"þurfi ekki mikið meira vit"

Ég held að það þurfi ekki mikið meira vit í kollinum en eins og t.d. ég hef til að sjá þann stóra galla á þessum  fiskveiðistjórnarfrumvörpum "þeirrar tæru" sem fellst í að færa mikið vald yfir þessari svokallaðri "auðlind í þjóðareigu" til stjórnmálamanna.

226 m Nýtt pott.. nei nei kvótafrumvarp á leiðinni 

 

Liggur það bara ekki í hlutarins eðli að þeir kunna ekkert með það að fara. þeir virðast taka sér ástundum vald sem enga stoð hefur neinstaðar.

g03500 Það leynist kannske glæta í einhverju í  fiskveiðistjórnarfrumvörpunum ???

T.d eins og nú þegar þingkona Framsóknar leyfir sér að tala fyrir munn viss hóps hér í Eyjum. Sem svo frábiðja sér ummælin. Og guð hjálpi okkur ef á að fara ríkisreka þessa veigamiklu atvinnugrein. Menn á miðjum aldri og þar yfir ættu að muna "Bæjarútgerðirnar".

 

5454865338 483fcb47fe Fiskar í potti

Ef þetta úthlutunarvald úr svokölluðum pottum á að liggja hjá pólitískum vandhöfum hjá ríki og bæ þá er betra heima setið en af stað riðið.

5454863430 252b2facd8 b  Samlitir í pólitík koma til með að fá meira en hinir

 

Núverandi stjórnarherrar virðast ekki gera sér ljóst að þeirra tíma lýkur brátt,það er á hreinu. Og það er líka á hreinu ef þetta verður lögfest þá er það komið til að vera.Já það er mikið talað en lítið sagt .Farið varlega út í myrkrið og varið ykkur á áróðri lævísra stjórnmálamanna. Kært kvödd


mbl.is Lýsa stuðningi við LÍÚ og SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband