10.9.2010 | 23:03
Raunarsögur og þó
Ástandi á málum þjóðfélagsins er svo gersamlega gengið fram af mér að manni langar ekki einusinni að rífa kja.. yfir því lengur. Og lítið gerðist í húsi friðar í dag, Svo nú er bara svolítið "heimabakað" Góður vinur minn sagði mér í fyrra að hann tæki enhverjar pillur sem gerðu það að verkum að nú ski.. hann bara á fimmtudögum, Ég hreifs af hugmyndinni enda með ristil sem er bæði latur og óreglulegur. Og sem ekkert tekur tillit til dagatalsins. En sem betur fer hélt sig við dagtíman að öllu jöfnu. Jæja ég fékk nafnið á dásemdinni. Keypti eina dollu til prufu. Fyrst skeði ekkert en svo ja svo fóru hlutirnir að ske Mánudagar og föstudagar virtust vera í uppáhaldi hjá þessu lyfi. Fimmtudagarnir ekki inn í myndinni. Ég hringdi í vin minn og spurði hvort hann héldi sig enn við þann dag. Hann hét það nú. Hvernig" var pakkningin á litinn spurði ´ann Græn svaraði ég, Þú ert með vitlausa tegund svaraði ´ann Keyptu þessar í bláu pökkunum. Það gerði ég, Rétt strax breyttist mynstrið í stað mánudag voru nú komnir þriðjudagur og sunnudagurinn bætist við . Enginn fimmtudagur, ég hringdi í vin minn. Fyrirgefðu sagði ´ann Pakkarnir eru fjólubláir. Ég hlýddi Engin breyting fyrst en svo breittist allt og nú voru það sunnudagurinn sem var inni, miðvikudagar og laugardagar. Ég hringdi stendur ekki 1 fyrir aftan nafnið" spurði ´ann Nei svaraði ég það stendur 3. "þú átt að kaupa fjólubláu pakkana þar sem stendur 1 fyrir aftan nafnið". Til að gera langa sögu stutta þá sk... ég já eða þannig núna bara á fimmtudögum eins og vinur minn. Jæja ég slapp við Jónínu Ben allavega í bili. Ég þurfti að kaupa mér síma um daginn. Til að segja rétt frá öllu þá skeði það í fyrra að ég misti símann úr brjóstvasanum niður í eldhúsvaskinn fullan af sápuvatni. Þar sem ég gat nú verið snöggur hér áður fyrr rifjaði ég það nú upp. Ég þreif símann upp læt renna á hann hreint vatn og skellti honum í blástursofnin í eldavélinni. Lét blástur leika um hann um stund Og svei mér þá þá heyrði ég skýrar í honum á eftir. Nákvæmlega það sama skeði svo um daginn. Nema nú var ég með Pepsímörkin í sjónvarpinu inn í svefnrýminu, En Magnús Gylfa og Tómas Ingi eru mínir gúrúar í fótbolta. Vestmanneyingar höfðu leikið þennan dag en ég vissi ekki um úrslitin. Ég horfi nefnilega aldrei á mikilvæga leiki fyrir mitt lið vegna þess að það lið sem ég held með í það og það skiftið tapar alltaf. Nema hvað þegar síminn er í þurkun kemur að leik IBV. Og ég fer inn til að sjá Tryggva skora eitt af sínum flottu mörkum og aðeins meir. Litlu seinna fór svo að berast ókunnuleg lykt úr eldhúsinu. Já þannig endaði sá sími sína lífdaga. Ég keypti mér því nýjan Og af því ég þykist nú alltaf vera ja ég veit eiginleg ekki hvað, varð ég að kaupa einn með 2 tólum. Það er nauðsynleg ef íbúðin fer yfir 15 fermetra. .Svo nú er ég með 2 símtöl fyrir utan fjarstýringar á rúmminu sjónvarpi og DVD spilara og fl. Og svo nú getur allt hent .Ef ég ætla t.d.að svara símanum hækka ég fæturnar og ef ég ætla að hækka td. höfðalagið slekk ég á sjónvarpinu.Ef ég ætla að slökkva á sjónvarpinu hringi ég kannske í Stínu vinkonu mína úr öðru símtólinu Og ef ég ætla að lækka í sjónvarpinu hringi ég í jafnvel í Sigurbjörn vin minn á Akranesi úr hinu Of ef ég ætla að lækka fæturnar kveiki ég á DVDinu. Og allt í þessum dúr. Já það er erfitt að vera gamall á tækni öld Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:27 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.