7.9.2010 | 22:29
Meiri leki
Það var hátíðarfundur í "húsi friðar" í dag. Einn vinsælasti með-limurinn varð, já það er leyndarmál ára. Splæsti hann sykruðum pönnukökum, súkulaðitertu, ástarpungum, ásamt fleira megrunar góðgæti. Ástarpungarnir átust fyrst upp.
Smeykur er ég um að út af nafninu á þessu meðlæti hafi menn tekið það þannig að þeir hafi í sínum hugskoti talið að ónefnt lyf við vissu máttleysi væri blandað í deigið fyrir bökun. En ég er viss um að Arnór bakari er ekki að splæsa því í þá punga. En hvort hann já ég fer ekki lengra út í það mál. Grunur minn liggur í því að þetta ónefnda lyf kom til tals strax við átið á þessu gómsæta meðlæti.
Þar sem ég er eiginlega eins og stjórntækjalaust vélavana skip í stórsjóum vissrar tegundar lífs fór ég að leita mér upplýsinga um þetta lyf. þó það komi manni eins og mér ekki að einu gagni. Og það fyrsta sem kom upp í "gúgglinu" var þessi mynd sem ég taldi fyrst af minni einfeldni að þarna þekki ég baksvipinn á afmælisbarninu En vitaskuld sá ég strax að þetta var bara andsk..... bull í mér. Menn veltu kostum og göllum þessa fg lyfs fyrir sér. Einn sérfræðingurinn í ástinni sagðist að sér dytti ekki í hug að legga það á konuna sína að hann tæki þetta lyf. Henni veitti ekki af að sofa á nóttinni. Annar fullyrti, og hafði það beint eftir einum aðalpiparsveini Eyjunnar að eyrun á mönnum yrðu bara eldrauð. Ekkert annað búið og pasta. Eftir ástarpunga átið og lyfjaumtalið þróðust málin lengra út á vegi ástarinnar. Einn af æðstu prestum hússins var fjarverandi góðu gamni. En þar sem þetta er aðalsérfræðingurinn í umræddum tilfinningum og sennilega mesti reynsluboltinn í greininni.http://www.youtube.com/watch?v=zvWsjAKQQZg þá vantaði náttúrlega mikið. Eitthvað blönduðust hans gömlu mál inn í umræðuna Þá sérstaklega dans sem hann dansaði við þáverandi fyrrverandi.
Sumir kölluðu þetta "dirty danc" http://www.youtube.com/watch?v=WpmILPAcRQo Á þetta get ég ekki fallist. Því mér finnst fyrra orðið aldrei geta átt við konu http://www.youtube.com/watch?v=gyUWkQj0Q_U&feature=related Menn með þann hugsunarhátt þ.e.a.s setja fyrra orðið fyrir framan dancing ættu að leita sálfræðings. Og áfram þróuðust umræðurnar og nú út í sumarleyfisferðir . Einn þingfulltrúinn vakti máls á hve svokallaðar "Markísur " væru orðið ómissandi í sumarleyfinu með vaxandi komum útlendinga til landsins.
Máli sínu til stuðnings sagði hann frá fólki sem hafðu lagt tjaldvagninum á tjaldsvæði úti á landi og sett "markísuna" út. Um miðnættið varð fólkið vart við eithvað þrusk fyrir utan. Þegar þau aðgættu betur þá höfðu útlendingar tjaldað kúlutjaldi undir markísunni, Af alkunnri íslenskri gestrisni létu þau kyrrt við liggja. Það var svo einhverju seinna að viss hljóð fóru að heyrast úr kúlutjaldinu sem síðan mögnuðust. Seint og um síðir hægðist um á athafnasvæðinu, Og þegar fólkið vaknaði um morguninn var kúkutjaldverjar horfnir. En mennirnir á svæðinu sendu okkar manni báða þumalputta upp úr kreftum hnefa og allar konurna litu kynsystir sína öfundaraugum. Og nú bíður okkar maður bara eftir að það fari að vora aftur og Herjólfur haldi sér við Bakkafjöru. Annar aðal tónlistarsérfræðingurinn sagði mér út frá síðasta leka að snillingurinn Clark Terry hafi spilað í Háskólabíói í apríl 1981 með stórsveit sinni. Kom þá í ljós, sem sumir þóttust vita að hann notaði hringöndun þ.e .a.s innöndun með nefinu og gat blásið stanslaust í rörið. Þeir væru teljandi á fingrum annarrar sem það gætu, sem sagt náðargáfa. Og nú veit ég ástæðurnar fyrir að ég varð ekki trompetleikari. Í fyrsta lagi er ég laglaus og í öðru lagi var önnur nösin á mér stífluð frá fæðingu og þar til í fyrra að gerð var aðgerð á nefinu. Svo nú get ég farið að læra á trompet. Kannske verð ég fyrst að láta loka já eða þannin. En ég kveð ykkur kært með fyrstu kennslustundinni hjá Clark Terry
http://www.youtube.com/watch?v=bsb0V83miRQ&feature=relatedFlokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:32 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 536128
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll herra þingforseti.
Vonandi verður þú duglegur að setja inn ,,þingfréttir'' þar sem ég er á förum til ríkis Svía. Ég skila að sjálfsögðu góðri kveðju frá þér til vina þinna og kunningja í Lammhult.
Einn í fríi frá þingstörfum.
Valmundur Valmundsson, 8.9.2010 kl. 12:32
Georg Eiður Arnarson, 8.9.2010 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.