21.4.2007 | 22:01
Fátækt,glæpir og refsing
Stjórnarliðarnir hafa hamast við að reyna að afsanna að fátækt fyrirfinnist á Íslandi.Og einn stjórnarliðinn virist halda,að sé hún fyrir hendi stafi hún af drykkuskap og fíkniefnaneyslu.Mel Brooks gerði einusinni að mínu mati,stórskemmtilega mynd þar sem auðmaður tapar öllum sínum auð vegna svika samstarfsmanns síns.Ég ætla nú ekki að reyna að gerast einhver kvikmyndagagnrýnandi,en mér fannst Brooks fara vel með efnið.Mér finnst að það að ætti að skylda alla ráðherra,allavega þá sem með fjár og félagsmál fara,að fara á beit á götunnu,algerlega tómhenta og verða að sækja um styrki og bætur sem jafnaldrar þeirra verða sækja til hins opinbera,sem öryrkjar og eldriborgarar.Láta þá lifa af 80-90 þús á mánuði.Engin mætti hjálpa þeim nema líknarstofnanir.Ég veit að undir marga af þessum nýríku mönnum hefur ekki verið mulið.En margir, alltof oft margir eru fæddir gulldrengir sem aldrei hafa difið hendi í kallt vatn og nokkrir af þeim í stjórnmálum.Ég hef oft hugsað um verkalýðsleiðtoga sem hafa þurft að sitja hinummegin við borðið og þessir gulldrengir og verið að reyna að fá þá til að hækka laun verkakonu um nokkur prósent.Svo er það framkoma margra af þessum mönnum við almúgan í þessu landi.Hvernig þessir mektarmenn eins og þeir eru oft ragnnefndir að mínu mati tala til fólksins.Það er eins og þeir haldi að almenningur í þessu landi hafi ekkert annað á milli eyrnana annað en graut samnefndan þeim sem var neyddur ofaní mig sem barn.Eins og t.d.þegar Atlandsolía var að ná fótfestu hér á landi og opnaði útsölu yrst á Kársnesinu,með lægra verði en hin félögin.Þá lækkuðu 1 eða 2 útsölur annars félags verðið.Svo ef ég man rétt kláraðist farmur Atlandsolíu,þá hækkuðu hinir verðið um leið.Þegar einn af J-errunum hjá þessu félagi var spurður um hvort þessi hækkun væri eitthvað í sambandi fyrrgreint olíufélag hélt hann nú ekki,ástæðan væru breytingar á heimsmarkaðsverði.Hvernig í ósköpunum gat heimsmarkaðsverð aðeins haft áhrif á 1 eða 2 útsölur í Kópavogi.Mér finnst þessi maður skulda þjóðinni afsökun fyrir að leggja svonalagað á borð fyrir hana.Kunna þessir menn allsekki að skammast sín.Trúði nokkur einasti Íslendingur þessum orðum?Ég vorkenni mönnum sem hafa lent á villigötum í lífinu,hverrar orsaka það er.Sumar eru áfengi,fíkniefni en á þessum villigötum geta líka lent menn sem af einhverjum ástæðum hafa fatlast.Verði manni í þessum hóp á vegna fíknar sinnar eða fötlunar á að stela þau ekki séu það stórupphæðir er þeim refsað.Með lögum skal land byggja en ólögum eyða.Þetta eða eitthvað þessu líkt minnir mig að standi yfir dyrum í Höfuðborginni.Inní þessu húsi starfa menn sem sjá til að menn séu réttlátlega dæmdir fyrir gerðir sínar.Þófnaður skal ekki lýðast í landi voru.Hart skal tekið á glæpalýð þessa lands.En svo eru menn sýknaðir af þessum vísu mönnum.Oft virðist það vera af ófullkomnum rannsóknum laganna varða.Stundum fá menn sem sýknaðir hafa verið að koma í Sjónvarp nokkra manna.Mér finnst Sjónvarp allra landsmanna ragnnefni á þessari stofnun.Þeir koma í Kastljósið til að segja landsmönnum frá hvursu hroðalega rangindum þeir hafa verið beittir um leið og þeir passa að hárið sitji nú rétt svo menn sjái nú hversu saklausir þeir séu.Afbrota menn eru oftast ógreiddir og jafnvel órakaðir líka enda hafa þeir ekkert að gera í Kastljósum.Svo til að þessum saklausu vel greiddu mönnum líði nú betur eftir meðferðina er þeim boðið í sólina í vestri af þeirri þjóð sem þeir ranglega voru sakaðir um að svindla á.Já það er gott að vera íslendingur þar sem fátækt þekkist ekki hjá heiðarlegu fólki.Það er eins gott eins og það er vont að lenda á villigötum vegna fötlunar,veikinda eða aldurs.Ég veit um mann sem á undir högg að sækja í augnablikinu vegna veikinda.Þessi maður situr smástund á hverjum degi á kosningaskrifstofu stjórnmálaflokks sem ekki er samstíga þeim flokki sem ræður för í bænum sem hann býr í.Hann var spurður um daginn: hvernig þorir þú þessu?Erum við Íslendingar sem garnan kennum okkur við víkinga hættir að þora.Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 536401
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einhver misskilningur í gangi. Það var haft eftir konunni hans Kristins Björnssonar í sjónvarpsviðtali að hún þekkti öngvan mann sem hefði jafn sterka réttlætiskennd og hann Kristinn. Reyndar hefur það sannast með réttlætiskenndina að hún er hrekkjótt og á það til að vera sjálfhverf.
Hanna Birna, manstu þegar Steinar bóndi í Hlíðum undir Steinahlíðum kom þar að sem bændur á hreppsþingi börðu og hröktu Þjóðrek biskup fyrir að boða villutrú. Þegar bændurnir voru orðnir leiðir á að berja trúboðann tíndust þeir á brott. Hlíðabóndi var hjartahreinn maður og leiddist að sjá menn barða. Hann kom nú til aðstoðar og saman reyndu þeir að lagfæra föt mormónabiskups og tína saman blöðin sem rifin höfðu verin úr testamentinu. Steinar vorkenndi biskupi og hafði orð á þessum voðaverkum bændanna. Þjóðrekur biskup bar sig allvel og gerði ekki mikið úr, sagðist nú sjaldan hafa verið barinn svona lítið. Mér segist svo hugur að þeir muni verða allmargir sem ganga að kjörborðinu 12. maí með hinu umburðarlynda hugarfari Þjóðreks biskups. Tiltölulega sáttir með að hafa nú þrátt fyrir allt ekki verið barðir meira.
Árni Gunnarsson, 22.4.2007 kl. 15:30
Ég hef lengi efast um að við íslendingar séum afkomendur víkinganna sem ofbauð skattlagningin í heimalandinu og til að komast undan álögunum sigldu þeir á haf út án þess að hafa hugmynd um hvert ferðinni væri heitið! Ég hef helst hallast á þá skoðun að við séum afkomendur þrælanna sem réru skipunum fyrir víkingana ,yfirmenn sína.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 23.4.2007 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.