veit ég ekki.Mér finnst það ekki koma málinu svo mikið við.Þetta var kannske ekki svo alvarlegt að leyfa þessa landvist.En að geta ekki viðurkennt hlutina eins og þeir eru,þegar þeir komast í hámæli,og segja bara sannleikan það finnst mér bera vott um virðingarleysi.Að þetta fólk leyfi sér sífellt að segja ósatt í fjölmiðlum já og að komast frá því á jafnbillegan hátt og virðist vera,er að mínu mati óþolandi.Svo er annað sem vakti athygli mína það var úr umræðu um nýliðið Kirkjuþing eða Prestastefnu ég man ekki hvort orðið var yfir samkunduna.Ég ætla að halda minni skoðun á málum samkynhneigðra fyrir mig.En ég hjó eftir því í umræðunni að talað var um öfl innan klerkastéttarinnar sem hefðu stoppað frumvarpið um hjónaband fyrrgreindra aðila.Hvaða öfl eru það sem eru svo sterk innan kirkjunnar og þjóðfélagsins sjálfs að menn þora ekki að láta skoðanir sínar í ljós.Að það þurfi leynilegar kosningar á Kirkjuþingi til að menn þori að láta uppi sína sannfæringu.Og af hverju var ekki leynileg kosning leyfð.Hvaða öfl eru það í þjóðfélaginu sem virðast láta það viðgangast að menn sem auðsýnilega,allavega af mjög mörgum löglærðum mönnum eru sekir við landslög virðast sleppa sýknir saka.Hvaða öfl eru þetta sem virðast hafa svona áhrif í þessu litla þjóðfélagi að hinum almenna borgara stendur oft stuggur af í sambandi við svokallað réttlæti.Ég hélt að við lifðum í lýðræðisríki þar sem menn mættu láta skoðanir sínar í ljós án þess að hafa baga af.En ég er farinn að efast og það stórlega.Kært kvödd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já þetta er hið undarlegasta mál

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.5.2007 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband