12.5.2011 | 21:12
"Fósturland vort hálft er hafið"
Ég vil nú bara vona að þessar uppsagnir séu bara til málamynda. En ég vil minna á að nú eru rúmar þrjár vikur til "Sjómannadags" Dagsins sem á að halda hátíðlegan undir því nafni. Ég skil satt að segja ekki Sjómannadagsráð að taka þátt í þessari "hátíð hafsins" endaleysu.
Vissulega hefur hafið verið gjöfult við okkur en eins og segir "Fósturland vort hálft er hafið helgað þúsund feðra dáð. Þangað lífsbjörg þjóðin sótti, þar mun verða stríðið háð. Yfir logn og banabylgju bjarmi skín af Drottins náð. Föðurland vort hálft er hafið, hetjulífi og dauða skráð. (Jón Magnússon.) " Og gjafmildið þakkarvert. En svoleiðis uppskeruhátið má bara halda annan dag.
Því íslenskir sjómenn hafa háð baráttu við hafið í aldaraðir. Og sú barátta hefur kostað stórar fórnir. Ungir menn í blóma lífsins týnt lífi í þeirri baráttu. Sjómannadagurinn á að vera dagur til að minnast og heiðra þá menn. Ekki aðilan sem svifti þá lífinu. Ég var til sjós í tæp 53 ár.
Ég bar mikla virðingu fyrir hafinu þó ég kannske hræddist það aldrei. Ég hef átt marga vini sem ekki snéru aftur. Ég er það gamall að muna, þegar þess tíma stór skip hurfu með allri áhöfn Og ég sé enga ástæðu til að heiðra hafið á Sjómannadaginn. Ég leifi mér að birta hér niðiurlag greinar sem Sig. Gröndal skrifaði í fyrsta Sjómannadagsblaðið 1938 :
" Sjómannadeginum er ætlað það hlutverk, að vera sameiginlegur frí- og gleðidagur sjómannanna og viðurkenndur sem slíkur af allri þjóðinni, og honum er ætlað að vekja skilning þjóðarinnar á störfum og lífi sjómannanna. Og við vitum það einnig, að Sjómannadeginum er ætlað annað hlutverk háleitara og viðkvæmara, hann er einnig helgaður minningu þeirra mörgu mannslífa, sem hafið hefir krafizt og fengið. -Það er eins og hugur minn nemi staðar, er ég minnist hinnar votu grafar sjómannsins." Tilvitnun lýkur. Leturbreitingar mínar
Það er þetta háleita og viðkvæma hlutverk Sjómannadagsins sem mér finnst menn vera að gera að engu með þessi "hátið hafsins " bulli. Ef Sjómannadagsráð þarf að grípa til þessarar nafnabreitingar til að vekja áhuga fólks á störfum íslenskra sjómanna þá hafa þeir hreinlega bara ekki staðið sig í stykkinu. Og með þá stöðu er stéttin ílla stödd. Með vinsemd og virðingu fyrir því sem það á skilið kveð ég ykkur í kvöld. En ég kem aftur
Áhöfn Sólbaks sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 535994
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.