Sjómannadagur

Ég vil byrja á að benda hér á blog vinar míns Sigmars Þórs Sveinbjörnssonar um daginn. Og svo taka undir með honum.

http://nafar.blog.is/blog/nafar/entry/1160382/#comments

Ég skil satt að segja ekki þessa andsk.....  meinvillu að þurfa að uppnefna Sjómannadaginn og kalla hann "Hátíð hafsins"

 

Nafn hans er lögfest í lögum nr 20 þ. 26 mars 1987 Þar segir m.a:" 1. gr. Fyrsti sunnudagur í júnímánuði ár hvert skal vera almennur frídagur sjómanna með þeim undantekningum sem um getur í lögum þessum. Beri hvítasunnudag upp á fyrsta sunnudag í júní skal sjómannadagur haldinn næsta sunnudag á eftir.
Sjómannadagurinn skal vera almennur fánadagur." Tilvitnun lýkur. Leturbreitingar eru minar

Vitaskuld hefur hafið verið okkur gjöfullt og það ber að þakka. En fyrir þá þakkarhátið má finna annan dag. Málið er það að ein af aðal ástæðum fyir að halda Sjómannadaginn hátíðlegan er að minnast þeirra sem töpuðu í baráttunni við hafið og líka að fagna þeim sem unnu hana.

 

Þessvegna er t.d mönnum veit verðlaun fyrir unnar hetjudáðir við björgun annara. Einnig eru gamlir sjómenn sem sluppu (misjafnlega vel samt) í viðureign sinni við hafið heiðraðir. Ég er eignlega hálfhissa á að forsvarsmenn þeirra launþegasamtaka sem tilheira sjómönnum skuli láta þetta nafnabrengl ekki til sín taka.

 

Þótt maður sé flokkaður sem gamall neikvæður og úrillur leyfi ég mér að hafa þessa skoðun. Og finnst þetta "hátíð hafsins" kjaftæði háfgerð móðgun við þá menn sem lutu í lægra haldi í baráttunni við það. En það er kannske líka sjómönnum sjálfum að kennar ef nafnið á degi þeirra er að þurkast út. Þeir þyrftu kannske að taka meiri þátt í deginum.

 

Hér áður var keppt í reiptogi beitningu bætningu jafnvel splæsningu og ýmsum handbrögðum tengdri sjómennsku. Það þarf ekki háttlaunaða svokallaða listamenn til að gera daginn ánægjulegan. Svo finnst mér vera athugandi að færa daginn aftar í almanakinu. Vorið er oft svo nýkomið í byrjun júní í þessu harðbýla land. Þótt alvarleikinn eigi að svífa yfir vötnum þá á þetta líka að vera fagnaðarhátíð þeirra sem háðu kannske tvísýna baráttu en unnu sigur. Og þar með sigurhátíð yfir hafinu. Kært kvödd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband