26.7.2012 | 12:39
"Þessi sápukúlu frétt"
Þessi sápukúlu frétt leiðir hugan að þegar ég lenti í sjálfsáunnum vandræðum þegar ég bjó í svíþjóð. Ég hafð keypt nýjan bíl beint frá verksmiðjunni. Ég setti hann oft í alþvott á sjálvirkri bílaþvottastöð. Við það kom alltaf leiðindaskán á framrúðuna mér til mikilla armæðu. Þar kom að, að þessi fjand... skán var komin að þolmörkum hjá mér og ég var á þessum tíma maður athafna
Þá tók ég til minna ráða. Nú til að gera langa sögu stutta þá keypti ég litla flösku af YES uppþvottalegi og fyllti á rúðupiss tankinn. Eitthvað vann efnafræðin á móti mér í þessu máli. Því næst þegar rigndi og ég setti þurkunnar á þá skeðu undur og stórmerki. Þykk skán settist á rúðuna þar sem þurkurnar unnu á. Þurfti ég nú að skrúfa niður hliðarrúðuna til að sjá eitthvað út. Þannig keyrði ég eins hægt og umferðin leyfði mér með sápukúlur fjúkandi upp og aftur af bílnum að næstu bensínstöð.
Þar laug ég því að ég hefði lánað dóttir minni bílinn kvöldið áður og hún hefði sett einhvern fjan... á fg tank. Þeir sugu svo gutlið upp og settu það sem átti að vera á tanknum. Ég keyrði svo hljóðlátur og sápukúlulaus frá bensínstöðinni. Nú talandi um bílaeign mína þá rann blákaldur veruleikinn upp fyrir mér í gær þegar nýtilkomin bílaskifti voru rædd í "musteri munnlegra sagna".
Ég átti lítinn rauðan bíl en er nú komin á gráan aðeins stærri. Og vinur minn spurði:" Hverig í andsk...... á maður nú að þekkja þig komin á vanalega litan bíl". Og í gærkveldi fór ég að hugsa málið. Og sá að ég hafði misst spón úr askinum. Ég var hættur að vera "skrítni kallinn með hattinn á rauða litla bílnum"
En er kannse bara orðinn "skrítni kallinn með hattinn" Og mér líður eiginlega eins og Birni Th Björnssyni þegar hann hætti að vera "Biddi Bjöss"nema í Vestmannaeyjum þegar foreldrar hans fluttu með hann til Reykjavíkur Eins og hann lýsir svo meistaralega í bók sinni "Sandgreifunum" Í mínu tilfelli var hálf veröldin tekin frá mér við bílaskiftin. Kært kvödd
Í stórri sápukúlu yfir Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 535992
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll minn kæri og takk fyrir skemmtilegan pistil. Alltaf gaman að lesa svona skemmtileg blogg. Talandi um Sandgreifana þáer það skemmtileg bók að lesa þar sem hún gerist á mínum æskuslóðum.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.7.2012 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.