22.2.2011 | 03:54
"að taka mann af lífi svona " í beinni"
Ekki ætla ég mér að reyna að geta mér til um ástæðuna fyrir þessu mikla slysi. En að taka mann af lífi svona " í beinni" eins og norskir fjölmiðlar gerðu við skipstjóra Goðafoss finnst mér eiginlega gengið einu skrefi of langt í nútímafjölmiðlum.
En eru bara Norðmenn ekki að beina sjónum frá sínu stóra vandamáli. Skorti á hæfum leiðsögumönnum lóðsum. Dálítið áður en ég hætti að sigla endurskipulögðu þeir allar siglingar við strendur landsins hjá sér. Staðir þar sem maður hafði oft áður siglt (mér kemur í hug Mo i Rana en þangað út og inn var ég nokkrum sinnum með í að sigla lóðslaus) þurfti maður nú lóðs.
Og nú þurfti maður stundum að bíða fleiri tíma eftir þeim. Á þessum tíma sögðu fleiri en einn og fleiri tveir lóðsar í mín eyru að þetta "system" myndi springa því ekki væru til í landinu menn til að fylla allar þessar nýju lóðsstöður.
Og við sem höfum fylgst með í heimi siglinga vitum hvernig norski farskipaflotinn hefur verið nú í mörg ár mannaður. Við vitum líka hina venjulegu leið manna upp í lóðsstöður. Þessir fg lóðsar töluðu um að eftir nokkur ár (þetta sagt fyrir ca 10 15 árum) yrðu það lóðsar frá Philipseyjum sem yrði sennilega undirstaða lóðsa í Noregi En það var nú í gríni sagt.
Er bara ekki svo komið fyrir norðmönnum að þeir verða að taka t.d menntaskólastráka og setja á nokkra daga/vikna námskeið. Og henda þeim svo um borð sem lóðsa. Því það er ég alveg með það á hreinu að ástandið hefur versnað síðan þessir fg lóðsar deildu sínum áhyggum með mér. Og var það bara ekki alltof upptekin lóðs sem yfirgaf Goðafoss fyrr en hann átti að gera.
Í þessu lenti maður oft víða um heim Að lóðsar vildu sleppa fyrr og þá út af mikilli umferð Í þessu tilfelli hef ég þá sannfæringu ef hann hefði farið nokkrum skipslengdum lengra hefði ekkert skeð. Skipstjórinn þá ekki verið einn þegar farið var fram hjá skerinu Því stýrimaður og háseti hafa fylgd lóðsinum niður þessvegna var maðurinn einn.
Þá hafi hann allavega verið sloppinn við skerið sem hann lenti á Ég kannast vel við manninn og ég óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta í framtíðinni. Það má varla grautur brenna við í mötuneyti öðruvísi en að fólk fái áfallahjálp. Hún var ömurleg áfallahjálpin sem norðmenn veittu þessum manni.
Rifu hann eiginlega um leið í lögregluyfirheyrslur. Og dæmdu af honum réttindin "í beinni" Hvað með fjölskyldu hans. En ég hef nú samt þá trú á stjórnendum Eimskips að á því máli hafi verið tekið. Maður kannast við suma starfsmenn félagsins og ég held að sá hópur standi vel saman að ég tali nú ekki um þegar svona skeður. Og maðurin búinn að starfa sleitulítið hjá félaginu í 47 ár Verið kært kvödd
Lóðsinn fór of snemma frá borði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:37 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 536222
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Kæri vinur, Ég tek undir hvert orð sem þú segir hér Óli.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 22.2.2011 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.