Loftárás

Á morgun er "Sjómannadagurinn" haldin hátíðlegur. Þá er minnst manna sem háðu baráttu við hafið. Fyrir tæpum 70 árum lauk miklum hildarleik sem framfór á N Atlatshafinu.  Á þessum tímum léku íslenskir sjómenn stórt hlutverk. Það má vel herma orð Winston Churchill þegar hann sagði: "Never in the field of human conflict was so much owed by so many to so few" upp á íslenska sjómenn sem færðu Bretum fisk þrátt fyrir hafnbann Þjóðverja. 

Nútíma sjómenn hafa gott af að rifja þessar sögur upp. Þessvegna langar mig að rifja einn atburð sem varð fyrir rétt rúmm 70 árum. En um þennan atburð skrifaði Agnar Guðmundsson seinna kunnur hvalveiðiskipstjóri var fyrsti stm. Honum segist svo fá í fyrsta tbl Sjómannablaðsins Víkings 1940. Þess ber að geta að skipstjórinn var Steindór Árnason þekktur togaraskipstjóri. 

 

Top.bmp B/V Arinbjörn Hersir RE 1

"Sunnudagsmorguninn þann 22. des. s. 1., er Arinbjörn hersir var staddur á 53° 23' N. br. og 5° 05' V. lgd., eða um 12 sjómílum NV af Mull of Cantyre, heyrðum við til flugvélar, sem okkur þótti nú engin nýlunda, því urg þeirra er orðið svo hversdagslegt, einkum í námunda við Englandsstrendur. Og það er nú svo, að vanalegast er ekki verið að reikna út, hvort þessari eða hinni flugvélinni búi illt í huga við viðkomandi. í þessu tilfelli skeði það, sem alltaf má búast við.

 

Flugvélin, sem var ,,Heinkel" 111, long distance twinenginebomber, flaug niður undir masturtoppa skipsins, og lét sprengju falla, er féll bakborðsmegin við skipið og orsakaði óhemju loftþrýsting. Skipið lék á reiðiskjálfi, líkt og því hefði verið siglt með fullri ferð upp í stórgrýti Eitt og annað gekk úr skorðum, ljós slokknuðu, og leki kom þegar að skipinu. - Þegar svona stendur á, má enginn vera að því að íhuga hvaða geigvænlegu augnablik eru að líða, allir hafa nóg að gera við að koma fyrir sig þeim öryggistækjum, sem skipinu fylgja og hægt er að notfæra sér.

 

240px Argyll and Bute UK location map svg Nágrenni árásarinnar 

 

Okkar fyrsta verk var að slaka bakborðsbátnum, sem var útsleginn, og meðan við vorum að slaka bátnum, flaug flugvélin yfir okkur og reyndi með vélbyssu sinni að hæfa mennina, sem voru að slaka, um leið og hún lét aðra sprengju falla. Þegar báturinn var kominn í sjóinn og komnir í hann 8 menn, flaug flugvélin yfir í þriðja sinn og lét nú skothríðina dynja á skipinu og bátnum o g sleppti nú tveimur sprengjum, sem þó hvorugar hittu skipið. Við þessa skothríð særðust allmikið 5 af þeim, sem í bátnum voru, og einn á þilfarinu Ennfremur skemmdist báturinn það mikið, að hann flaut aðeins á öftustu loftkössunum.

Eftir að við vorum komnir frá skipinu á lífbátnum, sem var illa sjófær, gerði flugvélin 3 árásir á það. Alls lét hún 14 sprengjur falla, en engin hæfði skipið, en svo nærri féllu þær, að skipið kastaðist og liðaðist til, eins og það væri í brimróti upp í skerjagarði. Það var sýnilegt strax, að flugmennirnir beindu skothríðinni aðallega að skipverjum, auk þess, sem þeir skutu á stjórnpallinn og hæfðu báða áttavitana og dýptarmælirinn, sem allt varð ónothæft. -

Heinkel He 111 Heinkel" 111, long distance twinenginebomber,

 

Þegar flugvélin var komin úr augsýn, var róið að skipinu og bundið um sár hinna særðu. Ljós voru lagfærð, og er loftskeytamaðurinn hafði komið sínum tækjum til að starfa, var sent út A. A. A., sem er sent í stað S. O. S., þegar flugvél gerir árás á skip. Samband náðist við G. P. K. radio og síðar við björgunarskipið „Superman", sem svo kom til okkar li/^ tíma eftir að árásin byrjaði. Hinir særðu voru strax látnir um borð í „Superman".

Síðan var athugað, hvort hægt mundi vera að fylgja honum eftir til hafnar, en það reyndist ógerlegt vegna margvislegrar bilunar. Að draga Arinbjörn taldi skipstjórinn á„Superman" að myndi hefta för skipsins of mikið, þar eð hinir særðu þurftu skjótrar læknishjálpar við, og með því, að veður fór versnandi, mikill sjór kominn í skipið og enginn nothæfur lífbátur, var Arinbjörn yfirgefinn og „Superman" hélt til Campbeltown með fullri ferð. -

 

Dickinson Album 002   088 StS  Dráttarbáturinn Superman 

 

Frá „Superman" var sent skeyti og annar dráttarbátur beðinn að fara á vettvang og reyna að ná Arinbirni hersi og draga hann til hafnar. Um borð í ,,Superman" var okkur sagt, að flugvélin hefði fyrst kastað á þá tveimur sprengjum, er hæfðu hvorugar, en þeir hröktu hana á brott með skothríð úr loftvarnabyssum sínum.

Til Campbeltown var komið seinni part sunnudagsins og voru þá hinir særðu, þeir: Jón Kristjánsson, Guðmundur Helgason, Guðjón Eyjólfsson, Ólafur Ingvarsson og Guðmundur Ólafsson fluttir á spítala. Marinó Jónsson var látinn fylgja okkur og um meiðsli hans búið í gistihúsinu. Við biðum þarna í 7 daga og leið öllum eftir atvikum vel. Egill Skallagrímsson kom og tók okkur, þá sem ferðafærir voru og flutti til Londonderry, en þangað hafði verið farið með Arinbjörn.

Top.bmp Aftur og enn tvinnast nöfnin Arinbjörn Hersir og Egill Skallagrímsson saman 

 

Hjá honum fengum við líka tvo menn að láni, þá Jón Ólafsson og Ragnar Karlsson. - B.v.„Gyllir", sem einnig kom til Londonderry, lét okkur hafa bát í stað okkar tveggja, sem báðir voru ónýtir. Eftir lauslega skoðun var skipið afhent skipstjóranum fyrir hönd eiganda, af viðkomandi „Naval Officer in Charge". Það var ljótt umhorfs um borð í Arinbirni, þegar við komum þangað. Allt var á tjá og tundri, og svo, að vart er hægt að lýsa með orðum einum. Við skoðunina kom einnig í ljós, að öll matvæli, siglingatæki eins og t. d. 2 sjónaukar, loflvog og vegmælir ásamt öðru lauslegu var horfið.

 

Top 1.bmp b/v Gyllir kom líka við þessa sögu

 

Innsiglið var rofið og þaðan horfið það sem þar fyrirfannst, ennfremur allur fatnaður skipverja og vörur þær, sem beir höíðu keypt í Englandi. Eftir að búið var að standsetja það, sem nauðsynlega þurfti til heimferðarinnar, og leyfi fengið til heimferðar, var haldið á stað. Veður var hið ákjósanlegasta og komið var til Reykjavíkur þ. 12. jan. síðdegis eftir rúma 3 sólarhringa ferð.

Nú er frásögn Agnars lokið, af mestu loftárásinni, sem gerð hefir verið á íslenzkt skip.(þetta er skrifað 1940 ath. mín Ó R) - En hverjir verða næst fyrir þessu, og hvenig fer þá? Islenzku skipin standa öll varnarlaus gagnvart þessum loftvörgum. Þeir geta í rólegheitum leikið sér að bráð sinni, eins og köttur að mús. Einasta vörnin gegn þessu er loftvarnabyssan, sem vera ætti um borð í hverju einasta skipi, sem til Englands siglir" 

Þessi saga lýsir vel hrottaskap styrjalda. Óvægin skothríð á vopnlausa menn sem eru að reyna að bjarga sér. Við íslendingar megum aldrei gleyma því að þessir menn áttu stærsta þáttinn í að skapa það þjóðlíf sem við lifum við í dag . Sem misvitrir stjórnmálamenn og ennþá vitlausari fjárglæframenn eru komnir langt með að eyðileggja, Verið ávallt kært kvödd og gleðilegan "Sjómannadag"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband