"Hugsið ykkur hvað hægt væri að gera"

Hugsið ykkur hvað hægt væri að gera í heiminum ef allir borguðu skatt eins og eðlilegur borgari gerir. Og hugsið ykkur hvað væri hægt að gera ef allir þeir peningar sem liggja í vopnum og viðskiftum með þau væru notaðir rétt. Ég fullyrði ef svo væri sem skrifað er hér að framan,þá myndi hver munnur mettur og hver einasti sjúklingur sem lækningu þarf fá hana.

 

 

Og ímyndið ykkur allan þennan andsk..... tvískinnung sem er í þessum málum í heiminum. Ein af norðurlandaþjóðunnum vill láta líta á sig sem eina af helstu friðelskandi þjóða er áttunda í röðinni með vopnaútflutning. Ef einhverstaðar er barist er vopn þaðan yfirleitt notuð. Ekki ætla ég mér að dæma hver hefur rétt fyrir sér í Sýrlandi. En ég veit að Kína og Rússlandi beittu neitunnarvaldi til að stöðva einhverjar aðgerðir. Vegna manngæsku?

 

 

Nei heldur vegna vopnasölu þessara stórvelda til landsins. (Rússland í öðru sæti en Kína í því sjötta hvað vopnaútflutning varðar) Svo er það "alheimslögreglan" USA  sem telur sig eitt mesta lýðræðisríki heims. Þeir trjóna á toppnum sem helstu vopnaútflutningsríki heims. Kína og Rússland hafa aldrei verið talinn til lýðræðisríkja En Bandaríkjamenn og Svíar telja sig slíka. En lýðræði er fótum troðið með vopnum þaðan um allan heim.Vorið í arabaríkjunum hvað vitum við íslendingar yfirleitt um það ?

 

 

Eigum við t.d að trúa hvað útsmognir stjórnmálamenn okkar segja sem aldrei veigra sér við að ljúga upp í opið geðið á okkur. Ísland úr NATÓ einusinni. Blessun lögð yfir athöfnum NATÓ örfáum árum seinna. Gamlir göngugarpar (komnir í góðar stöður og nenna ekki lengur að elska frið) úr Kelfavíkurgöngum fagna nú vopnaburði í öðrum löndum og jafnvel hvetja til enn frekar þannig. Var ekki meginástæða Íraksstríðsins sem sumir af göngugörpunum víttu og fordæmdu sú sama og í Líbíustríðið og núna Sýrlandstríðið.

 

 

 

Að koma harðskeyttum einræðisherrum frá. Sem sagðir voru fótum troða lýðræði. Maður er því miður steinhættur að trúa einu einasta orði sem fólk sem kennir sig við póliTÍK segir. Ímyndið ykkur ef okkar ráðherra utanríkis (hann er aldrei á landinu ef dæma má eftir viðtölum við hann) hefði nú verið XD eða XB og þeir hefðu látið hafa það eftir sér álíka skoðun og hann gerði nýlega. Hvert hefðu núverandi ráðherrar komist í vandlætingu yfir sömu skoðunum og nv "aldrei heima ráðherra" Þeir hefðu farið upp úr þaki húsins við völlinn. Já maður er hugsi yfir ástandinu bæði "ude og hjemme" Verið kært kvödd


mbl.is Trilljónir í skattaskjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 535992

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband