"gát að vera í fyrirrúmi."

Í þessu máli verður gát að vera í fyrirrúmi. Vitaskuld er það geðveiki, morð og hreinlega virðingaleysi fyrir lífi að gera svona. En það verður á líta á hvaðan fólkið kemur. Þetta fólk hefur upplifað miklu harðari heim en við þekkjum. Hér hefur eitthvað "klikkað" í móttöku þess.

Það þyrfti að athuga niður í kjölin. Ég hef stundum bent á fáfræði íslendinga hvað varðar líf og kjör annara þjóða. Það vill svo til að ég var sjómaður í farmennsku í ófá ár. Og við sjáum oft raunveruleikan berari augum en ferða eða námsmaðurinn. Því fátækrahverfin eru alltaf upp af hafnarhverfunum. Ég hef séð með eigin augum stóra rottu togast á um eitthvað við smábarn á öskhaug í Indlandi.

Ég sigldi oft upp Mekong fljótið til Saigon í Víetnam. Það kom fyrir að við sáum barnslík á floti á fljótinu. Þegar maður spurði hafnsögumennina svöruðu þeir að "bátafólkið" sem lifði á fljótinu væri svo bláfátæk að stúlkubörn væru oft óvelkomnar í þenna heim og væri þeim þá bara fleygt í fljótið við fæðingu.

Ekki veit ég neitt um þessa vesalings Litháa sem lentu í þessu hér núna en eitthvað hefur farist fyrir í að taka á móti þeim og kynna þeim að svona geri maður allekki á íslandi þó svo barnið sé óvelkomið í þennan heim. Sem þrátt fyrir allt er með bestu heimum í alheimi Þ.e.a.s sá íslenski Hlúið vel að þessari aumnga konu Setið hana ekki í fangelsi. Kært kvödd


mbl.is Gæsluvarðhald og geðrannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 536225

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband