23.4.2011 | 18:07
Sjómannadagurinn II
Af því ég bloggaði áðan um sjómannadaginn er ekki úr vegi að birta hér brot úr forustugrein Moggans á Sjómannadaginn fyrir 50 árum En þar segit m.a:
"HVER SÁ DAGUR, sem færir hina íslensku þjóð saman, laðar til samstilltra átaka fyrir góðum og nytsömum málum, skapar samúð og góðvild milli stétta okkar fámenna þjóðfélags, hver sá dagur sem þessu fær áorkað er góður dagur. Af þessum ástæðum er Sjómannadagurinn, sem við höldum hátíðlegan í dag, góður dagur.
Hann hefur þrátt fyrir það að vera minninga- og baráttudagur sjómannastéttarinnar orðið almennur hátíðisdagur allra landsmanna. Á því er oft haft orð að þessi litla þjóð sé deilu- og þrætugjörn um of og jafnvel öðrum þjóðum deilugjarnari um innanlandsmál sín.
Á það, hvort svo sé í raun og veru, skal ekki lagður neinn úrskurður hér. Hitt vitum við, að margvísleg togstreyta og þröngsýni hefur oft tafið framgang góðra mála. Okkur hefur skort hæfileika til þess að sjá nægilega vítt yfir þjóðarhag, en horft í þess stað á takrnörkuð sjónarmið stétta og starfshópa á líðandi stund.
Baráttan um þessi sjónarmið hefur stundum valdið óþörfum töfum á framsókn þjóðarinnar til raunhæfra og varanlegra framfara". Tilvitnun lýkur. Leturbreitingar eru mínar.Svo mörg voru þau orð. Verið ávallt kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll kæri vinur, þú klikkar ekki á því frekar en fyrri daginn. Þetta er mikið góð upprifjun um okkar uppáhaldsdag Sjómannadaginn. Allt þetta getur átt við daginn í dag. Hafðu þökk fyrir þessa endursögn úr gamla Morgunblaðinu. Mogginn í dag er því miður ekki sá Moggi sem áður var, það vantar mikið á það.
Nú ættu allir bloggarar sem eru og hafa verið sjómenn, að taka sig til og mótmæla þessum arfavitlausa og móðgandi gjörnig að breyta nafni Sjómannadagsins í Hátíð hafsins. Það getur ekki verið að sjómenn séu svo lokaðir að þeir sjái ekki að það er verið að fela daginn þeirra og þar með gera lítið úr starfi sjómannsins.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.4.2011 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.