14.8.2011 | 22:52
Fórnfýsi
Ég hef haldið út síðu á 123.is sem heitir http://fragtskip.123.is/ Ég var um daginn að fjalla um siglingar íslendinga á stríðsárunum seinni. Og við undirbúninginn hef ég leitað fanga í timarit.is. Og þótt ég hafi ekki birt það hef ég oftar en ekki lesið um mikla fórnfýsi margra sjómanna. Helsærður skipstjóri sagði t.d.við skipsmenn sína þegar þeir eftir hatrama árás kafbáts : "Hugsið þið um Steina fyrst"En Steini var bróðir hans sem líka var helsærður.
Og mér finnst satt að segja allar siglingar til og frá landinu á stríðsárunum lýsa fórnfýsi. Ég hef átt orðastað við menn sem sigldu öll þessi ár, og þeir sögðu; "menn þurftu bara að gera þetta". Það þurfti að koma nauðsynjum til landsins og það þurfti að afla gjaldeyris. En fórnfýsi er sennilega jafngömul manninum. Þó sumir hafi haldið sig til hlés hvað hana varðar Jón Guðmundsson frá Gamla Hrauni á Eyrarbakka átti 9 syni sem komust upp og uru þrír þeirra skipstjórar á vélbátum í Vestmannaeyjum og einn á Akranesi Elstur var Þórður á Bergi ( 1887 - 1939 ) var formaður m.a á Enok VE 164
Guðmundur eldri á Háeyri (1888-1976) formaður m.a á Olgu VE 139 Jafnhliða formennskunni smíðaði Guðmundur þrjá 11 lesta báta árið 1915 og voru þeir allir tilbúnir fyrir vertíð.
Gunnar Marel ( 1891- 1979 ) Öðu VE VE 146 Gunnar byggði ásamt öðrum Dráttarbraut Vstmannaeyja 1925. Og byggði eftir það fjöldan allan af bátum Þ.á.m m/b Helga VE sem þá var stærsta tréskip sem smíðað hafði verið á Íslandi Langafabarn Gunnars er Tryggvi Sigurðsson löngu landskunnur skipalíkanasmiður og nv vélstjóri á Frá sem Óskar afabarn Guðmundar (eldri) á og gerir út
Guðmundur yngri ( 1908-1972) sem frægastur varð þegar hann hélt skipi sínu á floti, þrátt fyrir að margir töldu bátinn af í fárviðri í jan 1952´
Hér er blaðsíða úr "Eyjar gegn um aldirnar" þar sem þrír af bræðrunum koma við sögu
Þarna segir frá þegar Eyjabátar komu úr róðri einn daginn í febrúar vantaði einn bátinn Enok VE 164 þar sem einn af þeim Gamlahraunsbræðrum Þórður var formaður á. Þrátt fyrir slæmt veður A hvassviðri og brim fer bróðir hans Guðmundur (eldri) formaður á Olgu aftur út í sortan að leita að bát bróður síns Og finnur hann vélavana á reki V við Eyjar Tekur hann í tog. Þá er veðrið orðið svo slæmt að höfnin var ófær. Komst Olga með hinn bilaða bát undir Eiðið. Og lágu bátarnir þar um nóttina. Daginn eftir var veður orðið skaplegra og komust þá báðir bátarnir klakklaust til hafnar.
Á sömu síðu segir frá hrakningum Öðu VE 146 í apríl sama ár. En vél bátsins bilaði er hann var á leið heim úr róðri. Tókst bátsverjum að heisa segl og sigla undir Ofanleitishamar og legjast þar við akkeri. En legufærin gáfu sig svo bátinn rak fyrir sjó og vindi til haf, Það á að vera hægt að stækka myndina af blaðsíðunni svo að hægt sé að lesa um þetta þar. Þessir umræddu bræður voru sjöundi ættliðurinn af skipstjórum. Svo féll einn úr en nú eru tveir liðir komnir í viðbót þeir Óskar Þórarinsson (sonarsonur Guðmundar Jónssonar eldri) fv skipstjóri ávallt kenndur húsið sem afi hans byggði 1911 og sonur hans Sindri sem nú er skipstjóri á bát pabba sins Frá.
Það eru svona sögur sem á að segja börnum á Íslandi en ekki einhverjar Spidermans eða einhverjar nútíma ofurhetjusögur Þessir menn voru heimasmíðaðir ekki innfluttir fra USA. Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.8.2011 kl. 19:17 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll frændi! Gaman er ad fylgjast med blogginu tinu. Tu mått ekki gleima ad Oskar er med betri søgumønnum i Vestmannaeyjum, eru teir to margir, bædi fyndinn og hæfilega lyginn. kvedja frå Norge Einar Olafsson
einar olafsson (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 15:26
Heill og sæll Ólafur og þakka þér kjærlega fyrir þetta blogg og mikið er ég sammála þér. Auðvitað eigum við að halda minningu þessara manna á lofti þeir eiga það svo sannarlega skilið. Til þess eigum við að nota hvert tækifæri eins og Sjómannadaginn.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.8.2011 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.