Ráðamenn

Enn og aftur er lagt á borð fyrir okkur sem tilheyrum svokölluðum almenningi í þessu landi hræringi af lýgi,hroka og niðurlægingu.Niðurlægingu segi ég af að í mínum huga er það niðurlæging að tala niður til annarar manneskju.Hroki er í mínum huga þegar menn þykjast vera yfir aðra hafnir.Lýgi heitir það allavega á sjómannamáli þegar menn segja ósatt.Ég hugsa að maður sé mismunandi sekur af þessu þrennu allavega ég.En mér finnst það forkastanlegt þegar menn sem vonast eftir að almenningur kjósi til metorða í stjórn landsins standa keikir frammi fyrir sjónvarpsvélar og segja ósatt án þess að depla auga.Það væri gaman að fá Gallup til að kanna meðal almennings hvað margir hafi lagt trúnað á það sem iðnaðarráðherran sagði í sjónvarpinu í kvöld.Ætlar þessari lítisvirðingu við almenning aldrei að linna þ.e.a.s.að það sé sama hvern fj     þeir segi í fjöðmiðlum um gjörðir sínar sauðsvartur almúginn trúi öllu.Ég er kannske einn um þá skoðun mína að iðnaðarráðherra tali alltaf niður til fólksins í landinu,að honum finnist hann hafin yfir okkur hin.Mér finnst hann alltaf tala þannig að hann sé góði maðurinn að tala við einhvern óvita.Og ekki vantar  orðaleppana.Maður getur skilið að menn sveigi sannleikan að sínu stefnumáli í kosningaáróðri,en í þessu tilfelli,ja svei.Halló halló Jón það er meira á milli eyrnana á fólki en þú virðist halda.Nóg um það.Ég fagna þessum samningum sem gerðir voru í dag við nágranna okkar,dani og norðmenn.þó að ég deili áhyggum mínum með Steingrími Sigfússyni um að hvort Landshelgisgæslan og björgunarsveitir gætu orðið útundan hvað fjárlög snerta.Það virðist alltaf vera skorið niður í þeim ranni sem síst skyldi.Svo maður tali nú ekki um velferðarmálin.Landhelgisgæslan hefur í mörg ár, þrátt fyrir að dómsmálaráðheran hafi gortað sig af að hafa sterkar taugar til hennar verið í fjársvelti.Ég segi nú ekki annað,það var mikið lán að þessir flokkar voru við völd þegar ráðamenn þessa lands voru rassskelltir af Bush og co.Það hefði verið gaman að sjá hvernig  heimasíða Björns Bjarnasonar hefði litið út eftir rassskellin.Mann skortir hugmyndaflug til að ímynda sér það.En ég er hlynntur hinum svokölluðu tindátum hans.Ég er hlynntur öllu sem snýr að öryggi okkar til sjávar og sveita og sem einhvert vit er í.Og það er að mínu mati vit í þessari varasveit manna staðsettum víðsvegar um landið.Að lokum málið sem ekki má tala upphátt um meðferð íslendinga á innfluttu vinnuafli.Þó fyrirtækið sem stendur að framkvæmdum fyrir austan sé útlent þá,þá eru yfirvöldin sem með málið fara íslensk.Eða er kannske búið að flagga ríkisstjórnini og öllum embættismönnum út.Menn ættu kannske að fara að hlusta betur á frambjóðendur Frjálslynda flokksins í staðin fyrir rangtúlkanir hinna flokkana og þá sérstaklega þeirra sem stjórna og segja að málflutningur FF sé hræðsluáróður.Kært kvödd.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Alltaf gott að heyra málflutning þinn þar sem þú talar alltaf út frá eigin sjónarhóli og sanngirni um samfélagsmál líðandi stundar!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 26.4.2007 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.2.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 536402

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband