"Ég er hræddur um"

Ég er hræddur um að íslensk stjórnvöld þurfi að taka þessa skýrslu norðmannana grafalvarlega. Mér hefur þótt eins og margir hér á landi hugsi sem svo. "Við erum friðsæl smáþjóð á lítilli eyju á norðurhjara sem gerir engum neitt og að allir séu svo góðir við okkur.Og engin geri okkur neitt mein".

 

 

En staðreyndin er sú að íslendingar geta verið veikir á geði alveg eins og allar aðrar þjóðir. Hefði ég otað skammbyssu að bankagjaldkera fyrir ja ca 30 árum og heimtað peninga, þá hefi sá hinn sami bara hlegið að mér. Svona var sakleysið á Íslandi í þá daga. Og margir halda að svona sakleysi tíðkist ennþá hér. Allavega er það einn stjórnmálaflokkur starfandi hér á landi og er meira sega  annar af stjórnarflokkunum sem nota hvert tækifæri sem þeir geta til að rakka niður þá menn sem starfa hérlendis við að reyna að halda uppi gæslu við að lög og reglur séu í heiðri hafðar.

 

 

Þeim hefur tekist að "slátra" fleiri tugum starfa við löggæslu. Þeir virðast ekki skilja að lögregluþjónar eru að reyna að vinna þau störf sem þeir eru skikkaðir til. Það er reynt að meiða þá við skyldustörf. Nokkrir meiddir lögregluþjónar geta valdið því að hjálp komi seinna en skildi að alvarlegu bílslysi. Og í því slysi gæti verið ættingi þess sem slasaði þann sem annars hefði komist fyrr á slysstaðinn.

 

 

Í norsku skýrslunni er talað um skilaboð sem ekki var tekið mark á en hefðu getað breitt aðstæðum til muna. Það sem ég óttast hér er að ef svona atburðir gerðust hér tæki kanske vagthafandi á lítt mannaðri lögreglustöð þetta bara sem grín sem hreinlega var gert að fyrstu í Noregi. Því sennilega datt engum í hug að svona lagað gæti skeð í landinu. Mig minnir að þegar Olof Palme var myrtu trúði löggan því ekki almennilega strax þannig að þeir gáfu morðinganum tíma til að hypja sig.

 

 

Þessir atburðið eiga að koma stjornvöldum hér niður á jörðinni fá þá til að senda þá sem að þvílikum atburðum kæmu ef skeðin hér til Noregs til skrafs og ráða gera. Þó ég vilji gjarnan vili fylla þann hóp sem trúir ekki að það geti gerst hér. Þá héld ég að það sé ekki spurningin hvort þetta gerist heldur hvenær eitthvað í þessa áttina eigi eftir að gerast.Og mér hefur satt að segja þótt margir íslendingar virkilega bláeygðir hvað útlendinga varða. Og auðtrúa á hvað þeir segja. Þó er ég ekki á móti nýrra blóði hvað fólkið í landinu varðar. Ég sá slíkan tvískynnung hvað innflytendur varðaði í Svíþjóð að það hálfa væri meir en nóg Og notabene það var ekki innflytandi sem framdi voðaverkin í Noregi

 

 

Og fjandi væri það nú aulalegt að allir sem ættu að koma til bjargar stæðu, nöguðu neglurna og vissu ekkert í sinn haus. Það á að sleppa öllum "kosningavíxlum"núna en setja þá peninga í að stórefla löggæsluna. Hætta t.d. við þá andsk..... vitleysu taka sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum þaðan. Og ég er líka viss um að margir í vissum flokki og jafnvel í öllum öðrum ef þeir lesa þetta hugsa "hvaða andsk.....  bull er þetta í karlfj........ En skildi þurfa eitthvað í ætt við voðaverkin í Noregi til að stjórnendur þessa lands og fjöldi ábúenda þess komi niður á jörðina hvað þetta varðar. Kært kvödd


mbl.is Hefðu getað komið klukkan 18
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband