"Ég hafði smá samúð"

Ég hafði smá samúð með Geir Harde í þessu Landsdómsmáli. En sú samúð hvarf sem dögg fyrir sólu þegar hann sagði eitthvað á þessa leið eftir dómsfellinguna:

 

 

" Ég lýsti því yfir þegar málið var dómtekið og á fyrri stigum þess að ég bæri fyllsta traust til landsdóms. Nú er ljóst að meirihluti hans reis ekki undir því trausti heldur hafa pólitísk sjónarmið laumað sér inn í réttinn og meirihluti dómara ákveðið að láta þau ráða för frekar heldur en hreint lögfræðileg mat"

 

 

Þetta finnst mér einhver ömurlegasta afsökun hjá nokkrum manni yfir dómsúrskurði. En samt finnst mér þetta sanna samband ákveðins stjórnmálaflokks yfir dómsmálum þessa lands. Geir var viss í sinni sök um sýknun, taldi sig þekkja innviði dómkerfisins eftir margra ára stjórn fg stjórnmálaflokks á því 

 

 

En svo bregðast krosstré sem önnur. Vistrimenn hafa stundum kvartað með nákvæmlega sömu rökum undan dómurum hérlendis.Höfðu þeir þá kannske rétt fyrir sér eins og stuðningsmenn Geirs vilja meina að hann hafi nú?? Það er langt síðan að ég missti álit á dómstólum hér. Og hef sagt  svipað og Geir segir nú um að pólitísk sjónarmið hafi laumað sér inn í réttarfarið  Kært kvödd


mbl.is Ósáttur við niðurstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já dómurinn brást trausti Geirs - alvarlegra verður það vart!

Hvað ætli Lalli Johns þá að segja, hvað ætli dómstólarnir hafi oft brugðist trausti hans?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.4.2012 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband