"Ég drap hann"

Ég er nú farinn að hafa það fyrir vana að leka hinum ýmsu málum frá fundum í "litlu snortu húsi við höfn friðar í  fallegum bæ úti landi. Ekki veit ég hvort fundarmenn vita hver aðallekandinn er. Því þessi síða hefur ekki svo marga lesendur að  lekinn er ekki víðförull.

imagesCAXA3462  Dagar víns, já og ýmislegs annars

Og talandi um víðferli þá hefur undirritaður oft hælst um af sínu. En smátt og smátt eru nú að koma í ljós að fleiri víðförlir menn eru á þessum fundum. M.a annars þingforsetinn sjálfur var í siglingum En  eins og hans er von og vísa er hann fámáll um sitt víðferli. Fo7443A Borga, skip þingforsetans

En ein og ein saga er að slæðast upp úr einum aðal jass ráðgafa hússins. Um daginn var undirritaður að hælast yfir sínu flakki og Georgetown í Guyana bar á góma.

http://www.youtube.com/watch?v=GoDcBdZbSCQ&feature=related

Þá færðist þessi andlegi blær yfir andlit jassitans Andi endurminninganna tók hugann taki. Eins og þegar hann rifjar upp ýmislegt með aðalvélfræðingi hússins.

chick corea jazz pianist 292065  Jassistinn var í siglingum 

"Ég drap hann sagði hann dreyminn við tilhugsuninni. Hvern drapstu spurðum við. Nei nei, ekki ég sagði hann og hristi af sér endurminningaslenið. Hann Jón sagði þetta á knæpunni í Georgetown þegar við vorum saman á Rauðku. svaraði jassistinn.

Svo sagði hann frá:Við Jón vorum á sama bæ, Öxl í sveitinni í gamladaga. Og einu sinni fékk kötturinn á bænum einhverja pest að haldi manna. Hann varð allt í einu draghaltur og gat síðan ekki gengið Svo drapst hann.

 

thumbnail Karen%20Reed%201955 1  "Rauðka" eins og hún hefur stundum litið út i augum jassistans og félaga, gæti ég trúa

En svona leit hún virkilega út Karen%20Reed%201955 Rauðka

http://www.youtube.com/watch?v=B-o-0eiIQe4&feature=related 

Og þarna sátum við sjö árum seinna á bestu kránni í Georgstown og vorum að drekka í okkur kjark til að fara upp á "búðarloftið" tl að líta á varninginn. Þarna heldur síðuhöfundur að sannleikanum sé illilega hagrætt. Því jassistinn á virkilega yndislega konu sem hann er búinn að vera hamingusamlega giftur til margra ára. Af virðingu við hana held ég að sagan taki þessa vendingu.

data=LtgX e3f8ctI3U5dJtbt7EJ1ZfRneYme,6 JtezL GqKZ1kly5qMNsqAXyx FlZU1mEc3bAByj8vzEM2uh0kkWHJ5NzK1HrX0j URtaoY129OHQ  Nokkrar þekktar götur

En ég gruna þá félaga jassistann og Jón um að hafa verið búna að fara minnstakosti tvisvar á búðarloftið. Og nú vísa ég til eigin reynslu Því að vel fullnægður og aðeins mildur þá varð maður svo einlægur og samviskubitinn yfir öllu að maður hefði verið til að játa á sig allan fjandan jafnvel, Kambsránið ef ekki Tyrjaránið líka.

 Já þær voru glæsilegar á búðarloftinu en kannske ekki svona skrautlegar

 

En hvort "búðarloftsferðirnar" hafi verið 2  eða jafnvel enginn eins og jassistinn heldur fram þá segir Jón þarna allt í einu úr eins manns hljóði (sem er nú eiginlega hans vani því mikið orðflúr er honum ekki að skapi).  "Ég drap ´ann" !!!!

2622347489 51ae8231d7 b Gæti verið unrdd knæpa með búðarloftinu 

 

Drapstu hvern spurði jassistinn Sem horfði í tárvot augu vinarsíns. " Ég drap hann"  Köttin á Öxl. Hvað segir þú varð jassistanum að orði Já ég drap hann, ég hjólaði óvart yfir hann þegar ég var sendur eftir póstinnum svaraði hinn og ég þorði ekki að segja frá því.

untitled 740882 Kötturinn á Öxl var stærri og ekki skotin með byssu

Já ég drap hann sagði Jón klökkur. Ímyndið léttirinn hjá Jóni að losa samviskuna af kattarmorði sem hún þ.e.a.s samviskan var búinn að burðast með í sjö ár.

http://www.youtube.com/watch?v=gS-J1neC3h0&feature=related 

Hugsið ykkur líka hve maður gat orðið hreinskilinn aðeins mildur og fullnægður á góðum knæpum úti í heimi.  Hugsið ykkur hve sterkt vopn þetta hefði geta orðið í höndum sérstaks saksóknara ef þessir andsk..... útrásarvíkingar hefðu einhverja samvisku. Wanted%20Dead%20or%20Alive Þeir hafa ábyggilega setið vel fullnægðir og aðeins mildir á góðri knæpu úti í heimi en hafa ekki fengist til að játa agnarögn á sig út af hruninu  carmen cheeseman dinunzio 02 Þarna skilur á milli heiðarlegs íslensks sjómanns og samviskuleusra stórþjófa. En að alvarlegri málum. Einn fundargesta skýrði frá því um daginn hvernig sín kona talaði um ýmsa hluti undir rós T.d þýðir: Ætlar þú að vera í þessari skyrtu, skiftu um skyrtu strax. Og þetta gætum við notað þýðir Ég vil fá þetta,

imagesCASXH44Y

Annar hélt því fram að konur séu ekki eins heimskar og karlar. Þær gætu t.d. talað við persónu af "hinu" kyninu öðruvísi en hugleiða hvernig sú persóna liti út nakinn. Þær gætu líka sagt brandara af makanum að honum viðstöddum án þess að hann móðgist, því hann hlusti aldrei á hana hvort sem er , Svo sagði einn sögu sem ekki fékk nú mikinn hljómgrunn hjá okkur hinum.

chips2623134111 Kona í vígahug

Hann þóttist hafa heyrt á tal tveggja vinkvenna sem höfðu verið í "gæsapartíi" kvöldið áður. Hvelv... þær mættu allar vinkonurnar svo maður gat bara ekki talað ílla um neinn. En svona kjafthætti hlustum við fundarmenn ekki á Og minnir mig að þingforseti hafi ávítt f.g ræðumann fyrir ósæmilega hegðan. og orðaval Ég hnerraði í mig einhverja kvef óværu á nýársdag.

sick Hnerraði í mig kvef

Það er nú orðið þannig að ef ég hnerra þá er ég fljótur að denga í mig "Panodil Hot" með það sama og hef sloppið við allar óværur síðan Tóti í Geisla minn góði vinur kom mér upp á lag með það. En á nýársdag hmerraði ég og hnerraði "hotless" vegna þess að apótekið var lokað,

 

P1040011 Nei  þetta er ekki "Leppalúði" tekið í dag á Þrettándaskemmtun heldur ja ég fer ekki lengra út í það frekar en læsingadæmið. Tekið um daginn

Þessvegna ætla ég mér að eiga alltaf birgðir af því: Venja mig á það kaupa alltaf pakka þegar 2 bréf eru eftir. Eins ætla ég mér að venja mig á að læsa aldrei bílnum mínum í miklum frostum. Vegna hrapalegra misstaka í sambandi við bíllæsingar og heitt vatn En ég segi nú ekki frekar af því. Látið ykkur ekki detta í hug að eitthvað af þessu sé sannleikanum samkvæmt. Því fer víðsfjarri. Ég ætla að láta snillinging Louis ljúka þessu fyrir mig . Því þrátt fyrir allt hefur hann svo sannarlega rétt fyrir sér í sögnum Því veröldin er virkileg wonderful ef maður vill svo vera láta.

http://www.dailymotion.com/video/x1ysp1_louis-armstrongwhat-a-wonderful-wor_music 

Verið öll ávallt kært kvödd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Kæri vinur, þetta er skemmtileg færsla hjá þér og gaman að hlusta á þessa gömlu góðu söngskarfa.

Kær kveðja til þín og á vigtina

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 9.1.2011 kl. 22:35

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já samála Sigmari. Ekki veit ég hvort rétt sé að  benda sérstökum saksóknara á þær aðferðir sem duga á sjómenn til að létta á samvisku sinni . Ég held reyndar sumir þeirra séu samviskulausir með öllu en létti óspart á sér hinu og þessu. Lífið er ljúft og yndislegt og þínir pistlar eru sannarlega krydd í tilveruna. Ansi er Brahma-stúlkan rassmikil . Þótti þetta smart einhvertíma ?  Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.1.2011 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 535971

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband