Löggæsla,sjógæsla

Það er merkilegt hvað sumir virðast alveg fara úr límingunum,þegar rætt er um hugmynd Björns Bjarna.um varalið lögreglunar og tala um tindáta.Gerir fólk á Íslandi sér ekki ljóst enn að litla saklausa Ísland er að komast í tengingu við umheimin.Fyrir 30 árum hefði bankagjaldkeri hlegið hefði að honum verið beint byssa.Hann hlær ekki í dag.Í þá daga vorum við með að minnstakosti 5varðskip/báta.Nú eru þau 2.Litlu varðskipin sem við áttum þá,höfðu eftirlit með fiskveiðiflota annara þjóða.Sem sagt veiðiþjófum.Nú erum við lausir við þá.Allavega höldum við það.En blasir ekki önnur ógn við okkur í dag?Ógn sem gæti haft að mörgu leiti skelfilegri afleiðingar á stóran hóp íslendinga.Nýtt og stórt varðskip er mjög gott mál sem ég held að allir séu sammála um það.En er það nóg?Hvað um eiturlyfjabarónana sem sitja um landið?Hvað með allar eyðivíkurnar/firðina á Austfjörðum?Ég hef því fleygt að þær hafi verið notaðar hér á árum áður og þá fyrir guðaveigar.Menn eru ekki lengi að skjótast á góðum hraðbát yfir hafið til þeirra og landsetja slatta af eiturlyfjum þar í ró og næði.Það hefur enginn eftirlit með þessu í dag.Er ekki alltaf verið að skera niður peninga til hinnar almennu löggæslu.Ég er hlynntur tindátunum hans Björns.Þeir eiga líka að vera dreyfðir um landbyggðina og þeir eiga að hafa til umráða kraftmikla hraðbáta.Og geta farið á sjó með litlum fyrirvara.Nú ætla ég ekki að gruna innlenda/erlenda verkamenn á Austfjörðunum um neina græsku.En væri maður eiturlyfjabarón skildi maður ekki líta hýru auga til þessa mannfjölda samankomnum á einum stað.Hvað með að menn færu að hafa ábata af á smygla saklausum flótta mönnum hingað sem svo myndu vinna fyrir lúsalaunum hjá fégráðugum verktökum.Setjumst niður og íhugum það.Hættum að halda að engin geri okkur mein af því að við séum svo litlir og afskekktir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Góð grein, ég er þér algerlega sammála.

Georg Eiður Arnarson, 5.4.2007 kl. 17:00

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Við erum svo oft alltof ,,Blágeyg", varðandi hverskonar fólki sem við treystum skilyrðislaust. Við setjum of oft spurningarmerki við hvor sakamál sem fólk, einstaklingar eins og ég kemur framm með hvort það geti verið sannleikur eða aðeins hugarburður . Fjölgun í lögreglunni er flott mál, enn þá þarf yfirstjórn lögreglunnar að vera skipað mönnum sem eru hafnir yfir allan grun um að hylma yfir glæpi vina sinna! Sjá. httt://mal214.googlepages.com Þið verðið að slá inn slóðina þar sem hún hefur verið afvirkjuð á Mbl.is blogginu!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 6.4.2007 kl. 15:28

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

,,Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör".

Guðrún Magnea Helgadóttir, 8.4.2007 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 536291

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband