15.5.2011 | 20:00
"Föðurland vort hálft er hafið" III
Ég er ekki hættur að messa yfir nafnabrenglinu á Sjómannadeginum Og enn ætla ég að leita fanga í gömlum skrifum.
Jóhann Þ Jósepsson sem 1939 talaði fyrir hönd útgerðarmanna sagði m.a:
Þessi dagur er hátíðisdagur allra sjómanna lands vors. I dag minnumst vér þeirra með þakklátri virðingu. Þeirra, sem á löngu liðnum tímum háðu þrautseiga baráttu víðsvegar fyrir ströndum landsins, annesjum þess og útskerjum, á sínum opnu róðrarskipum. - Kynslóðanna, sem grundvöllinn lögðu að sjósókn og farmennsku vorra tíma. Og þeirra, sem í dag hefja merki islenzkrar sjómennsku bæði heima við landsins strendur og í langferðum landa á milli. Minnumst þess, er þeir allir hafa afrekað þjóðinni til heilla"
Svona kom danska flutningaskipið Danica Red inn til Brest eftir að hafa fengið á sig brotsjó svo að farmurinn( akkeriskeðjur fyrir borpalla) kastaðist til í skipinu í des 1999
Dr. Richard Beck prófessor skrifar : í Sjómannadagsblaði 1950
En samtímis því sem sjómannadagurinn minnir á fórnir, minnir hann jafn kröftuglega á unnin afrek í þjóðar þágu, glæsilegar sigurvinningar á baráttuvelli hafsins. Þess vegna er hann í ríkum mæli fagnaðardagur og dagur, sem miklar framtíðarvonir eru tengdar við. Og íslenzkir sjómenn hafa sýnt það í liðinni tíð, að þeir munu ríkulega láta rætast í verki þær vonir, sem þjóðin tengir við hið mikilvæga starf þeirra í framtíðinni. Fastrúaður á, að svo muni reynast, og minnugur gamalla og góðra kynna við íslenzka sjómenn frá fyrri árum, sendi ég heiðursdegi þeirra innilegar kveðjur og blessunaróskir.
Árið 1951 les maður í Sjómannadagsblaðinu:
"Um miðjan marzmánuð s. 1.er togarinn Elliðaey frá Vestmannaeyjum var í síðasta ísfisktúr á Halamiðum, og verið var að taka inn botnvörpuna í hvassviðri og stórsjó, skeði það, að einn hásetinn,Guðjón Annes, kipptist út með forrópnum. Um stund hélt hann sér í trollið, en vegna sjógangs missti hann takið og fjarlægðist skipið. Sigurgeir Ólafsson bátsmaður henti sér þá til sunds og tókst að komast til Guðjóns með bjarghring og eftir stutta stund voru þeir dregnir áð skipinu og bjargað um borð. Talið er víst, að hefði karlmennsku og snarræði Sigurgeirs ekki notið við, hefði Guðjón drukknað. Sigurgeir Ólafsson er fæddur 21. júní 1925 að Víðivöllum í Vestmannaeyjum. Arið 1950 lauk Sigurgeir prófi frá Stýrimannaskóla íslands. Frá því Elliðaey kom til landsins hefir hann verið þar um borð, og í seinni tíð sem bátsmaður"
Tekið úr Sjómannadagsblaðinu 1970
Þá afhenti Pétur afreksbjörgunaverðlaun Sjómannadagsins 1969, en þau hlaut að þessu sinni Ornólfur Grétar Hálfdánarson frá Súðavík, skipstjóri á m.b. Svan, IS 214, sem sökk í ofviðri út af Vestfjörðum 29. janúar 1969, en áhöfnin bjargaðist í gúmmíbjörgunarbáti. Þegar Svanur sökk, reið brotsjór yfir skipið og skellti því á hliðina og rétti það sig aldrei við alftur, en sökk eftir 10 mínútur. Gúmmíbjörgunarbáturinn á stýrishúsinu rifnaði, en skipstjóranum tókst með frábærum dugnaði að komast fram á hvalbak og losa vara-gúmmíbjörgunarbátinn. Einnig náði hann neyðartalstöðinni úr stýrishúsinu við mjög erfiðar aðstæður. Það er einróma álit skipshafnar Svans og allra kunnugra, að Örnólfur Grétar Hálfdánarson hafi með dugnaði sínum og stjómsemi, fyrirhyggju og ábyrgðartilfinningu, tvímælalaust bjargað allri áhöfninni.
Þessi tvö dæmi um fórnfýsi íslenskra sjómanna eru bara tekin af handahófi. Við eigum að fagna þeim sigrum þar sem hafið tapaði og við eigum að syrgja þá félaga sem hafið tók. Ég veit það ósköp vel að eitt af takmörkum Sjómannadagsins var að hlú að öldruðum Sjómönnum og aðstandendum þeirra og þar hafa þeir sem að því hafa komið unnið frábært starf. Og þar hafa menn unnið óeigingjarnt starf sem ber að þakka af alhug. En einhvern vegin finnst mér sá tilgangur sé að ná yfirhöndinni. Þ.e.a.s. að afla peninga til þeirrar starfsemi. En mér finnst að sú fjáröflun eigi að vera undir nafni Sjómannadagsins. En það skal viðurkennt að "lofsöngur" stjórnmálamanna um sjómanninn á þessum degi fer í sumra manna( allavega) fínustu taugar.
Stjórnmálamenn eiga ekki að fá að koma nálægt þessum degi. Hvað hafa ekki margir ráðherrar í áranna röð lofsungið sjómenn með allslags loforðum þennan sunnudag. Loforðum sem svo voru strax svikin á mánudegi. Og ég vorkenni þeim mönnum sem standa í forsvari fyrir sjómenn (hvaða tegund sjómennsku þeir stunda) að standa fyrir framan þessa hálvita sem þykjast vera að stjórna landinu og reyna vekja athygli þeirra á mikilvægi starfa sjómanna. Með vinsemd og mikilli virðingu fyrir starfandi sjómönnum verið ávallt kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.