Bréfið frá Björk

Þetta er með endemum. Hvað er fólk eiginlega að hugsa Að vísu eru um 30% sem eru óákveðnir eða vilja ekki gefa upp skoðun sína. En ég rakst á bréf sem ákveðin kona af landsbyggðinni sendi alþingismönnum. Og nú er bara að fara að dæmi hennar. Ég tók mér bessaleyfi að birta það hér svo getur fólk bara aðlagað það að sinni persónu og sent. Ég skora á fólk að gera það.  En bréfið var birt í DV

"

„Uppsagnarbréf til þeirra Alþingismanna á Alþingi Íslands sem setið hafa þar síðan fyrir hrun.
Afrit sent til allra Alþingismanna.


Ágæti Alþingismaður

Ég er Íslendingur. Ég er líka háskólamenntuð kona sem hef kosið að búa á landsbyggðinni og vinna að uppbyggingu atvinnu og samfélags, án þess að átta mig á hversu tilgangslaust það gæti verið á tímum eins og nú, þegar aðgerðir Alþingis virðast miða að því að lama atvinnulíf í landinu og hrekja fólk frá dreifbýli og úr landi með öllum tiltækum ráðum.

Nú heyrast fjölmargar fréttir af niðurskurði grunnþjónustu og vænleg fyrirtæki í tryggum rekstri eru keyrð í þrot af ‘ríkisbönkum’. Sveitarfélögum eru settar þröngar skorður og draga saman í rekstri sínum.
Á sama tíma og samdráttur er á öllum stigum samfélagsins er ekkert það að finna sem mætti kalla mótvægi við þessa þróun. Mótvægið mætti t.d. finna í skattakerfinu sem í öðrum löndum er notað til að hvetja aðila til að stofna og reka lítil og meðalstór fyrirtæki. Nei, hér virðist einungis áhugi á að hampa þeim ríku og stærstu fyrirtækjunum.

Mikið er fjallað um erlendar fjárfestingar og þörfina á þeim en samt situr frumvarp um ívilnanir (og þar með opna gegnsæja stjórnsýslu) fast í ráðuneytum (sem nota bene hafa ekki löggjafavald) og áberandi virðist að einungis varasamir fjárfestar, með grugguga fortíð, fjárfesti hér, umluktir orðrómi um arðrán og mútur til íslenskrar stjórnsýslu og stjórnmálamanna. Heiðarlegir fjárfestar forðast svona óreiðu og munu ekki láta sjá sig fyrr en hér hefur verið skapað eðlilegt viðskiptaumhverfi.

Það þrengir að fjölskyldunum í landinu, fjölmargir eru að missa heimili sín og enn fleiri geta ekki séð sjálfum sér og börnum sínum fyrir mat. Lágmarks framfærsla er í dag óviss stuðull sem hið opinbera þorir ekki að reikna út þar sem ljóst er að fjölmargir íslendingar lifa langt undir fátækramörkum.

Ágæti þingmaður: Þú berð ábyrgð á að skapa þetta umhverfi. Þú hefur brugðist í því verkefni að laga ástandið. Þar sem það er nú orðið ljóst að velferð okkar skiptir þig engu vil ég tilkynna þér að það er gagnkvæmt. Það er því einlæg ósk mín að þú segir starfi þínu lausu svo fljótt sem auðið er og gefir öðrum tækifæri til leiða þjóðina út úr þessum erfiðleikum.

Björk Sigurgeirsdóttir“ ""

Kært kvödd

 


mbl.is Litlar breytingar á fylgi flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 535161

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband