25.2.2011 | 22:56
"haga mér"
Nú lofa ég að hætta öllum fíflaskap og fara að haga mér eins og siðuðun rúmlega sjötugum "eldri" borgara sæmir. Ég er alltaf að sjá það betur og betur hve rétt ákvörðun það var ( sennilega ein af fáum virkilega réttum í lífinu) þegar ég ákvað hálfheilsulaus komin að lokum starfsævinnar (sem stóð allt í allt 53 ár eitt bættist við þegar hingað var komið) að flytja hingað til Vestmannaeyja eftir 15 ára sjálfskipaða útlegð í Svíþjóð 2005.
Í morgun Arnarfell 2 Wilsonar, Axel auk loðnubáta
Ég hafði verið hér um stundarsakir nokkrum sinnum hér á árum áður. Var að vísu giftur konu héðan í 10 ár og tengslin slitnuðu þá kannske ekki alveg. En hvað um það, ég er alltaf að sjá það betur og betur hve marga virkilega góða vini ég átti hér í raun og veru. Og hve virkilega góða vini ég hef eignast hér síðan. Ég vona að þessir menn leyfi mér að kalla þá vini mína.
Og ég ætla að leyfa mér að vera ennþá skáldlegri þegar ég segi að það er vegna svona vinatengsla sem þessar fallegu myndir birtast hér á blogginu mínu. Einn úr klúbbnum í litla snyrtilega húsinu við höfn friðarins Stefán Geir Gunnarsson fékk myndavélina hjá "klúbbsstjóranum" Torfa Haraldssyni til að taka þessar myndir yfir athafnalífið við höfnina í dag af Heimakletti. Og nú segi ég bara ég þakka fyrir mig strákar og við hin, njótið.
Það er nefnilega hér sem hlutirnir eru að gerast. Hér voru í dag sex svokölluð "fragtskip" fyrir utan Herjólf. Eitt að vísu ekki sérlega velkomið. En það er að sjálfsögðu sandæluskipið Skandia. Sem samt var beðið eftir að kæmi en verðrátta hefur hamlað störfum síða það kom.
Hér siglir nýjasta skip Þórunn Sveinsdóttir út vonandi í enn eina velheppnaða veiðiferð eftir löndun
Með þessu kveð ég ykkur kært sem og endranær
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.2.2011 kl. 14:44 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 535994
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Ólafur, mikið er gaman að lesa þetta blogg, sérstaklega líkar mér hvað þú talar vel um þessa Eyjamenn sem þú ert í félagi með og umgengst daglega. Auðvitað veit ég að Eyjamenn og konur eru upp til hópa gott og skemmtilegt fólk sem tekur þeim vel sem eru þeim að skapi. Það er bara svoleiðis eins og sagt er í dag.
Þetta eru skemmtilegar myndir af hafnarsvæðinu og skemmtilegt blogg, nema að mér hugnast ekki að þú hættir að fiflast eða gera að gamni þínu, því það gefur lífinu gildi eins og þú veist manna best.
Kær kveðja úr Kópavogi og ég bið að heilsa á vigtina.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.3.2011 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.