Nýbúar

Ég þurfti að fara nokkra daga á spítala nú fyrir skömmu.Ég var einn í stofu og rétt eftir að ég var innritaður og lagstur uppí rúmmið mitt heyrði ég í starfstúlkum sem voru að tala saman frammi á ganginum.Fyrsta sem uppí huga minn koma að það væri eins og maður væri kominn  á spítala í Bankok eða Manilla.Þar sem ég og flokkurinn sem ég styð höfum áhuga á fólki sem hingað vill flytja og setjast hér að fór ég að hugsa til eigin reynslu.Ekki það að ég hafi neitt á móti þessu fólki langt þar frá.En við verðum að passa okkur á að vel sé staðið að verki og rætt opinskátt um þessi mál.Ég þekki marga menn sem hafa farið og búsett sig erlendis.Þar á meðal er ég sjálfur.Það eru margir sem flytjast út til annara landa og eru komnir vel á fullorðins ár.Margir og þá einkum þeir sem flytjast með börnum sínum komast aldrei almennilega inn í mál  tilheyrandi lands því þeir hreinlega nenna því ekki og láta börn/ættmenni túlka fyrir sig.Ég fór að hugsa um þessa"Nýbúakonur"og ég spurði hjúkrunarfræðinginn sem á vakt var hvort ekki væri reynt að láta þær tala saman á íslensku t. d. í matar og kaffitímum þegar íslenskt fólk væri til staðar.Þá sagði hún mér að þær(Nýbúakonurnar)héldu sér alveg út af fyrir sig og vildu sem minnst reyna að tala íslensku.Þarna er kannske kjarninn í þessu.Nú veit ég ekkert hvernig vera þessara kvenna þarna er tilkominn en ég veit að margar af þessum konum eru giftar sjómönnum og eru kannske einar heima langtímum saman þ.e.a.s.án  þess að nokkur tali við þær íslensku.Hvaða mál tala svo þessar konur við börnin sín?Hvurnig íslensku tala svo börnin þegar þau stækka?Í hinum Norðurlöndunum eru stórir hópar af innflytendum og það af annarri kynslóð þeirra sem tala svo bjagað mál að þeir eru eiginlega útilokaðir frá atvinnumarkanum nema alveg lægst launuðu störfunum.Þessir menn hafa því miður orðið fíkniefna og annari glæpastarfsemi auðveld bráð.Þessi mál eru að byrja að taka á sig mynd hér og við megu/viljum ekki standa bara og opna allar dyr og fylgjast svo ekki með eða aðhafast neitt.Við eigum að bjóða fólk velkomið hingað en við þurfum líka að standa á bremsunum hvað það varðar að þetta fólk verði ekki annars flokks þegnar þessa lands.Það er enginn rassismi að vilja að nýbúum líði hér vel.Við skulum hafa"hljóðneman"opinn þegar við tölum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 536291

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband