Hvað er að ske í Norge

Fann þetta á Visir.is

Sérsveit gegn þjófum frá Austur-Evrópu

Norska lögreglan er að stofna sérsveit sem hefur það verkefni að uppræta innbrots- og þjófagengi frá Austur-Evrópu. Mikið er um slík gengi í Noregi og Svíþjóð. Sum þeirra koma sér upp höfuðstöðvum á afskekktum stöðum í löndunum tveimur og fara þaðan í ránsleiðangra.

Marie Björnland, lögreglustjóri í Vestfold segir mjög bagalegt að athafnir þessara glæpamanna skuli kasta rýrð á orðstír fjölda manna sem komi til Noregs til þess að vinna og séu velkomnir í landinu.

Hún leggur áherslu á að þarna verði að skilja á milli. Nú sé hinsvegar svo komið að þjófagengin séu orðin svo umsvifamikil að ekki verði hjá því komist að grípa til markvissra aðgerða. Þjófarnir séu svo bíræfnir að þeir steli upp í pantanir. Sem dæmi nefnir hún að um tíma hafi árekstrarpúðum verið stolið úr bílum í stórum stíl. Aðferðin við að fjarlægja þetta öryggistæki hafi alltaf verið sú sama, sem bendi ótvírætt til sérhæfingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 536894

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband